Geðheilsuteymi taka til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok árs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 20:00 Stefnt er að því að geðheilsuteymi verði tekin til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok þessa árs. Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Það lá fyrir þegar fjárlög voru samþykkt að fjármununum yrði varið til að efla geðheilbrigðisþjónustu en ráðherra greindi frá því í dag hvernig fénu verður skipt milli heilbrigðistofnanna á landsvísu. Stærstur hluti fer til Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu eða 322 milljónir króna, en aðrar heilbrigðisstofnanir fá á bilinu 21 til 58 milljónir króna af heildarfjármagninu. „Því er í raun og veru skipt bara í samræmi við þörf og upplýsingar sem hafa borist frá þessum stofnunum,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. „Sumar voru komnar eitthvað áleiðis með að byggja upp teymi, eins og Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu var komin áleiðis með uppbyggingu. Sums staðar þurfum við að byrja alveg frá byrjun.“ Þá var einnig litið til lýðheilsuvísa Landlæknis sem hafa varpað ljósi á heilsufar landsmanna eftir landshlutum.Mikil spurn eftir þjónustunni Stefnt er að því að geðheilsuteymi verði tekin til starfa í öllum umdæmum fyrir lok árs en Svandís óttast ekki að erfitt verði að manna teymin. „Ég sé engin merki um það að það verði erfitt, hingað til hefur það gengið vel. Það er svo mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu og sérfræðingar eru spenntir að vinna með þessum hætti sem er náttúrlega bara það nútímalegasta sem gerist í dag, það er að segja að vinna sem næst einstaklingnum þar sem að hann er í sínu daglega umhverfi og á þverfaglegum grunni,“ segir Svandís. Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu fagnar áformunum. „Umræðan hefur verið og tölur jafnvel sýna okkur að þá virðist vera aukin vanlíðan hjá ungu fólki og skiptir miklu máli að það eigi gott og auðvelt aðgengi að sálfræðiþjónustu,“ segir Agnes. Því sé jákvætt að sem flestir geti nálgast slíka þjónustu í heimabyggð.Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Egill Heilbrigðismál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Stefnt er að því að geðheilsuteymi verði tekin til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok þessa árs. Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Það lá fyrir þegar fjárlög voru samþykkt að fjármununum yrði varið til að efla geðheilbrigðisþjónustu en ráðherra greindi frá því í dag hvernig fénu verður skipt milli heilbrigðistofnanna á landsvísu. Stærstur hluti fer til Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu eða 322 milljónir króna, en aðrar heilbrigðisstofnanir fá á bilinu 21 til 58 milljónir króna af heildarfjármagninu. „Því er í raun og veru skipt bara í samræmi við þörf og upplýsingar sem hafa borist frá þessum stofnunum,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. „Sumar voru komnar eitthvað áleiðis með að byggja upp teymi, eins og Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu var komin áleiðis með uppbyggingu. Sums staðar þurfum við að byrja alveg frá byrjun.“ Þá var einnig litið til lýðheilsuvísa Landlæknis sem hafa varpað ljósi á heilsufar landsmanna eftir landshlutum.Mikil spurn eftir þjónustunni Stefnt er að því að geðheilsuteymi verði tekin til starfa í öllum umdæmum fyrir lok árs en Svandís óttast ekki að erfitt verði að manna teymin. „Ég sé engin merki um það að það verði erfitt, hingað til hefur það gengið vel. Það er svo mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu og sérfræðingar eru spenntir að vinna með þessum hætti sem er náttúrlega bara það nútímalegasta sem gerist í dag, það er að segja að vinna sem næst einstaklingnum þar sem að hann er í sínu daglega umhverfi og á þverfaglegum grunni,“ segir Svandís. Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu fagnar áformunum. „Umræðan hefur verið og tölur jafnvel sýna okkur að þá virðist vera aukin vanlíðan hjá ungu fólki og skiptir miklu máli að það eigi gott og auðvelt aðgengi að sálfræðiþjónustu,“ segir Agnes. Því sé jákvætt að sem flestir geti nálgast slíka þjónustu í heimabyggð.Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Egill
Heilbrigðismál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira