Innlent

Eldur logaði í hjólhýsi á Granda

Kolbeinn Tumi Daðason og Andri Eysteinsson og Sylvía Hall skrifa

Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið og slökkviliðsbílar fóru á vettvang.

Að sögn slökkviliðsins á Höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um bruna í hjólhýsi og bíl klukkan 16:25. Einn bíll var sendur á vettvang og gekk að sögn vel að ráða niðurlögum eldsins.

Samkvæmt heimildum fréttastofu var búið í hjólhýsinu. Eigandi hjólhýsisins mun hafa verið inni þegar eldurinn kom upp. 

Nánar verður rætt við varðstjóra slökkviliðsins í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 17:10.

Reykurinn er mikill en þessi mynd er tekin úr fjölbýlishúsi rétt vestan við JL-húsið.
Reykurinn séð frá bakkanum aftan við Bryggjuna brugghús.
Ljóst er að hjólhýsið er gjöreyðilagt. Vísir/Sigurjón


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.