Meira myrkur vegna sparnaðar hjá Reykjavíkurborg Sighvatur Jónsson skrifar 13. janúar 2019 18:45 Hjá Reykjavíkurborg er verið að samhæfa lýsingu á höfuðborgarsvæðinu. Vinna er hafin við að endurnýja perur en á endanum verða eingöngu notaðar LED perur í ljósastaura. Verkið er tímafrekt. Áætlað er að það taki allt að fjögur ár að ljúka fyrsta áfanga, að endurnýja ljósastaura með kvikasilfurslýsingu. Þá er unnið að því að gera staurana tilbúna fyrir snjalltækni, þannig að þeir geti sem dæmi sent tilkynningar ef upp koma bilanir í þeim. Snjalltæknin getur dregið úr kostnaði við lýsingu með ýmsum hætti. Sumir nýjustu ljósastauranna eru búnir hreyfiskynjurum til að kveikja ljós eingöngu þegar þörf krefur.Borgin miðar enn við 20 lúx í stað 50 Ársæll Jóhannsson, verkefnastjóri á skrifstofu framkvæmda- og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, segir að vinna við svokallað ljósvistarskipulag fyrir Reykjavík sé langt komin. Hann segir að verið sé að ljúka við birtugreiningar í einstökum hverfum. Ársæll segir að nú þegar séu flest götuljós borgarinnar búin tölvubúnaði sem dregur úr lýsingu í sparnaðarskyni um allt að helming á næturna. Lúx er mælieining fyrir birtu. Eftir bankahrunið 2008 var birtuviðmið ljósastaura lækkað hjá mörgum sveitarfélögum, úr 50 lúx í 20. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað viðmiðið en ekki Reykjavíkurborg. Ársæll segir að á Norðurlöndum og víða í Evrópu sé miðað við 20 lúx varðandi lýsingar ljósastaura.Það virðist vera bjartara en ella þegar snjór liggur yfir því hann endurkastar birtu.Vísir/HannaSpara 200 klukkustundir á ári Ljósastaurar í Reykjavík loga á einu ári 200 klukkustundum skemur en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Orka náttúrunnar sér um götulýsingar fyrir Reykjavík og fleiri sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Svanborg Hilmarsdóttir, rafmagnshönnuður hjá Orku náttúrunnar, segir að borgin sé eina sveitarfélagið sem hafi ekki breytt birtuviðmiði aftur eftir hrun. Hún nefnir sem dæmi að Kópavogsbær hafi hækkað viðmið sitt í 50 lúx síðastliðið vor. Svanborg segir fólk hafa kvartað til Orku náttúrunnar vegna of lítillar lýsingar í Reykjavík. Hún bendir á að snjóleysi í vetur geti eitt og sér haft þau áhrif að fólki finnist vera dimmara en ella því snjórinn endurkastar birtu.Einn birtumælir í Reykjavík getur ruglað Eini birtumælirinn á höfuðborgarsvæðinu er við Orkuhúsið á Bæjarhálsi. Þetta getur haft þau áhrif að ljósastaurar á öðrum svæðum borgarinnar loga ekki, þrátt fyrir að þar sé minni birta en á Bæjarhálsi þar sem mælirinn er. Til skoðunar er að fjölga birtumælum í borginni. Þess má geta að hjá Orku náttúrunnar er hægt að auka götulýsingu handvirkt. Það er meðal annars gert ef talin er þörf á því í nágrenni við skóla á háannatíma þegar mest er myrkrið í skammdeginu. Borgarstjórn Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Hjá Reykjavíkurborg er verið að samhæfa lýsingu á höfuðborgarsvæðinu. Vinna er hafin við að endurnýja perur en á endanum verða eingöngu notaðar LED perur í ljósastaura. Verkið er tímafrekt. Áætlað er að það taki allt að fjögur ár að ljúka fyrsta áfanga, að endurnýja ljósastaura með kvikasilfurslýsingu. Þá er unnið að því að gera staurana tilbúna fyrir snjalltækni, þannig að þeir geti sem dæmi sent tilkynningar ef upp koma bilanir í þeim. Snjalltæknin getur dregið úr kostnaði við lýsingu með ýmsum hætti. Sumir nýjustu ljósastauranna eru búnir hreyfiskynjurum til að kveikja ljós eingöngu þegar þörf krefur.Borgin miðar enn við 20 lúx í stað 50 Ársæll Jóhannsson, verkefnastjóri á skrifstofu framkvæmda- og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, segir að vinna við svokallað ljósvistarskipulag fyrir Reykjavík sé langt komin. Hann segir að verið sé að ljúka við birtugreiningar í einstökum hverfum. Ársæll segir að nú þegar séu flest götuljós borgarinnar búin tölvubúnaði sem dregur úr lýsingu í sparnaðarskyni um allt að helming á næturna. Lúx er mælieining fyrir birtu. Eftir bankahrunið 2008 var birtuviðmið ljósastaura lækkað hjá mörgum sveitarfélögum, úr 50 lúx í 20. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað viðmiðið en ekki Reykjavíkurborg. Ársæll segir að á Norðurlöndum og víða í Evrópu sé miðað við 20 lúx varðandi lýsingar ljósastaura.Það virðist vera bjartara en ella þegar snjór liggur yfir því hann endurkastar birtu.Vísir/HannaSpara 200 klukkustundir á ári Ljósastaurar í Reykjavík loga á einu ári 200 klukkustundum skemur en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Orka náttúrunnar sér um götulýsingar fyrir Reykjavík og fleiri sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Svanborg Hilmarsdóttir, rafmagnshönnuður hjá Orku náttúrunnar, segir að borgin sé eina sveitarfélagið sem hafi ekki breytt birtuviðmiði aftur eftir hrun. Hún nefnir sem dæmi að Kópavogsbær hafi hækkað viðmið sitt í 50 lúx síðastliðið vor. Svanborg segir fólk hafa kvartað til Orku náttúrunnar vegna of lítillar lýsingar í Reykjavík. Hún bendir á að snjóleysi í vetur geti eitt og sér haft þau áhrif að fólki finnist vera dimmara en ella því snjórinn endurkastar birtu.Einn birtumælir í Reykjavík getur ruglað Eini birtumælirinn á höfuðborgarsvæðinu er við Orkuhúsið á Bæjarhálsi. Þetta getur haft þau áhrif að ljósastaurar á öðrum svæðum borgarinnar loga ekki, þrátt fyrir að þar sé minni birta en á Bæjarhálsi þar sem mælirinn er. Til skoðunar er að fjölga birtumælum í borginni. Þess má geta að hjá Orku náttúrunnar er hægt að auka götulýsingu handvirkt. Það er meðal annars gert ef talin er þörf á því í nágrenni við skóla á háannatíma þegar mest er myrkrið í skammdeginu.
Borgarstjórn Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira