Erlent

Bretar senda herskip til að stöðva förufólk á Ermarsundi

Kjartan Kjartansson skrifar
Bátur breskra landamæravarða á leið úr höfn í Dover. Herskip bætist nú við eftirlitið á Ermarsundi.
Bátur breskra landamæravarða á leið úr höfn í Dover. Herskip bætist nú við eftirlitið á Ermarsundi. AP/Gareth Fuller
Skip breska sjóhersins hefur verið sent til Ermarsunds til þess að koma í veg fyrir að förufólk fari þar yfir til þess að komast til Bretlands frá Frakklandi. Breskir landamæraverðir og frönsk yfirvöld hafa farið gætt sundsins.

Breski flotinn brást við beiðni innanríkisráðuneytis Bretlands og sendi herskipið HMS Mersey, að sögn breska ríkisútvarpsins. Með þessu vill breska ríkisstjórnin bregðast við fjölgun í tilraunum fólks til að komast ólöglega til landsins yfir sundið. Um 240 manns eru sagðir hafa komist þar yfir á litlum bátum frá því í nóvember.

„Ég held áfram að einbeita mér að því að gæta landamæra Bretlands og að koma í veg fyrir mannskaða á Ermarsundi,“ segir Sajid Javid, innanríkisráðherrann, um ástæður þess að ríkisstjórnin kaus að senda herskipið.

Javid hafa varpað efa á að fólkið sem freistar þess að komast yfir sundið sé „raunverulegir“ flóttamenn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×