Bandarískir hermenn féllu í árás Ríkis íslams í Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2019 15:35 Frá bænum Manbij í norðanverðu Sýrlandi þar sem árásin var gerð. Vísir/EPA Fjórir bandarískir hermenn eru sagðir á meðal sextán manna sem féllu í sprengjuárás sem hryðjuverkasamtökin Ríki íslams segjast hafa staðið að baki í Sýrlandi í dag. Aðeins nokkrar vikur eru liðnar frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að sigur hefði náðst gegn Ríki íslams og að allt bandarískt herlið yrði dregið til baka frá Sýrlandi. Árásin átti sér stað í bænum Manbij sem hefur verið á valdi uppreisnarmanna sem berjast gegn stjórn Bashars al-Assad forseta. Sprengja er sögð hafa sprungið þegar hermennirnir voru í reglulegri eftirlitsferð. Ríkis íslams segir að sjálfsmorðsárásarmaður hafi sprengt sig í loft upp.Reuters-fréttastofan segir að árásin sé sú mannskæðasta á bandarískt herlið frá því að það kom þangað árið 2015. Auk þeirra fjögurra sem létust hafi þrír bandarískir hermenn særst. Washington Post segir að yfirstjórn bandalagshersins sem Bandaríkin stýra í Sýrlandi hafi ekki staðfest tölur um mannfall í árásinni. Vitni segja Reuters að sprengjan hafi sprungið nærri veitingastað þar sem Bandaríkjamennirnir funduðu með leiðtogum hersveitar uppreisnarmanna. Ekki er ljóst hvort að mannfallið í dag muni telja Trump hughvarf um að draga herliðið til baka frá Sýrlandi. Ákvörðun hans sem hann tilkynnti um í síðasta mánuði olli verulegu fjaðrafoki, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og í hans eigin ríkisstjórn. James Mattis sagði þannig af sér sem varnarmálaráðherra vegna ákvörðunarinnar. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05 Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Nú segir þjóðaröryggisráðgjafi Trump að herliðið verði ekki dregið frá Sýrlandi fyrr en Ríki íslams hefur verið upprætt. 6. janúar 2019 18:00 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Fjórir bandarískir hermenn eru sagðir á meðal sextán manna sem féllu í sprengjuárás sem hryðjuverkasamtökin Ríki íslams segjast hafa staðið að baki í Sýrlandi í dag. Aðeins nokkrar vikur eru liðnar frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að sigur hefði náðst gegn Ríki íslams og að allt bandarískt herlið yrði dregið til baka frá Sýrlandi. Árásin átti sér stað í bænum Manbij sem hefur verið á valdi uppreisnarmanna sem berjast gegn stjórn Bashars al-Assad forseta. Sprengja er sögð hafa sprungið þegar hermennirnir voru í reglulegri eftirlitsferð. Ríkis íslams segir að sjálfsmorðsárásarmaður hafi sprengt sig í loft upp.Reuters-fréttastofan segir að árásin sé sú mannskæðasta á bandarískt herlið frá því að það kom þangað árið 2015. Auk þeirra fjögurra sem létust hafi þrír bandarískir hermenn særst. Washington Post segir að yfirstjórn bandalagshersins sem Bandaríkin stýra í Sýrlandi hafi ekki staðfest tölur um mannfall í árásinni. Vitni segja Reuters að sprengjan hafi sprungið nærri veitingastað þar sem Bandaríkjamennirnir funduðu með leiðtogum hersveitar uppreisnarmanna. Ekki er ljóst hvort að mannfallið í dag muni telja Trump hughvarf um að draga herliðið til baka frá Sýrlandi. Ákvörðun hans sem hann tilkynnti um í síðasta mánuði olli verulegu fjaðrafoki, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og í hans eigin ríkisstjórn. James Mattis sagði þannig af sér sem varnarmálaráðherra vegna ákvörðunarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05 Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Nú segir þjóðaröryggisráðgjafi Trump að herliðið verði ekki dregið frá Sýrlandi fyrr en Ríki íslams hefur verið upprætt. 6. janúar 2019 18:00 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51
Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20
Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05
Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Nú segir þjóðaröryggisráðgjafi Trump að herliðið verði ekki dregið frá Sýrlandi fyrr en Ríki íslams hefur verið upprætt. 6. janúar 2019 18:00