Segja að Liverpool sé nú að íhuga að fara Löwen-leiðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 09:00 Leikmenn Liverpool í vítaspyrnukeppninni á móti Arsenal sem Liverpool vann og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum enska deildabikarsins. Getty/ Laurence Griffiths Eftir að Liverpool hótaði því að neita að spila leik í átta liða úrslitum enska deildabikarsins eru menn að reyna að finna lausnir á leikjaöngþveiti Liverpool liðsins í jólamánuðinum. Liverpool er nú sagt vera að skoða þann möguleika að spila tvo leiki sama daginn í desember með því að stilla upp tveimur mismunandi liðum. Liverpool gerði leikjadagskránni sinni svolítinn óleik með því að komast áfram í átta liða úrslit deildabikarsins á miðvikudagskvöldið en það þýðir að liðið þarf nú að spila bikarleik í sömu viku og liðið á að spila í Katar í heimsmeistarakeppni félagsliða. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp talaði strax eftir leikinn um möguleikann á því neita að spila leikinn en nú herma heimildir Daily Mirror að Liverpool sé líka að íhuga það að tefla fram tveimur mismunandi liðum í þessum tveimur keppnum.Two teams Two competitions Two continents Same day? https://t.co/SuiNk6fNqW — Mirror Football (@MirrorFootball) October 31, 2019 Það er allavega fullljóst að Liverpool er að setja mikla pressu á yfirmenn deildabikarsins að létta á leikjaálagi liðsins í desember. Það er ekki kannski ekki mjög miklar líkur á því að Liverpool spili tvo leiki 18. desember en sá möguleiki er í það minnsta í umræðunni. Liverpool færi þá sömu leið og þýska handboltaliðið og Íslendingaliðið Rhein Neckar Löwen gerði um árið þegar liðið lenti í því að deildarleikur og leikur í Meistaradeildinni rákust á. Þá voru það sjónvarpssamningar sem hindruðu tilfærslur og nú er það óhemju þétt leikjadagskrá Liverpool í desember sem gerir félaginu erfitt fyrir. Leikmenn Löwen voru mjög ósáttir og varaliðið skíttapaði líka sínum leik. Það má búast við því að aðallið Liverpool verði það sem fari til Katar til þess að reyna tryggja Liverpool sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða í fyrsta sinn.The match between THW Kiel and Rhein-Neckar Löwen was one of the most discussed matches this term - due to the scheduling difficulties with the EHF. But what was the broadcasting rate?https://t.co/2w9h9olLVf — handball-world EN (@hbworldcom) March 29, 2018 Liverpool drógst á móti Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins og sá leikur á að fara fram 17. eða 18. desember. Undanúrslitaleikur Liverpool í heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í Katar 18. desember. Líklegast er þó að deildabikarleikurinn á Villa Park verði færður til 8. janúar en þá var fyrirhugað að spila fyrri undanúrslitaleikinn í keppninni. Liverpool tefldi fram mjög ungu liði í sigrinum á Arsenal og Jürgen Klopp gerði ellefu breytingar á byrjunarliðinu frá því í deildarleiknum á móti Tottenham helgina á undan. Liverpool þarf að fara með 23 manna leikmannahóp til Katar, þar á meðal þrjá markverði og því verða margir sem spiluðu leikinn á móti Arsenal að fara með. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Eftir að Liverpool hótaði því að neita að spila leik í átta liða úrslitum enska deildabikarsins eru menn að reyna að finna lausnir á leikjaöngþveiti Liverpool liðsins í jólamánuðinum. Liverpool er nú sagt vera að skoða þann möguleika að spila tvo leiki sama daginn í desember með því að stilla upp tveimur mismunandi liðum. Liverpool gerði leikjadagskránni sinni svolítinn óleik með því að komast áfram í átta liða úrslit deildabikarsins á miðvikudagskvöldið en það þýðir að liðið þarf nú að spila bikarleik í sömu viku og liðið á að spila í Katar í heimsmeistarakeppni félagsliða. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp talaði strax eftir leikinn um möguleikann á því neita að spila leikinn en nú herma heimildir Daily Mirror að Liverpool sé líka að íhuga það að tefla fram tveimur mismunandi liðum í þessum tveimur keppnum.Two teams Two competitions Two continents Same day? https://t.co/SuiNk6fNqW — Mirror Football (@MirrorFootball) October 31, 2019 Það er allavega fullljóst að Liverpool er að setja mikla pressu á yfirmenn deildabikarsins að létta á leikjaálagi liðsins í desember. Það er ekki kannski ekki mjög miklar líkur á því að Liverpool spili tvo leiki 18. desember en sá möguleiki er í það minnsta í umræðunni. Liverpool færi þá sömu leið og þýska handboltaliðið og Íslendingaliðið Rhein Neckar Löwen gerði um árið þegar liðið lenti í því að deildarleikur og leikur í Meistaradeildinni rákust á. Þá voru það sjónvarpssamningar sem hindruðu tilfærslur og nú er það óhemju þétt leikjadagskrá Liverpool í desember sem gerir félaginu erfitt fyrir. Leikmenn Löwen voru mjög ósáttir og varaliðið skíttapaði líka sínum leik. Það má búast við því að aðallið Liverpool verði það sem fari til Katar til þess að reyna tryggja Liverpool sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða í fyrsta sinn.The match between THW Kiel and Rhein-Neckar Löwen was one of the most discussed matches this term - due to the scheduling difficulties with the EHF. But what was the broadcasting rate?https://t.co/2w9h9olLVf — handball-world EN (@hbworldcom) March 29, 2018 Liverpool drógst á móti Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins og sá leikur á að fara fram 17. eða 18. desember. Undanúrslitaleikur Liverpool í heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í Katar 18. desember. Líklegast er þó að deildabikarleikurinn á Villa Park verði færður til 8. janúar en þá var fyrirhugað að spila fyrri undanúrslitaleikinn í keppninni. Liverpool tefldi fram mjög ungu liði í sigrinum á Arsenal og Jürgen Klopp gerði ellefu breytingar á byrjunarliðinu frá því í deildarleiknum á móti Tottenham helgina á undan. Liverpool þarf að fara með 23 manna leikmannahóp til Katar, þar á meðal þrjá markverði og því verða margir sem spiluðu leikinn á móti Arsenal að fara með.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira