Nýjar kosningar eftir ásakanir um kosningasvindl í Norður-Karólínu Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2019 22:39 Mark Harris hefur ekki getað tekið sæti á Bandaríkjaþingi vegna rannsóknarinnar. Nú er ljóst að kosið verður aftur um sætið. Vísir/EPA Yfirkjörstjórn Norður-Karólínu í Bandaríkjunum hefur skipað fyrir um að kosið verði aftur um þingsæti á Bandaríkjaþingi eftir að frambjóðandi repúblikana féll frá andmælum við það. Meint kosningasvik hafa verið til rannsóknar og hefur frambjóðandinn viðurkennt að hafa orðið missaga í framburði sínum. Fljótlega eftir kosningarnar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í níunda kjördæmi í Norður-Karólínu 8. nóvember komu fram ásakanir um að óprúttnir aðilar á vegum repúblikana hefðu gengið í hús og safnað utankjörfundaratkvæðum frá fólki. Úrslit kosninganna, sem repúblikaninn Mark Harris vann, voru því ekki staðfest. Aðeins munaði 905 atkvæðum á Harris og Dan McCready, frambjóðanda demókrata. McCready viðurkenndi í fyrstu ósigur sinn en dró yfirlýsinguna síðar til baka eftir því sem ásakanirnar komu fram. Þingsætið hefur verið autt frá því að nýtt þing kom saman í janúar. Rannsóknin á kosningunum beinist fyrst og fremst að Leslie McCrae Dowless, starfsmanni ráðgjafafyrirtækis sem Harris réði í kosningabaráttunni. Dowless, sem hefur hlotið dóm í sakamáli, hefur áður verið sakaður um bellibrögð í kosningum.Grunur um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði eða þeim eytt Dowless er sakaður um að hafa skipulagt söfnun utankjörfundaratkvæðanna sem hafi síðan verið fargað eða átt hafi verið við þau. Kjósendur demókrata eru sagðir mun líklegri til að skila inn slíkum atkvæðum. Harris lagðist gegn því að kosið yrði aftur. Hann dró andmæli sín til baka í dag eftir að hann viðurkenndi að hafa ekki farið með rétt mál þegar hann bar vitni hjá yfirkjörstjórninni fyrr í dag, að sögn Washington Post. „Ég tel að boða ætti til nýrra kosninga. Mér er að verða það ljóst að grafið hefur verið undan tiltrú almennings í níunda kjördæmi á slíkan hátt að það kallar á nýjar kosningar,“ sagði Harris. Áður hafði sonur frambjóðandans, alríkissaksóknarinn John Harris, borið vitni um að hafa ráðið föður sínum gegn því að ráða Dowless vegna þess að hann hefði áður gerst sekur um að brjóta lög í kosningu. Harris eldri hafi ráðið Dowless þrátt fyrir þær ráðleggingar. Í vitnisburði sínum hafði Harris eldri fullyrt að hann hefði ekki vitað af nokkru misjöfnu um Dowless áður en hann réð hann til starfa fyrir framboðið. Harris segist jafnframt ekkert hafa vitað um meint svik Dowless í tengslum við utankjörfundaratkvæðin. Dowless neitaði að bera vitni fyrir yfirkjörstjórninni. Hann hefur ekki verið ákærður í tengslum við kosningarnar en New York Times segir að saksóknarar rannsaki nú starfsemi hans og hátterni í kosningabaráttunni. Bandaríkin Tengdar fréttir Dæmdur svikahrappur til rannsóknar vegna mögulegs kosningasvindls Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. 4. desember 2018 14:28 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Yfirkjörstjórn Norður-Karólínu í Bandaríkjunum hefur skipað fyrir um að kosið verði aftur um þingsæti á Bandaríkjaþingi eftir að frambjóðandi repúblikana féll frá andmælum við það. Meint kosningasvik hafa verið til rannsóknar og hefur frambjóðandinn viðurkennt að hafa orðið missaga í framburði sínum. Fljótlega eftir kosningarnar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í níunda kjördæmi í Norður-Karólínu 8. nóvember komu fram ásakanir um að óprúttnir aðilar á vegum repúblikana hefðu gengið í hús og safnað utankjörfundaratkvæðum frá fólki. Úrslit kosninganna, sem repúblikaninn Mark Harris vann, voru því ekki staðfest. Aðeins munaði 905 atkvæðum á Harris og Dan McCready, frambjóðanda demókrata. McCready viðurkenndi í fyrstu ósigur sinn en dró yfirlýsinguna síðar til baka eftir því sem ásakanirnar komu fram. Þingsætið hefur verið autt frá því að nýtt þing kom saman í janúar. Rannsóknin á kosningunum beinist fyrst og fremst að Leslie McCrae Dowless, starfsmanni ráðgjafafyrirtækis sem Harris réði í kosningabaráttunni. Dowless, sem hefur hlotið dóm í sakamáli, hefur áður verið sakaður um bellibrögð í kosningum.Grunur um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði eða þeim eytt Dowless er sakaður um að hafa skipulagt söfnun utankjörfundaratkvæðanna sem hafi síðan verið fargað eða átt hafi verið við þau. Kjósendur demókrata eru sagðir mun líklegri til að skila inn slíkum atkvæðum. Harris lagðist gegn því að kosið yrði aftur. Hann dró andmæli sín til baka í dag eftir að hann viðurkenndi að hafa ekki farið með rétt mál þegar hann bar vitni hjá yfirkjörstjórninni fyrr í dag, að sögn Washington Post. „Ég tel að boða ætti til nýrra kosninga. Mér er að verða það ljóst að grafið hefur verið undan tiltrú almennings í níunda kjördæmi á slíkan hátt að það kallar á nýjar kosningar,“ sagði Harris. Áður hafði sonur frambjóðandans, alríkissaksóknarinn John Harris, borið vitni um að hafa ráðið föður sínum gegn því að ráða Dowless vegna þess að hann hefði áður gerst sekur um að brjóta lög í kosningu. Harris eldri hafi ráðið Dowless þrátt fyrir þær ráðleggingar. Í vitnisburði sínum hafði Harris eldri fullyrt að hann hefði ekki vitað af nokkru misjöfnu um Dowless áður en hann réð hann til starfa fyrir framboðið. Harris segist jafnframt ekkert hafa vitað um meint svik Dowless í tengslum við utankjörfundaratkvæðin. Dowless neitaði að bera vitni fyrir yfirkjörstjórninni. Hann hefur ekki verið ákærður í tengslum við kosningarnar en New York Times segir að saksóknarar rannsaki nú starfsemi hans og hátterni í kosningabaráttunni.
Bandaríkin Tengdar fréttir Dæmdur svikahrappur til rannsóknar vegna mögulegs kosningasvindls Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. 4. desember 2018 14:28 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Dæmdur svikahrappur til rannsóknar vegna mögulegs kosningasvindls Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. 4. desember 2018 14:28
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent