Bíó og sjónvarp

Andið eðlilega komin á Netflix

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristín Þóra Haraldsdóttir leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Andið eðlilega.
Kristín Þóra Haraldsdóttir leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Andið eðlilega.

Andið eðlilega, kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, er komin á Netflix. Hún er þó ekki aðgengileg á Netflix á Íslandi en víðast hvar annars staðar.

Greint er frá þessu á Klapptré þar sem fjallað er um kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Áður hafa nokkar íslenskar kvikmyndir, heimildamyndir ratað á Netflix sem og leiknar þáttaraðir.

Andið eðlilega fékk afar góða dóma og var sýnd á kvikmyndahátíðum víða um heim. Stiklu úr myndinni má sjá að neðan.

Uppfært
Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Andið eðlilega væri fyrsta íslenska kvikmyndin á Netflix. Klapptré hefur leiðrétt þetta og fréttin uppfært í samræmi við það. Beðist er velvirðingar á mistökunum.


Tengdar fréttir

„Það erfiðasta sem ég hef gert“

Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.