Nýjar kosningar eftir ásakanir um kosningasvindl í Norður-Karólínu Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2019 22:39 Mark Harris hefur ekki getað tekið sæti á Bandaríkjaþingi vegna rannsóknarinnar. Nú er ljóst að kosið verður aftur um sætið. Vísir/EPA Yfirkjörstjórn Norður-Karólínu í Bandaríkjunum hefur skipað fyrir um að kosið verði aftur um þingsæti á Bandaríkjaþingi eftir að frambjóðandi repúblikana féll frá andmælum við það. Meint kosningasvik hafa verið til rannsóknar og hefur frambjóðandinn viðurkennt að hafa orðið missaga í framburði sínum. Fljótlega eftir kosningarnar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í níunda kjördæmi í Norður-Karólínu 8. nóvember komu fram ásakanir um að óprúttnir aðilar á vegum repúblikana hefðu gengið í hús og safnað utankjörfundaratkvæðum frá fólki. Úrslit kosninganna, sem repúblikaninn Mark Harris vann, voru því ekki staðfest. Aðeins munaði 905 atkvæðum á Harris og Dan McCready, frambjóðanda demókrata. McCready viðurkenndi í fyrstu ósigur sinn en dró yfirlýsinguna síðar til baka eftir því sem ásakanirnar komu fram. Þingsætið hefur verið autt frá því að nýtt þing kom saman í janúar. Rannsóknin á kosningunum beinist fyrst og fremst að Leslie McCrae Dowless, starfsmanni ráðgjafafyrirtækis sem Harris réði í kosningabaráttunni. Dowless, sem hefur hlotið dóm í sakamáli, hefur áður verið sakaður um bellibrögð í kosningum.Grunur um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði eða þeim eytt Dowless er sakaður um að hafa skipulagt söfnun utankjörfundaratkvæðanna sem hafi síðan verið fargað eða átt hafi verið við þau. Kjósendur demókrata eru sagðir mun líklegri til að skila inn slíkum atkvæðum. Harris lagðist gegn því að kosið yrði aftur. Hann dró andmæli sín til baka í dag eftir að hann viðurkenndi að hafa ekki farið með rétt mál þegar hann bar vitni hjá yfirkjörstjórninni fyrr í dag, að sögn Washington Post. „Ég tel að boða ætti til nýrra kosninga. Mér er að verða það ljóst að grafið hefur verið undan tiltrú almennings í níunda kjördæmi á slíkan hátt að það kallar á nýjar kosningar,“ sagði Harris. Áður hafði sonur frambjóðandans, alríkissaksóknarinn John Harris, borið vitni um að hafa ráðið föður sínum gegn því að ráða Dowless vegna þess að hann hefði áður gerst sekur um að brjóta lög í kosningu. Harris eldri hafi ráðið Dowless þrátt fyrir þær ráðleggingar. Í vitnisburði sínum hafði Harris eldri fullyrt að hann hefði ekki vitað af nokkru misjöfnu um Dowless áður en hann réð hann til starfa fyrir framboðið. Harris segist jafnframt ekkert hafa vitað um meint svik Dowless í tengslum við utankjörfundaratkvæðin. Dowless neitaði að bera vitni fyrir yfirkjörstjórninni. Hann hefur ekki verið ákærður í tengslum við kosningarnar en New York Times segir að saksóknarar rannsaki nú starfsemi hans og hátterni í kosningabaráttunni. Bandaríkin Tengdar fréttir Dæmdur svikahrappur til rannsóknar vegna mögulegs kosningasvindls Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. 4. desember 2018 14:28 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Yfirkjörstjórn Norður-Karólínu í Bandaríkjunum hefur skipað fyrir um að kosið verði aftur um þingsæti á Bandaríkjaþingi eftir að frambjóðandi repúblikana féll frá andmælum við það. Meint kosningasvik hafa verið til rannsóknar og hefur frambjóðandinn viðurkennt að hafa orðið missaga í framburði sínum. Fljótlega eftir kosningarnar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í níunda kjördæmi í Norður-Karólínu 8. nóvember komu fram ásakanir um að óprúttnir aðilar á vegum repúblikana hefðu gengið í hús og safnað utankjörfundaratkvæðum frá fólki. Úrslit kosninganna, sem repúblikaninn Mark Harris vann, voru því ekki staðfest. Aðeins munaði 905 atkvæðum á Harris og Dan McCready, frambjóðanda demókrata. McCready viðurkenndi í fyrstu ósigur sinn en dró yfirlýsinguna síðar til baka eftir því sem ásakanirnar komu fram. Þingsætið hefur verið autt frá því að nýtt þing kom saman í janúar. Rannsóknin á kosningunum beinist fyrst og fremst að Leslie McCrae Dowless, starfsmanni ráðgjafafyrirtækis sem Harris réði í kosningabaráttunni. Dowless, sem hefur hlotið dóm í sakamáli, hefur áður verið sakaður um bellibrögð í kosningum.Grunur um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði eða þeim eytt Dowless er sakaður um að hafa skipulagt söfnun utankjörfundaratkvæðanna sem hafi síðan verið fargað eða átt hafi verið við þau. Kjósendur demókrata eru sagðir mun líklegri til að skila inn slíkum atkvæðum. Harris lagðist gegn því að kosið yrði aftur. Hann dró andmæli sín til baka í dag eftir að hann viðurkenndi að hafa ekki farið með rétt mál þegar hann bar vitni hjá yfirkjörstjórninni fyrr í dag, að sögn Washington Post. „Ég tel að boða ætti til nýrra kosninga. Mér er að verða það ljóst að grafið hefur verið undan tiltrú almennings í níunda kjördæmi á slíkan hátt að það kallar á nýjar kosningar,“ sagði Harris. Áður hafði sonur frambjóðandans, alríkissaksóknarinn John Harris, borið vitni um að hafa ráðið föður sínum gegn því að ráða Dowless vegna þess að hann hefði áður gerst sekur um að brjóta lög í kosningu. Harris eldri hafi ráðið Dowless þrátt fyrir þær ráðleggingar. Í vitnisburði sínum hafði Harris eldri fullyrt að hann hefði ekki vitað af nokkru misjöfnu um Dowless áður en hann réð hann til starfa fyrir framboðið. Harris segist jafnframt ekkert hafa vitað um meint svik Dowless í tengslum við utankjörfundaratkvæðin. Dowless neitaði að bera vitni fyrir yfirkjörstjórninni. Hann hefur ekki verið ákærður í tengslum við kosningarnar en New York Times segir að saksóknarar rannsaki nú starfsemi hans og hátterni í kosningabaráttunni.
Bandaríkin Tengdar fréttir Dæmdur svikahrappur til rannsóknar vegna mögulegs kosningasvindls Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. 4. desember 2018 14:28 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Dæmdur svikahrappur til rannsóknar vegna mögulegs kosningasvindls Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. 4. desember 2018 14:28