Andið eðlilega hlýtur áhorfendaverðlaun í Aþenu og Sydney Stefán Árni Pálsson skrifar 3. október 2018 12:30 Kristín Þóra leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Andið eðlilega. Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttir hlaut áhorfendaverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Aþenu um síðastliðna helgi. Viðfangsefni myndarinnar er Grikkjum hugleikið enda sækir mikiil fjöldi flóttamanna til Grikklands á ári hverju, á leið sinni til Evrópu frá miðausturlöndum. Umsækjendur um alþjóðlega vernd eru orðnir yfir milljón talsins þar í landi, og dvelja menn, konur og börn við ærið misjöfn kjör. Andið eðlilega var frumsýnd á Sundance hátíðinni í janúar þar sem hún vann leikstjórnarverðlaun hátíðarinnar. Aðalleikonan vinnur til verðlauna Frá Sundance hefur myndin verið á ferð um allan heim. Nýlega vann hún einnig til áhorfendaverðlauna í Sydney Ástralíu og þá hlaut aðalleikonan, Kristín Þóra Haraldsdóttir verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíð í Lissabon, Portúgal. Andið eðlilega hlaut einnig aðalverðlaun dómnefndar í Færeyjum í síðasta mánuði, á kvikmyndahátíðinni the Faroe Islands Minority Fiim Festival. Verðlaunin í Grikklandi er þau sjöundu sem Andið eðlilega hlýtur. Næst heldur leikstjórinn til Hamptons Í Bandaríkjum þar sem myndin keppir til verðlauna í flokki sem nefnist Conflict and resolution. Framundan eru einnig boð á kvikmyndahátíðir í Rússlandi, Kúrdistan, Indlandi, Hollandi, Þýsklandi og víðar og er hún í almennum sýningum í kvikmyndahúsum Svíþjóðar um þessar mundir. Menning Tengdar fréttir Andið eðlilega: Kraftur og einlægni í náttúrulegum umbúðum Andið eðlilega er fallega sögð saga um fólk sem er á sinn hátt einangrað, með vonina tæpa og þráir betra líf en aðstæður bjóða upp á, þó ekki nema bara skárri morgundag. 15. mars 2018 12:30 Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50 Andið eðlilega hlýtur alþjóðleg gagnrýnendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg Í umsögn dómnefndar um Andið eðlilega segir að alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin hljóti að þessu sinni kvikmynd sem fáist við þann risastóra vanda sem fólksflutningar yfir landamæri í Evrópulöndum og víðar séu. 3. febrúar 2018 22:58 „Það erfiðasta sem ég hef gert“ Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. 27. september 2018 12:45 Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttir hlaut áhorfendaverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Aþenu um síðastliðna helgi. Viðfangsefni myndarinnar er Grikkjum hugleikið enda sækir mikiil fjöldi flóttamanna til Grikklands á ári hverju, á leið sinni til Evrópu frá miðausturlöndum. Umsækjendur um alþjóðlega vernd eru orðnir yfir milljón talsins þar í landi, og dvelja menn, konur og börn við ærið misjöfn kjör. Andið eðlilega var frumsýnd á Sundance hátíðinni í janúar þar sem hún vann leikstjórnarverðlaun hátíðarinnar. Aðalleikonan vinnur til verðlauna Frá Sundance hefur myndin verið á ferð um allan heim. Nýlega vann hún einnig til áhorfendaverðlauna í Sydney Ástralíu og þá hlaut aðalleikonan, Kristín Þóra Haraldsdóttir verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíð í Lissabon, Portúgal. Andið eðlilega hlaut einnig aðalverðlaun dómnefndar í Færeyjum í síðasta mánuði, á kvikmyndahátíðinni the Faroe Islands Minority Fiim Festival. Verðlaunin í Grikklandi er þau sjöundu sem Andið eðlilega hlýtur. Næst heldur leikstjórinn til Hamptons Í Bandaríkjum þar sem myndin keppir til verðlauna í flokki sem nefnist Conflict and resolution. Framundan eru einnig boð á kvikmyndahátíðir í Rússlandi, Kúrdistan, Indlandi, Hollandi, Þýsklandi og víðar og er hún í almennum sýningum í kvikmyndahúsum Svíþjóðar um þessar mundir.
Menning Tengdar fréttir Andið eðlilega: Kraftur og einlægni í náttúrulegum umbúðum Andið eðlilega er fallega sögð saga um fólk sem er á sinn hátt einangrað, með vonina tæpa og þráir betra líf en aðstæður bjóða upp á, þó ekki nema bara skárri morgundag. 15. mars 2018 12:30 Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50 Andið eðlilega hlýtur alþjóðleg gagnrýnendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg Í umsögn dómnefndar um Andið eðlilega segir að alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin hljóti að þessu sinni kvikmynd sem fáist við þann risastóra vanda sem fólksflutningar yfir landamæri í Evrópulöndum og víðar séu. 3. febrúar 2018 22:58 „Það erfiðasta sem ég hef gert“ Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. 27. september 2018 12:45 Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Andið eðlilega: Kraftur og einlægni í náttúrulegum umbúðum Andið eðlilega er fallega sögð saga um fólk sem er á sinn hátt einangrað, með vonina tæpa og þráir betra líf en aðstæður bjóða upp á, þó ekki nema bara skárri morgundag. 15. mars 2018 12:30
Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50
Andið eðlilega hlýtur alþjóðleg gagnrýnendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg Í umsögn dómnefndar um Andið eðlilega segir að alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin hljóti að þessu sinni kvikmynd sem fáist við þann risastóra vanda sem fólksflutningar yfir landamæri í Evrópulöndum og víðar séu. 3. febrúar 2018 22:58
„Það erfiðasta sem ég hef gert“ Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. 27. september 2018 12:45