Íran: „Á barmi átaka við óvininn“ Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2019 19:04 Liðsmenn íranska byltingarvarðarins sem Bandaríkjastjórn lítur á sem hryðjuverkasamtök. Vísir/EPA Yfirmaður íranska byltingarvarðarins segir að Íranir séu á „barmi meiriháttar átaka við óvininn“. Vaxandi spenna hefur verið á milli bandarískra og íranskra stjórnvalda undanfarið. Bandaríkjastjórn kallaði starfsmenn heim frá Írak í dag vegna óskilgreindrar ógnar frá Írönum. „Þessi stund í sögunni, vegna þess að óvinurinn hefur stígið inn á völl átaka við okkar með allri mögulegri getu, er ögurstund íslömsku byltingarinnar,“ sagði Hossein Salami, undirhershöfðingi, í dag. Hann var skipaður yfirmaður byltingarvarðarins í síðasta mánuði. Donald Trump Bandaríkjaforseti setti byltingarvörðinn á lista yfir hryðjuverkasamtök í apríl. Bandaríkjastjórn hefur flutt aukið herlið til Miðausturlanda að undanfarna, þar á meðal flugmóðurskip, B-52-sprengjuflugvélar og Patriot-eldflaugar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Herflutningana hefur hún réttlætt með vísun í ógn sem steðji að hermönnum og hagsmunum Bandaríkjanna af Írönum í heimshlutanum. Engar frekari skýringar hafa verið gefnar á ákvörðun bandaríska utanríkisráðuneytisins að kalla alla starfsmenn sína í Bagdad og Ebril í Írak heim nema þá allra mikilvægustu. Aðeins var vísað í bráða ógn af Írönum og hersveitum þeim tengdum í Írak og Sýrlandi. Leyniþjónustur evrópskra bandamanna Bandaríkjanna hafa ekki orðið varir við slíka ógn. Þannig sagðist Chris Ghika, breskur undirhershöfðingi, ekki kannast við þá ógn þegar hann heimsótti bandaríska varnarmálaráðuneytið í gær. Skömmu síðar greip yfirstjórn Bandaríkjahers til þess óvanalega ráðs að setja ofan í við undirhershöfðingjann, að sögn New York Times. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Segja bandarískar hersveitir enga ógn Hershöfðingi í íranska Byltingarvarðliðinu segir að vera bandarískra hersveita á Persaflóa sé aðeins sálfræðihernaður og hluti áætlunar til að hræða stjórnvöld í Teheran. 13. maí 2019 09:00 Spenna á milli Íran og Bandaríkjanna fer vaxandi Hassan Rouhani, forseti Íran, segir álagið af viðskiptaþvingunum sem verið er að beita ríkinu fordæmislausar. 12. maí 2019 11:15 Kalla starfsmenn heim frá Írak Yfirvöld Bandaríkjanna hafa skipað flestum starfsmönnum Utanríkisráðuneytisins í Baghdad og Ebril að yfirgefa Írak hið snarasta. 15. maí 2019 09:10 Segir hættu á stríði á milli Bandaríkjanna og Íran Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir hættu á að Bandaríkin og Íran fari í stríð án þess að ætla það. 13. maí 2019 23:42 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Yfirmaður íranska byltingarvarðarins segir að Íranir séu á „barmi meiriháttar átaka við óvininn“. Vaxandi spenna hefur verið á milli bandarískra og íranskra stjórnvalda undanfarið. Bandaríkjastjórn kallaði starfsmenn heim frá Írak í dag vegna óskilgreindrar ógnar frá Írönum. „Þessi stund í sögunni, vegna þess að óvinurinn hefur stígið inn á völl átaka við okkar með allri mögulegri getu, er ögurstund íslömsku byltingarinnar,“ sagði Hossein Salami, undirhershöfðingi, í dag. Hann var skipaður yfirmaður byltingarvarðarins í síðasta mánuði. Donald Trump Bandaríkjaforseti setti byltingarvörðinn á lista yfir hryðjuverkasamtök í apríl. Bandaríkjastjórn hefur flutt aukið herlið til Miðausturlanda að undanfarna, þar á meðal flugmóðurskip, B-52-sprengjuflugvélar og Patriot-eldflaugar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Herflutningana hefur hún réttlætt með vísun í ógn sem steðji að hermönnum og hagsmunum Bandaríkjanna af Írönum í heimshlutanum. Engar frekari skýringar hafa verið gefnar á ákvörðun bandaríska utanríkisráðuneytisins að kalla alla starfsmenn sína í Bagdad og Ebril í Írak heim nema þá allra mikilvægustu. Aðeins var vísað í bráða ógn af Írönum og hersveitum þeim tengdum í Írak og Sýrlandi. Leyniþjónustur evrópskra bandamanna Bandaríkjanna hafa ekki orðið varir við slíka ógn. Þannig sagðist Chris Ghika, breskur undirhershöfðingi, ekki kannast við þá ógn þegar hann heimsótti bandaríska varnarmálaráðuneytið í gær. Skömmu síðar greip yfirstjórn Bandaríkjahers til þess óvanalega ráðs að setja ofan í við undirhershöfðingjann, að sögn New York Times.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Segja bandarískar hersveitir enga ógn Hershöfðingi í íranska Byltingarvarðliðinu segir að vera bandarískra hersveita á Persaflóa sé aðeins sálfræðihernaður og hluti áætlunar til að hræða stjórnvöld í Teheran. 13. maí 2019 09:00 Spenna á milli Íran og Bandaríkjanna fer vaxandi Hassan Rouhani, forseti Íran, segir álagið af viðskiptaþvingunum sem verið er að beita ríkinu fordæmislausar. 12. maí 2019 11:15 Kalla starfsmenn heim frá Írak Yfirvöld Bandaríkjanna hafa skipað flestum starfsmönnum Utanríkisráðuneytisins í Baghdad og Ebril að yfirgefa Írak hið snarasta. 15. maí 2019 09:10 Segir hættu á stríði á milli Bandaríkjanna og Íran Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir hættu á að Bandaríkin og Íran fari í stríð án þess að ætla það. 13. maí 2019 23:42 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Segja bandarískar hersveitir enga ógn Hershöfðingi í íranska Byltingarvarðliðinu segir að vera bandarískra hersveita á Persaflóa sé aðeins sálfræðihernaður og hluti áætlunar til að hræða stjórnvöld í Teheran. 13. maí 2019 09:00
Spenna á milli Íran og Bandaríkjanna fer vaxandi Hassan Rouhani, forseti Íran, segir álagið af viðskiptaþvingunum sem verið er að beita ríkinu fordæmislausar. 12. maí 2019 11:15
Kalla starfsmenn heim frá Írak Yfirvöld Bandaríkjanna hafa skipað flestum starfsmönnum Utanríkisráðuneytisins í Baghdad og Ebril að yfirgefa Írak hið snarasta. 15. maí 2019 09:10
Segir hættu á stríði á milli Bandaríkjanna og Íran Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir hættu á að Bandaríkin og Íran fari í stríð án þess að ætla það. 13. maí 2019 23:42