Innlent

Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði

Andri Eysteinsson skrifar
Karlmaður sem var inni í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð á fimmta tímanum í dag kom sér sjálfur út áður en slökkvilið bar að garði. Þetta segir Jörgen Valdimarsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Jörgen segir einnig að við komu slökkviliðs hafi hjólhýsið verið alelda.

Slökkviliði barst tilkynning um eld í hjólhýsi á Grandanum klukkan 16:25 í dag og var einn slökkviliðsbíll sendur á vettvang. Eins og sjá má af myndum og myndböndum frá vettvangi logaði mikill eldur og þykkan svartan reyk lagði frá.

Eldurinn náði að læsa sig í nærliggjandi bíl og eru bæði bíll og hjólhýsi gjörónýtt. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en á meðan að slökkviliðið athafnaði sig lokaði lögreglan leiðum að svæðinu. Tildrög brunans eru nú til rannsóknar.


Tengdar fréttir

Eldur logaði í hjólhýsi á Granda

Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×