Jürgen Klopp er himinlifandi með að vera að fá japanskan liðstyrk í janúar en Liverpool hefur gengið frá því að Takumi Minamino verði leikmaður félagsins frá og með 1. janúar.
Takumi Minamino hefur verið frábær með Red Bull Salzburg ekki síst í fyrri leiknum á móti Liverpool í Meistaradeildinni sem fór fram á Anfield.
Jürgen Klopp og aðstoðarmenn hans hjá Liverpol voru reyndar búnir að vera fylgjast með Minamino í mun lengri tíma og voru fljótir til að nýta sér það að geta nú keypt upp samning hans við Red Bull Salzburg.
"He is brave with the ball but also brave without the ball - a proper team player."
— BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2019
Liverpool boss Jurgen Klopp says his new signing Takumi Minamino is a "very quick, very clever player."
In full ➡ https://t.co/Wg8Ew4mDF8pic.twitter.com/joHgAKHtW6
„Takumi er mjög fljótur og mjög klár leikmaður. Hann finnur plássið á milli línanna,“ sagði Jürgen Klopp um hinn 24 ára gamla Takumi Minamino.
„Hann er hugrakkur með boltann en hann er líka hugrakkur án boltans. Hann er alvöru liðsmaður. Hann hjálpar hinum leikmönnunum í sínu liði,“ sagði Klopp.
„Reynsla hans úr Meistaradeildinni er mikill bónus sem og að vera að koma frá þessu félagið. Við vitum að hann hefur fengið góða þjálfun, er vanur elítu umhverfi og er búinn að kynnast réttu hlutunum,“ sagði Klopp.