Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. janúar 2019 12:00 Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. Hvalveiðum Íslendinga er einungis beint að stórum hvalastofnum í góðu ástandi en einu tegundirnar sem Íslendinga veiða í dag eru hrefna og langreyður. Veiðarnar byggjast á vísindarannsóknum en þær eru sjálfbærar, undir eftirliti og í samræmi við alþjóðalög. Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða kemur fram að hvölum hafi fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Skilgreina megi fleiri hvalategundir sem nytjastofna en með þessu er í raun verið að mæla með frekari hvalveiðum. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri tegundir. „Sennilega eru fleiri hvalastofnar en þessir tveir sem myndu þola sjálfbærar veiðar. En til þess að svo megi verða þarf að gera mjög viðamiklar úttektir á ástandi stofna og það hefur ekki verið gert ennþá,“ segir Gísli. Úttektirnar eru gerðar á vettvangi vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins og þær taka nokkur ár. „Þetta hefur í raun virkað þannig að við gerum þetta eftir því sem við erum beðnir um af stjórnvöldum. Ef það er áhugi fyrir því að gera mat á nýjum tegundum þá eru þær teknar inn en hingað til hefur það ekki gerst. Sandreyður var veidd fram að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins á níunda áratugnum og hún er ein þeirra tegunda sem ekkert bendir til annars en að sé í góðu ástandi. Síðan má líka nefna hnúfubak sem hefur reyndar verið friðaður mjög lengi en á undanförnum áratugum hefur stofninn stækkað mikið,“ segir Gísli. Í skýrslu Hagfræðistofnunar er einnig fjallað nokkuð um hvalaskoðun en talið er að hvalaskoðun geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Höfundar telja eðlilegt að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun. Alþjóðahvalveiðiráðið hefur gefið út handbók með verklagsreglum sem miða að því að draga sem mest úr truflunum af völdum hvalaskoðunar. Gísli segir eðlilegt að skoða þetta. „Þetta hefur auðvitað aukist mikið og eru á sömu svæðunum. Víða erlendis hafa verið settar reglur um þetta en oft eru þetta oft reglur sem fyrirtækin sjálf setja, eins og hefur verið gert hér. En þetta er eitthvað sem má skoða fyrir þau svæði þar sem mestur ágangurinn er. Rannsóknir sem gerðar hafa verið í Faxaflóa og í Skjálfanda sýna þessa truflun,“ segir Gísli. Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. Hvalveiðum Íslendinga er einungis beint að stórum hvalastofnum í góðu ástandi en einu tegundirnar sem Íslendinga veiða í dag eru hrefna og langreyður. Veiðarnar byggjast á vísindarannsóknum en þær eru sjálfbærar, undir eftirliti og í samræmi við alþjóðalög. Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða kemur fram að hvölum hafi fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Skilgreina megi fleiri hvalategundir sem nytjastofna en með þessu er í raun verið að mæla með frekari hvalveiðum. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri tegundir. „Sennilega eru fleiri hvalastofnar en þessir tveir sem myndu þola sjálfbærar veiðar. En til þess að svo megi verða þarf að gera mjög viðamiklar úttektir á ástandi stofna og það hefur ekki verið gert ennþá,“ segir Gísli. Úttektirnar eru gerðar á vettvangi vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins og þær taka nokkur ár. „Þetta hefur í raun virkað þannig að við gerum þetta eftir því sem við erum beðnir um af stjórnvöldum. Ef það er áhugi fyrir því að gera mat á nýjum tegundum þá eru þær teknar inn en hingað til hefur það ekki gerst. Sandreyður var veidd fram að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins á níunda áratugnum og hún er ein þeirra tegunda sem ekkert bendir til annars en að sé í góðu ástandi. Síðan má líka nefna hnúfubak sem hefur reyndar verið friðaður mjög lengi en á undanförnum áratugum hefur stofninn stækkað mikið,“ segir Gísli. Í skýrslu Hagfræðistofnunar er einnig fjallað nokkuð um hvalaskoðun en talið er að hvalaskoðun geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Höfundar telja eðlilegt að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun. Alþjóðahvalveiðiráðið hefur gefið út handbók með verklagsreglum sem miða að því að draga sem mest úr truflunum af völdum hvalaskoðunar. Gísli segir eðlilegt að skoða þetta. „Þetta hefur auðvitað aukist mikið og eru á sömu svæðunum. Víða erlendis hafa verið settar reglur um þetta en oft eru þetta oft reglur sem fyrirtækin sjálf setja, eins og hefur verið gert hér. En þetta er eitthvað sem má skoða fyrir þau svæði þar sem mestur ágangurinn er. Rannsóknir sem gerðar hafa verið í Faxaflóa og í Skjálfanda sýna þessa truflun,“ segir Gísli.
Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00