Innlent

Grunur um salmonellu í kjúklingaslátrun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dreifing á afurðum hefur verið stöðvuð og hefur Reykjagarður nú þegar hafið innköllun afurða.
Dreifing á afurðum hefur verið stöðvuð og hefur Reykjagarður nú þegar hafið innköllun afurða. Holta.is

Í reglubundnu eftirliti með salmonellu í kjúklingaslátrun hjá Reykjagarði, sem selur kjúkling undir vörumerkjunum Holta og Kjörfugli, kom upp grunur um að salmonella hefði greinst í einum kjúklingahópnum. Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmerinu 005-18-48-3-01 seldar undir vörumerki Holta og Kjörfugl að því er segir í tilkynningu frá Reykjagarði.

Dreifing á afurðum hefur verið stöðvuð og hefur Reykjagarður nú þegar hafið innköllun afurða. Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir að skila inn vörunni í viðkomandi verslun eða beint til Reykjagarðs að Fosshálsi 1 í Reykjavík.

„Tekið skal fram að ef áprentaðar leiðbeiningar á umbúðum er fylgt er þessi kjúklingur hættulaus fyrir neytendur, passa blóðvökvi komist ekki í aðra matvöru og steikja vel í gegn. Ekki liggur fyrir grunur um að aðrar afurðir hjá Reykjagarði séu mengaðar af Salmonellu,“ segir í tilkynningu frá Reykjagarði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.