Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Andri Eysteinsson skrifar 28. ágúst 2019 09:40 Boris Johnson við komuna á fund G7 ríkjanna. Getty Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí.BBC segir að verði drottningin við bón Johnson og félaga gefist nýrri ríkisstjórn tími til þess að halda stefnuræðu, svokallaða Queen‘s Speech, þar sem áform ríkisstjórnarinnar verða útlistuð. Að sama skapi er talið að frestunin komi í veg fyrir að þingmenn neðri deildar þingsins geti komið í gegnum þingið lögum sem ætlað er að stöðva útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu samningslaust í lok október.Brexit-andstæðingurinn og þingmaður Íhaldsflokks Johnson, Dominic Grieve segir að ákvörðunin sé svívirðileg og gæti orðið til þess að lögð verði fram vantrauststillaga á Boris Johnson og ríkisstjórnina.Samherjar Johnson verja þó ákvörðunina og segja mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að fá að ráða sínum ráðum og skipuleggja næstu skref Bretlands eftir útgönguna úr ESB.Ákvörðunin sögð svívirðileg móðgun við lýðræðið Þing stendur yfirleitt yfir í eitt ár, þangað til að þingfundum er frestað og nýtt þing tekur við, líkt og venjan er á Alþingi. Drottningin frestar þinginu í skamman tíma áður en nýtt þing hefst, að beiðni forsætisráðherra. Núverandi þing hefur staðið látlaust yfir í tvö ár eða allt frá þingkosningunum árið 2017. Ekki eru um að ræða að þingið verði rofið og verður því ekki boðað til nýrra kosninga. Þegar þingfundum hefur verið frestað eru engir þingfundnir haldnir og frumvörp sem ekki hafa komist í gegnum umræður á þinginu falla niður. Andstæðingar Íhaldsflokksins eru vægast sagt ósáttir með ákvörðun forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar.Forsætisráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon, segir að dagurinn í dag sé svartur blettur í sögu breska lýðræðisins. Tom Watson í Verkamannaflokknum segir að ákvörðunin sé móðgun við lýðræðið.Stjórnarandstaðan er því sameinuð í andstöðu sinni við ákvörðunina sem hún segir að geti komið í veg fyrir lýðræðislega stjórnarhætti í undanfara Brexit.Heimildir BBC herma þá að fáir ráðherrar og starfsmenn ríkisstjórnarinnar hafi vitað af áformum Johnson og telja því líklegt að eitthvað uppsteyt verði í Íhaldsflokknum á næstu dögum Bretland Brexit Tengdar fréttir Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26 Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45 Farage býður til samstarfs Ef ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi, undir forsæti Boris Johnson, kemur Bretlandi út úr Evrópusambandinu án samnings í október næstkomandi ætlar hinn nýi Brexitflokkur Nigels Farage ekki að bjóða fram í næstu þingkosningum. Þetta sagði Farage við stuðningsmenn í gær. 28. ágúst 2019 07:00 „Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí.BBC segir að verði drottningin við bón Johnson og félaga gefist nýrri ríkisstjórn tími til þess að halda stefnuræðu, svokallaða Queen‘s Speech, þar sem áform ríkisstjórnarinnar verða útlistuð. Að sama skapi er talið að frestunin komi í veg fyrir að þingmenn neðri deildar þingsins geti komið í gegnum þingið lögum sem ætlað er að stöðva útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu samningslaust í lok október.Brexit-andstæðingurinn og þingmaður Íhaldsflokks Johnson, Dominic Grieve segir að ákvörðunin sé svívirðileg og gæti orðið til þess að lögð verði fram vantrauststillaga á Boris Johnson og ríkisstjórnina.Samherjar Johnson verja þó ákvörðunina og segja mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að fá að ráða sínum ráðum og skipuleggja næstu skref Bretlands eftir útgönguna úr ESB.Ákvörðunin sögð svívirðileg móðgun við lýðræðið Þing stendur yfirleitt yfir í eitt ár, þangað til að þingfundum er frestað og nýtt þing tekur við, líkt og venjan er á Alþingi. Drottningin frestar þinginu í skamman tíma áður en nýtt þing hefst, að beiðni forsætisráðherra. Núverandi þing hefur staðið látlaust yfir í tvö ár eða allt frá þingkosningunum árið 2017. Ekki eru um að ræða að þingið verði rofið og verður því ekki boðað til nýrra kosninga. Þegar þingfundum hefur verið frestað eru engir þingfundnir haldnir og frumvörp sem ekki hafa komist í gegnum umræður á þinginu falla niður. Andstæðingar Íhaldsflokksins eru vægast sagt ósáttir með ákvörðun forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar.Forsætisráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon, segir að dagurinn í dag sé svartur blettur í sögu breska lýðræðisins. Tom Watson í Verkamannaflokknum segir að ákvörðunin sé móðgun við lýðræðið.Stjórnarandstaðan er því sameinuð í andstöðu sinni við ákvörðunina sem hún segir að geti komið í veg fyrir lýðræðislega stjórnarhætti í undanfara Brexit.Heimildir BBC herma þá að fáir ráðherrar og starfsmenn ríkisstjórnarinnar hafi vitað af áformum Johnson og telja því líklegt að eitthvað uppsteyt verði í Íhaldsflokknum á næstu dögum
Bretland Brexit Tengdar fréttir Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26 Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45 Farage býður til samstarfs Ef ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi, undir forsæti Boris Johnson, kemur Bretlandi út úr Evrópusambandinu án samnings í október næstkomandi ætlar hinn nýi Brexitflokkur Nigels Farage ekki að bjóða fram í næstu þingkosningum. Þetta sagði Farage við stuðningsmenn í gær. 28. ágúst 2019 07:00 „Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26
Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45
Farage býður til samstarfs Ef ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi, undir forsæti Boris Johnson, kemur Bretlandi út úr Evrópusambandinu án samnings í október næstkomandi ætlar hinn nýi Brexitflokkur Nigels Farage ekki að bjóða fram í næstu þingkosningum. Þetta sagði Farage við stuðningsmenn í gær. 28. ágúst 2019 07:00
„Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38