Bandarískir hermenn féllu í árás Ríkis íslams í Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2019 15:35 Frá bænum Manbij í norðanverðu Sýrlandi þar sem árásin var gerð. Vísir/EPA Fjórir bandarískir hermenn eru sagðir á meðal sextán manna sem féllu í sprengjuárás sem hryðjuverkasamtökin Ríki íslams segjast hafa staðið að baki í Sýrlandi í dag. Aðeins nokkrar vikur eru liðnar frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að sigur hefði náðst gegn Ríki íslams og að allt bandarískt herlið yrði dregið til baka frá Sýrlandi. Árásin átti sér stað í bænum Manbij sem hefur verið á valdi uppreisnarmanna sem berjast gegn stjórn Bashars al-Assad forseta. Sprengja er sögð hafa sprungið þegar hermennirnir voru í reglulegri eftirlitsferð. Ríkis íslams segir að sjálfsmorðsárásarmaður hafi sprengt sig í loft upp.Reuters-fréttastofan segir að árásin sé sú mannskæðasta á bandarískt herlið frá því að það kom þangað árið 2015. Auk þeirra fjögurra sem létust hafi þrír bandarískir hermenn særst. Washington Post segir að yfirstjórn bandalagshersins sem Bandaríkin stýra í Sýrlandi hafi ekki staðfest tölur um mannfall í árásinni. Vitni segja Reuters að sprengjan hafi sprungið nærri veitingastað þar sem Bandaríkjamennirnir funduðu með leiðtogum hersveitar uppreisnarmanna. Ekki er ljóst hvort að mannfallið í dag muni telja Trump hughvarf um að draga herliðið til baka frá Sýrlandi. Ákvörðun hans sem hann tilkynnti um í síðasta mánuði olli verulegu fjaðrafoki, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og í hans eigin ríkisstjórn. James Mattis sagði þannig af sér sem varnarmálaráðherra vegna ákvörðunarinnar. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05 Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Nú segir þjóðaröryggisráðgjafi Trump að herliðið verði ekki dregið frá Sýrlandi fyrr en Ríki íslams hefur verið upprætt. 6. janúar 2019 18:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Sjá meira
Fjórir bandarískir hermenn eru sagðir á meðal sextán manna sem féllu í sprengjuárás sem hryðjuverkasamtökin Ríki íslams segjast hafa staðið að baki í Sýrlandi í dag. Aðeins nokkrar vikur eru liðnar frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að sigur hefði náðst gegn Ríki íslams og að allt bandarískt herlið yrði dregið til baka frá Sýrlandi. Árásin átti sér stað í bænum Manbij sem hefur verið á valdi uppreisnarmanna sem berjast gegn stjórn Bashars al-Assad forseta. Sprengja er sögð hafa sprungið þegar hermennirnir voru í reglulegri eftirlitsferð. Ríkis íslams segir að sjálfsmorðsárásarmaður hafi sprengt sig í loft upp.Reuters-fréttastofan segir að árásin sé sú mannskæðasta á bandarískt herlið frá því að það kom þangað árið 2015. Auk þeirra fjögurra sem létust hafi þrír bandarískir hermenn særst. Washington Post segir að yfirstjórn bandalagshersins sem Bandaríkin stýra í Sýrlandi hafi ekki staðfest tölur um mannfall í árásinni. Vitni segja Reuters að sprengjan hafi sprungið nærri veitingastað þar sem Bandaríkjamennirnir funduðu með leiðtogum hersveitar uppreisnarmanna. Ekki er ljóst hvort að mannfallið í dag muni telja Trump hughvarf um að draga herliðið til baka frá Sýrlandi. Ákvörðun hans sem hann tilkynnti um í síðasta mánuði olli verulegu fjaðrafoki, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og í hans eigin ríkisstjórn. James Mattis sagði þannig af sér sem varnarmálaráðherra vegna ákvörðunarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05 Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Nú segir þjóðaröryggisráðgjafi Trump að herliðið verði ekki dregið frá Sýrlandi fyrr en Ríki íslams hefur verið upprætt. 6. janúar 2019 18:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Sjá meira
Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51
Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20
Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05
Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Nú segir þjóðaröryggisráðgjafi Trump að herliðið verði ekki dregið frá Sýrlandi fyrr en Ríki íslams hefur verið upprætt. 6. janúar 2019 18:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna