Ársreikningur veldur harðvítugum deilum Ari Brynjólfsson skrifar 16. maí 2019 06:45 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, var ekki sátt við að undirrita ársreikninginn. Fréttablaðið/Ernir Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins skrifuðu undir ársreikning Reykjavíkurborgar með fyrirvara. Forseti borgarstjórnar sakar fulltrúana um lélega niðurrifspólitík.Reykjavík Það var mikill hiti á fundi borgarstjórnar í kringum undirritun ársreiknings borgarinnar. Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins skrifuðu undir ársreikning Reykjavíkurborgar með fyrirvara um að ekki væri verið að leggja blessun sína yfir fjárútlát sem fóru fram úr fjárheimildum í fyrra. Sjálfstæðismenn létu álit frá Trausta Fannari Valssyni, dósent við lagadeild HÍ, fylgja sinni undirritun. Þar kemur fram að undirritun feli ekki í sér samþykki á ólögmætum fjárheimildum. Álit Trausta Fannars átti ekki að koma fram fyrr en á borgarráðsfundi í dag og bað Örn Þórðarson, borgarfulltrúi flokksins, um frestun á undirritun þar til búið væri að birta álitið. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sagði það reginhneyksli að vísa í álit sem væri ekki komið fram. „Ég næ ekki þessari umræðu. Mér finnst þetta hneyksli. Reginhneyksli að vera að vísa í álit sem hefur enn ekki verið lagt fram.“Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna.Í minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar frá því í mars kemur fram að undirritun ársreiknings jafngildi því að samþykkja öll fjárútlát sama hvort þau hafi farið fram úr fjárheimildum eða ekki. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, var ekki búin að ákveða sig fyrir fundinn, hvort hún ætlaði yfirleitt að skrifa undir ársreikninginn. „Ef fjármálaskrifstofan hefur rétt fyrir sér værum við þá að samþykkja allt sem var ekki búið að fá heimild fyrir á síðasta ári, eins og Mathöllina á Hlemmi og Braggann. Það tvennt eru 150 milljónir. Þetta stenst ekki neina einustu skoðun,“ segir Vigdís. Fyrir helgi sendi endurskoðunarstofan Grant Thornton bréf á borgarfulltrúa að beiðni fjármálaskrifstofunnar þar sem segir að borgarfulltrúum beri að undirrita ársreikninginn nema hann sé beinlínis rangur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, telur minnisblaðið runnið undan rifjum meirihlutans. „Það er alveg ljóst að borgarstjóri þolir ekki tilhugsunina um að fá einhverja fyrirvara inn í þetta. Og það hefur sennilega aldrei gerst.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, er ekki sátt við málflutning minnihlutans. „Mér finnst þetta bera vott um skilningsleysi á grundvallaratriðum í stjórnsýslu borgarinnar. Opinberar bæði vanþekkingu og pólitískan vilja til þess að skemma fyrir meirihlutanum, alveg sama hvað. Þetta er léleg niðurrifspólitík,“ segir Dóra Björt. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, hafnaði alfarið málflutningi borgarfulltrúa minnihlutans. „Þetta er ekki kúgun frá meirihlutanum, þetta er ekki mín skoðun, þetta eru bara staðreyndir,“ sagði Þórdís Lóa á fundi borgarstjórnar. „Ekki bulla, verum ábyrg, til þess erum við kosin. Við erum ekki hér til að fara með fleipur, rugla og róta upp til að halda vitleysunni gangandi.“ Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir ársreikninginn einfaldlega lýsa fjárhagsstöðu borgarinnar. Hann tekur fram að hann vilji ekki segja öðrum borgarfulltrúum fyrir verkum. „Ytri og innri endurskoðun hafa lýst skoðun sinni um að hann sé tækur til undirritunar og ég hef enga ástæðu til að draga það í efa.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins skrifuðu undir ársreikning Reykjavíkurborgar með fyrirvara. Forseti borgarstjórnar sakar fulltrúana um lélega niðurrifspólitík.Reykjavík Það var mikill hiti á fundi borgarstjórnar í kringum undirritun ársreiknings borgarinnar. Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins skrifuðu undir ársreikning Reykjavíkurborgar með fyrirvara um að ekki væri verið að leggja blessun sína yfir fjárútlát sem fóru fram úr fjárheimildum í fyrra. Sjálfstæðismenn létu álit frá Trausta Fannari Valssyni, dósent við lagadeild HÍ, fylgja sinni undirritun. Þar kemur fram að undirritun feli ekki í sér samþykki á ólögmætum fjárheimildum. Álit Trausta Fannars átti ekki að koma fram fyrr en á borgarráðsfundi í dag og bað Örn Þórðarson, borgarfulltrúi flokksins, um frestun á undirritun þar til búið væri að birta álitið. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sagði það reginhneyksli að vísa í álit sem væri ekki komið fram. „Ég næ ekki þessari umræðu. Mér finnst þetta hneyksli. Reginhneyksli að vera að vísa í álit sem hefur enn ekki verið lagt fram.“Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna.Í minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar frá því í mars kemur fram að undirritun ársreiknings jafngildi því að samþykkja öll fjárútlát sama hvort þau hafi farið fram úr fjárheimildum eða ekki. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, var ekki búin að ákveða sig fyrir fundinn, hvort hún ætlaði yfirleitt að skrifa undir ársreikninginn. „Ef fjármálaskrifstofan hefur rétt fyrir sér værum við þá að samþykkja allt sem var ekki búið að fá heimild fyrir á síðasta ári, eins og Mathöllina á Hlemmi og Braggann. Það tvennt eru 150 milljónir. Þetta stenst ekki neina einustu skoðun,“ segir Vigdís. Fyrir helgi sendi endurskoðunarstofan Grant Thornton bréf á borgarfulltrúa að beiðni fjármálaskrifstofunnar þar sem segir að borgarfulltrúum beri að undirrita ársreikninginn nema hann sé beinlínis rangur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, telur minnisblaðið runnið undan rifjum meirihlutans. „Það er alveg ljóst að borgarstjóri þolir ekki tilhugsunina um að fá einhverja fyrirvara inn í þetta. Og það hefur sennilega aldrei gerst.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, er ekki sátt við málflutning minnihlutans. „Mér finnst þetta bera vott um skilningsleysi á grundvallaratriðum í stjórnsýslu borgarinnar. Opinberar bæði vanþekkingu og pólitískan vilja til þess að skemma fyrir meirihlutanum, alveg sama hvað. Þetta er léleg niðurrifspólitík,“ segir Dóra Björt. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, hafnaði alfarið málflutningi borgarfulltrúa minnihlutans. „Þetta er ekki kúgun frá meirihlutanum, þetta er ekki mín skoðun, þetta eru bara staðreyndir,“ sagði Þórdís Lóa á fundi borgarstjórnar. „Ekki bulla, verum ábyrg, til þess erum við kosin. Við erum ekki hér til að fara með fleipur, rugla og róta upp til að halda vitleysunni gangandi.“ Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir ársreikninginn einfaldlega lýsa fjárhagsstöðu borgarinnar. Hann tekur fram að hann vilji ekki segja öðrum borgarfulltrúum fyrir verkum. „Ytri og innri endurskoðun hafa lýst skoðun sinni um að hann sé tækur til undirritunar og ég hef enga ástæðu til að draga það í efa.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira