City kláraði Huddersfield í seinni hálfleiknum

Dagur Lárusson skrifar
Leroy Sané fagnar.
Leroy Sané fagnar. vísir/getty
Manchester City var ekki í vandræðum með lánlaust lið Hudderfield í dag þar sem Raheem Sterling og Leroy Sané skoruðu í 3-0 sigri.

 

David Wagner hætti með lið Huddersfield í vikunni sem kom öllum stuðningsmönnum liðsins á óvart og því voru fáir sem héldu að liðsmenn Huddersfield myndu fá eitthvað úr þessum leik.

 

City spilaði þó ekki upp á sitt besta í fyrri hálfleiknum og það var ekki nema einu sinni sem liðið náði að skora en það gerðist um miðmik hálfleiksins þegar Danilo tók skot fyrir utan teig sem átti viðstöðu við varnarmann Huddersfield og fór boltinn þaðan í markið og var staðan 0-1 í hálfleiknum.

 

Það var síðan á tveggja mínútna tímabili í byrjun seinni hálfleiksins þar sem City kláraði leikinn.  Fyrst skoraði Raheem Sterling með skalla af stuttu færi eftir frábæra fyrirgjöf Sané og síðan skoraði Leroy Sané með laglegri afgreiðslu.

 

Eftir þessi mörk var leikurinn heldur rólegur og lítið um opin marktækifæri og lokastaðan því 0-3 og City aftur komið fjórum stigum á eftir Liverpool.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira