Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2019 17:32 Þjóðgarðar eru á meðal þess hefur verið lokað vegna deilunnar um múrinn. Vísir/EPA Ekkert samkomulag er í sjónmáli sem gæti opnað þriðjung bandarískra alríkisstofnana sem hefur verið lokaður í þrjár vikur vegna kröfu Donalds Trump forseta um fjármagn fyrir landamæramúr. Aldrei fyrr hafa ríkisstofnanir verið lokaðar eins lengi og nú. Hundruð þúsunda ríkisstarfsmanna hafa setið heima eða unnið launalaust frá því á miðnætti á föstudag fyrir jól. Trump forseti hafði þá hótað að synja frumvörpum staðfestingar sem repúblikanar og demókratar á þingi höfðu náð saman um og hefðu fjármagnað rekstur stofnananna tímabundið áfram. Ástæðan var sú að í þeim var ekki að finna rúmlega fimm milljarða dollara framlag til múrsins sem forsetinn vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Lokunin er nú á tuttugasta og öðrum degi. Fyrra metið var 21 dagur sem alríkisstofnanir lokuðu frá 1995 til 1996 í forsetatíð Bills Clinton, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ýmsir ríkisstarfsmenn, þar á meðal fangaverðir, flugvallarstarfsmenn og alríkislögreglumenn, hafa nú misst af fyrstu launagreiðslu ársins. Í fyrri lokunum af þessu tagi hafa starfsmenn fengið laun greidd aftur í tímann. Óljóst er þó hvað verður um verktaka sem sinna ýmsum verkefnum fyrir alríkisstjórnina. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09 Dregur til baka hótanir um neyðarástand Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur dregið úr hótunum um að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi og þannig tryggja fjárveitingu til þess að reisa víðfrægan múr sem honum var tíðrætt um í kosningabaráttu sinni. 11. janúar 2019 23:19 Fallegi múrinn sem varð að girðingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. 11. janúar 2019 12:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Ekkert samkomulag er í sjónmáli sem gæti opnað þriðjung bandarískra alríkisstofnana sem hefur verið lokaður í þrjár vikur vegna kröfu Donalds Trump forseta um fjármagn fyrir landamæramúr. Aldrei fyrr hafa ríkisstofnanir verið lokaðar eins lengi og nú. Hundruð þúsunda ríkisstarfsmanna hafa setið heima eða unnið launalaust frá því á miðnætti á föstudag fyrir jól. Trump forseti hafði þá hótað að synja frumvörpum staðfestingar sem repúblikanar og demókratar á þingi höfðu náð saman um og hefðu fjármagnað rekstur stofnananna tímabundið áfram. Ástæðan var sú að í þeim var ekki að finna rúmlega fimm milljarða dollara framlag til múrsins sem forsetinn vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Lokunin er nú á tuttugasta og öðrum degi. Fyrra metið var 21 dagur sem alríkisstofnanir lokuðu frá 1995 til 1996 í forsetatíð Bills Clinton, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ýmsir ríkisstarfsmenn, þar á meðal fangaverðir, flugvallarstarfsmenn og alríkislögreglumenn, hafa nú misst af fyrstu launagreiðslu ársins. Í fyrri lokunum af þessu tagi hafa starfsmenn fengið laun greidd aftur í tímann. Óljóst er þó hvað verður um verktaka sem sinna ýmsum verkefnum fyrir alríkisstjórnina.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09 Dregur til baka hótanir um neyðarástand Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur dregið úr hótunum um að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi og þannig tryggja fjárveitingu til þess að reisa víðfrægan múr sem honum var tíðrætt um í kosningabaráttu sinni. 11. janúar 2019 23:19 Fallegi múrinn sem varð að girðingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. 11. janúar 2019 12:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09
Dregur til baka hótanir um neyðarástand Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur dregið úr hótunum um að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi og þannig tryggja fjárveitingu til þess að reisa víðfrægan múr sem honum var tíðrætt um í kosningabaráttu sinni. 11. janúar 2019 23:19
Fallegi múrinn sem varð að girðingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. 11. janúar 2019 12:00