Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2019 14:26 Um ár er síðan greint var frá því að meðlimir Sigur Rósar væru grunaðir um skattsvik. Vísir/GETTY Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. Þetta staðfestir Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Rúmt ár er síðan fjölmiðlar greindu fyrst frá því að meðlimir Sigur Rósar væru grunaðir um skattsvik. Þá höfðu eignir þriggja þeirra, það er þeirra Jóns Þórs, Georgs og Orra Páls, verið kyrrsettar af sýslumanninnum á höfuðborgarsvæðinu. Í frétt RÚV segir að tónlistarmennirnir séu ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur eða arðgreiðslur. Þeir Jón Þór, Georg og Orri Páll eru ákærðir fyrir meiriháttar skattalagabrot fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til og með 2014. Kjartan, sem hætti í Sigur Rós árið 2013, er ákærður fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum árin 2012 og 2014. Þegar fyrst var greint frá rannsókn skattrannsóknarstjóra vegna gruns um skattsvik meðlima Sigur Rósar ræddi fréttastofa við Georg Holm, bassaleikara sveitarinnar. Hann sagði málið eintómt klúður og verið væri að vinna í því laga það sem fór úrskeiðis í uppgjöri hans og þeirra Orra Páls og Jóns Þórs við skattayfirvöld. Sagði hann þremenningana hafa treyst því að endurskoðendur sem unnu fyrir þá hafi verið að vinna vinnuna sína. „Þetta er allt bara eintómt klúður. Við treystum náttúrulega fólki sem við erum að vinna með og þetta fór kannski ekki eins og það átti að vera, vinnubrögð voru kannski ekki alveg rétt og við erum búnir að vera að vinna í því að laga það undanfarið,“ sagði Georg. Í yfirlýsingu sem Sigur Rós sendi frá sér síðar sama dag og greint var frá málinu sagði að hljómsveitin hefði ekkert að fela og að hún hefði veitt skattrannsóknarstjóra allar þær upplýsingar til að greiða úr þeim málum sem þar væru til rannsóknar. Þá væri ekki ágreiningur um það af hálfu hljómsveitarinnar að framtalsgerð og skattskil hljómsveitarinnar hafi að hluta til ekki verið í réttu horfi á tímabilinu 2010 til 2014. Hefði hljómsveitin fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra en þætti miður að ákveðið hefði verið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra. „Sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafa meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins, veitt embættinu allar þær upplýsingar sem óskað hefur verið eftir og að engin þörf hafi verið á kyrrsetningu eigna meðlima Sigur Rósar. Þetta er í samræmi við skoðun lögfræðinga Sigur Rósar hjá LOGOS lögmannsþjónustu,“ sagði í yfirlýsingu hljómsveitarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Sigur Rós Tónlist Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54 Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Ákvörðun um hvort ákært verður í málinu liggur ekki fyrir. 27. febrúar 2019 15:09 Landsréttur staðfestir kyrrsetningu á eignum Sigur Rósar Hafa eignir þeirra sætt kyrrsetningu frá því í desember í fyrra. 27. ágúst 2018 16:54 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. Þetta staðfestir Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Rúmt ár er síðan fjölmiðlar greindu fyrst frá því að meðlimir Sigur Rósar væru grunaðir um skattsvik. Þá höfðu eignir þriggja þeirra, það er þeirra Jóns Þórs, Georgs og Orra Páls, verið kyrrsettar af sýslumanninnum á höfuðborgarsvæðinu. Í frétt RÚV segir að tónlistarmennirnir séu ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur eða arðgreiðslur. Þeir Jón Þór, Georg og Orri Páll eru ákærðir fyrir meiriháttar skattalagabrot fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til og með 2014. Kjartan, sem hætti í Sigur Rós árið 2013, er ákærður fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum árin 2012 og 2014. Þegar fyrst var greint frá rannsókn skattrannsóknarstjóra vegna gruns um skattsvik meðlima Sigur Rósar ræddi fréttastofa við Georg Holm, bassaleikara sveitarinnar. Hann sagði málið eintómt klúður og verið væri að vinna í því laga það sem fór úrskeiðis í uppgjöri hans og þeirra Orra Páls og Jóns Þórs við skattayfirvöld. Sagði hann þremenningana hafa treyst því að endurskoðendur sem unnu fyrir þá hafi verið að vinna vinnuna sína. „Þetta er allt bara eintómt klúður. Við treystum náttúrulega fólki sem við erum að vinna með og þetta fór kannski ekki eins og það átti að vera, vinnubrögð voru kannski ekki alveg rétt og við erum búnir að vera að vinna í því að laga það undanfarið,“ sagði Georg. Í yfirlýsingu sem Sigur Rós sendi frá sér síðar sama dag og greint var frá málinu sagði að hljómsveitin hefði ekkert að fela og að hún hefði veitt skattrannsóknarstjóra allar þær upplýsingar til að greiða úr þeim málum sem þar væru til rannsóknar. Þá væri ekki ágreiningur um það af hálfu hljómsveitarinnar að framtalsgerð og skattskil hljómsveitarinnar hafi að hluta til ekki verið í réttu horfi á tímabilinu 2010 til 2014. Hefði hljómsveitin fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra en þætti miður að ákveðið hefði verið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra. „Sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafa meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins, veitt embættinu allar þær upplýsingar sem óskað hefur verið eftir og að engin þörf hafi verið á kyrrsetningu eigna meðlima Sigur Rósar. Þetta er í samræmi við skoðun lögfræðinga Sigur Rósar hjá LOGOS lögmannsþjónustu,“ sagði í yfirlýsingu hljómsveitarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Sigur Rós Tónlist Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54 Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Ákvörðun um hvort ákært verður í málinu liggur ekki fyrir. 27. febrúar 2019 15:09 Landsréttur staðfestir kyrrsetningu á eignum Sigur Rósar Hafa eignir þeirra sætt kyrrsetningu frá því í desember í fyrra. 27. ágúst 2018 16:54 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54
Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn á skattamálum Sigur Rósar Ákvörðun um hvort ákært verður í málinu liggur ekki fyrir. 27. febrúar 2019 15:09
Landsréttur staðfestir kyrrsetningu á eignum Sigur Rósar Hafa eignir þeirra sætt kyrrsetningu frá því í desember í fyrra. 27. ágúst 2018 16:54