Sjáðu þegar Gerrard mætti aftur á Anfield um helgina og skoraði sigurmarkið fyrir framan Kop Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2019 09:30 Steven Gerrard og Kenny Dalglish fagna sigri eftir leikinn, Dalglish stýrði Liverpool liðinu ásamt Ian Rush. Vísir/Getty Endirinn á goðsagnaleik helgarinnar á Anfield gat líklega ekki verið skrifaður betur fyrir stuðningsmenn Liverpool. Hetja Liverpool og fyrirliði liðsins í meira en áratug skoraði þá frábært sigurmark fyrir framan Kop-stúkuna. Steven Gerrard skoraði nefnilega sitt fyrsta mark á Anfield í fimm ár um helgina þegar hann sá til þess að goðsagnarlið Liverpool vann 3-2 sigur á goðsagnarliði AC Milan í góðgerðaleik á Anfield, heimavelli Liverpool. Steven Gerrard er uppalinn hjá Liverpool var leikmaður aðalliðs félagsins frá því að hann var átján þar til að hann var 35 ára. Hann fór frá Liverpool 2015 og samdi við bandaríska félagið LA Galaxy. Gerrard var bara í eitt ár hjá LA Galaxy og er nú knattspyrnustjóri skoska félagsins Rangers. Hann gaf sér tíma í landsleikjahléinu til að skella sér suður til Liverpool og klæðast aftur Liverpool-treyjunni. Gerrard náði aldrei að verða enskur meistari með Liverpool en lyfti Evrópubikarnum eftir sigur í Meistaradeildinni árið 2005, vann fjölda annarra titla og er almennt talinn vera einn allra besti leikmaðurinn í sögu Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá þetta glæsilega sigurmark sem Steven Gerrard skoraði í leiknum en þetta var svona klassískt Gerrard mark. Markið kom undir lok leiksins eftir að ítalska félagið hafði unnið sig inn í leikinn.Brilliant goal Brilliant player Brilliant cause Steven Gerrard wraps up the @LFCFoundation clash, the only way he knows how... pic.twitter.com/FKDFDd2jU6 — Liverpool FC (@LFC) March 24, 2019Það vour fleiri goðsagnir að skora í þessum ágæta leik en 50 þúsund manns mættu á Anfield og allar tekjur af honum fóru til góðsgerðasamtaka félagsins. Robbie Fowler og Djibril Cisse höfðu komið Liverpool í 2-0 en AC Milan náði að jafna með mörkum Andrea Pirlo og Giuseppe Pancaro. Andrea Pirlo skoraði marki sitt með skoti beint úr aukaspyrnu sem minnti okkur á hversu frábær fótboltamaður Ítalinn var. Hér fyrir neðan má annars sjá svipmyndir frá þessum góðgerðaleik og hin mörkin.An afternoon of thrills and spills Enjoy some of the best bits from our Legends' win over @acmilanpic.twitter.com/CP3eyBCtxT — Liverpool FC (@LFC) March 24, 2019 Enski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira
Endirinn á goðsagnaleik helgarinnar á Anfield gat líklega ekki verið skrifaður betur fyrir stuðningsmenn Liverpool. Hetja Liverpool og fyrirliði liðsins í meira en áratug skoraði þá frábært sigurmark fyrir framan Kop-stúkuna. Steven Gerrard skoraði nefnilega sitt fyrsta mark á Anfield í fimm ár um helgina þegar hann sá til þess að goðsagnarlið Liverpool vann 3-2 sigur á goðsagnarliði AC Milan í góðgerðaleik á Anfield, heimavelli Liverpool. Steven Gerrard er uppalinn hjá Liverpool var leikmaður aðalliðs félagsins frá því að hann var átján þar til að hann var 35 ára. Hann fór frá Liverpool 2015 og samdi við bandaríska félagið LA Galaxy. Gerrard var bara í eitt ár hjá LA Galaxy og er nú knattspyrnustjóri skoska félagsins Rangers. Hann gaf sér tíma í landsleikjahléinu til að skella sér suður til Liverpool og klæðast aftur Liverpool-treyjunni. Gerrard náði aldrei að verða enskur meistari með Liverpool en lyfti Evrópubikarnum eftir sigur í Meistaradeildinni árið 2005, vann fjölda annarra titla og er almennt talinn vera einn allra besti leikmaðurinn í sögu Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá þetta glæsilega sigurmark sem Steven Gerrard skoraði í leiknum en þetta var svona klassískt Gerrard mark. Markið kom undir lok leiksins eftir að ítalska félagið hafði unnið sig inn í leikinn.Brilliant goal Brilliant player Brilliant cause Steven Gerrard wraps up the @LFCFoundation clash, the only way he knows how... pic.twitter.com/FKDFDd2jU6 — Liverpool FC (@LFC) March 24, 2019Það vour fleiri goðsagnir að skora í þessum ágæta leik en 50 þúsund manns mættu á Anfield og allar tekjur af honum fóru til góðsgerðasamtaka félagsins. Robbie Fowler og Djibril Cisse höfðu komið Liverpool í 2-0 en AC Milan náði að jafna með mörkum Andrea Pirlo og Giuseppe Pancaro. Andrea Pirlo skoraði marki sitt með skoti beint úr aukaspyrnu sem minnti okkur á hversu frábær fótboltamaður Ítalinn var. Hér fyrir neðan má annars sjá svipmyndir frá þessum góðgerðaleik og hin mörkin.An afternoon of thrills and spills Enjoy some of the best bits from our Legends' win over @acmilanpic.twitter.com/CP3eyBCtxT — Liverpool FC (@LFC) March 24, 2019
Enski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira