Biðst afsökunar á taktlausri dansspurningu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2018 06:30 Þessa mynd birti Martin Solveig af sér og Ödu Hegerberg skömmu eftir athöfnina. Martin Solveig Plötusnúðurinn Martin Solveig hefur beðið Ödu Hegerberg afsökunar á spurningu sinni um danshæfileika knattspyrnukonunnar. Spurningin var borin upp skömmu eftir að Hegerberg hafði hreppt Gullknöttinn fyrir hæfileika sína á fótboltavellinum, fyrst kvenna, við hátíðlega athöfn í París í gærkvöld. „Kanntu að twerka?“ spurði plötusnúðurinn og fékk eitt stutt „Nei“ til baka, áður en Hegerberg yfirgaf sviðið. Hinn franski Solveig segist í samtali við erlenda fjölmiðla hafa rætt við knattspyrnukonuna eftir athöfnina. Hann kveðst hafa beðið Hegerberg afsökunar og að hans sögn á hún að hafa áttað sig á „gríni“ tónlistarmannsins.Sjá einnig: Bað bestu knattspyrnukonu heims um að „twerka“Hegerberg segist að sama skapi ekki erfa spurninguna við plötusnúðinn. Í samtali við íþróttadeild breska ríkisútvarpsins segist hún ekki líta á spurninguna sem kynferðislega áreitni og það sem skipti mestu máli er hamingjan sem fólgin er í því að vera fyrsti kvenkyns handhafi Gullknattarins. Sem fyrr segir þótti spurning Solveig taktlaus. Samkvæmt Oxford-orðabókinni er hið svokallaða twerk „dans sem dansaður er við vinsæla tónlist á kynferðislega ögrandi hátt og felur í sér þrýstnar mjaðmahreyfingar í djúpri hnébeygjustöðu.“ Því er ekki nema von að margir hafi greint kynferðislega undirtóna í spurningu plötusnúðarins. Eina af fjölmörgum afsökunarbeiðnum Solveig má sjá hér að neðan.Sincere apologies to the one I may have offended. My point was : I don't invite women to twerk but dance on a Sinatra song. Watch the full sequence People who have followed me for 20 years know how respectful I am especially with women pic.twitter.com/pnZX8qvl4R— Martin Solveig (@martinsolveig) December 3, 2018 Fótbolti Tengdar fréttir Bað bestu knattspyrnukonu heims um að „twerka“ Plötusnúðurinn Martin Solveig hefur vakið reiði og hneykslan meðal margs knattspyrnuáhugafólks fyrir að biðja knattspyrnukonuna Ödu Hegerberg um að "twerka“ eftir að hún tók við Gullknettinum og var þar með krýnd besta knattspyrnukona heims. 3. desember 2018 22:13 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik Sjá meira
Plötusnúðurinn Martin Solveig hefur beðið Ödu Hegerberg afsökunar á spurningu sinni um danshæfileika knattspyrnukonunnar. Spurningin var borin upp skömmu eftir að Hegerberg hafði hreppt Gullknöttinn fyrir hæfileika sína á fótboltavellinum, fyrst kvenna, við hátíðlega athöfn í París í gærkvöld. „Kanntu að twerka?“ spurði plötusnúðurinn og fékk eitt stutt „Nei“ til baka, áður en Hegerberg yfirgaf sviðið. Hinn franski Solveig segist í samtali við erlenda fjölmiðla hafa rætt við knattspyrnukonuna eftir athöfnina. Hann kveðst hafa beðið Hegerberg afsökunar og að hans sögn á hún að hafa áttað sig á „gríni“ tónlistarmannsins.Sjá einnig: Bað bestu knattspyrnukonu heims um að „twerka“Hegerberg segist að sama skapi ekki erfa spurninguna við plötusnúðinn. Í samtali við íþróttadeild breska ríkisútvarpsins segist hún ekki líta á spurninguna sem kynferðislega áreitni og það sem skipti mestu máli er hamingjan sem fólgin er í því að vera fyrsti kvenkyns handhafi Gullknattarins. Sem fyrr segir þótti spurning Solveig taktlaus. Samkvæmt Oxford-orðabókinni er hið svokallaða twerk „dans sem dansaður er við vinsæla tónlist á kynferðislega ögrandi hátt og felur í sér þrýstnar mjaðmahreyfingar í djúpri hnébeygjustöðu.“ Því er ekki nema von að margir hafi greint kynferðislega undirtóna í spurningu plötusnúðarins. Eina af fjölmörgum afsökunarbeiðnum Solveig má sjá hér að neðan.Sincere apologies to the one I may have offended. My point was : I don't invite women to twerk but dance on a Sinatra song. Watch the full sequence People who have followed me for 20 years know how respectful I am especially with women pic.twitter.com/pnZX8qvl4R— Martin Solveig (@martinsolveig) December 3, 2018
Fótbolti Tengdar fréttir Bað bestu knattspyrnukonu heims um að „twerka“ Plötusnúðurinn Martin Solveig hefur vakið reiði og hneykslan meðal margs knattspyrnuáhugafólks fyrir að biðja knattspyrnukonuna Ödu Hegerberg um að "twerka“ eftir að hún tók við Gullknettinum og var þar með krýnd besta knattspyrnukona heims. 3. desember 2018 22:13 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik Sjá meira
Bað bestu knattspyrnukonu heims um að „twerka“ Plötusnúðurinn Martin Solveig hefur vakið reiði og hneykslan meðal margs knattspyrnuáhugafólks fyrir að biðja knattspyrnukonuna Ödu Hegerberg um að "twerka“ eftir að hún tók við Gullknettinum og var þar með krýnd besta knattspyrnukona heims. 3. desember 2018 22:13