Þrír álftarungar á Árbæjarlóni Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2019 15:43 Áftarparið í dag með ungana sína þrjá. Vísir/KMU. Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. Parið er núna búið að frumsýna afkomendur þessa árs; þrír ungar hafa sést synda með foreldrunum um lónið. Álftarhreiðrið er í Blásteinshólma skammt ofan Árbæjarstíflu. Þar nýtur það náttúrulegrar varnar Elliðaánna, sem umlykja hólmann. Þar er af þeim sökum sennilega eitt fjölskrúðugasta fuglavarp Reykjavíkursvæðisins; með gæsum, öndum og mófuglum. Íbúðarhúsin í Hólahverfi rétt ná að teygja sig upp úr skógarsal Elliðaárdals. Álftarhreiðrið er í grennd við tvö af fjölmennustu hverfum borgarinnar, Breiðholt og Árbæ.Vísir/KMU.Álftin á Árbæjarlóni hefur þó oft verið frjósamari en í ár. Þannig hafa sum árin sést fimm og jafnvel sex ungar komast úr hreiðrinu. Þá er óvíst að þeir lifi allir af sumarið. Í fyrra gerðist það til dæmis að það fækkaði um einn í ungahópnum þegar leið á sumarið. Álftarparið helgar sér stórt svæði og rekur með grimmd aðrar álftir burt, en einnig gæsir, sem gerast of nærgöngular. „Það er alveg einstakt í borginni að hafa álftina í svona návígi. Þetta eru glæsilegir fuglar og vonandi njóta flestir borgarbúar þess að koma í Elliðaárdalinn,” sagði fuglafræðingurinn Ólafur Einarsson í viðtali í frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum, sem sjá má hér: Dýr Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Náði sér í nýjan stegg þegar sá gamli var orðinn slappur Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja að kvenfuglinn hafi yngt upp. 16. júní 2016 21:16 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. Parið er núna búið að frumsýna afkomendur þessa árs; þrír ungar hafa sést synda með foreldrunum um lónið. Álftarhreiðrið er í Blásteinshólma skammt ofan Árbæjarstíflu. Þar nýtur það náttúrulegrar varnar Elliðaánna, sem umlykja hólmann. Þar er af þeim sökum sennilega eitt fjölskrúðugasta fuglavarp Reykjavíkursvæðisins; með gæsum, öndum og mófuglum. Íbúðarhúsin í Hólahverfi rétt ná að teygja sig upp úr skógarsal Elliðaárdals. Álftarhreiðrið er í grennd við tvö af fjölmennustu hverfum borgarinnar, Breiðholt og Árbæ.Vísir/KMU.Álftin á Árbæjarlóni hefur þó oft verið frjósamari en í ár. Þannig hafa sum árin sést fimm og jafnvel sex ungar komast úr hreiðrinu. Þá er óvíst að þeir lifi allir af sumarið. Í fyrra gerðist það til dæmis að það fækkaði um einn í ungahópnum þegar leið á sumarið. Álftarparið helgar sér stórt svæði og rekur með grimmd aðrar álftir burt, en einnig gæsir, sem gerast of nærgöngular. „Það er alveg einstakt í borginni að hafa álftina í svona návígi. Þetta eru glæsilegir fuglar og vonandi njóta flestir borgarbúar þess að koma í Elliðaárdalinn,” sagði fuglafræðingurinn Ólafur Einarsson í viðtali í frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum, sem sjá má hér:
Dýr Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Náði sér í nýjan stegg þegar sá gamli var orðinn slappur Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja að kvenfuglinn hafi yngt upp. 16. júní 2016 21:16 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
Náði sér í nýjan stegg þegar sá gamli var orðinn slappur Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja að kvenfuglinn hafi yngt upp. 16. júní 2016 21:16