Landsréttur staðfestir kyrrsetningu á eignum Sigur Rósar Birgir Olgeirsson skrifar 27. ágúst 2018 16:54 Hafa eignir meðlima Sigur Rósar sætt kyrrsetningu frá því í desember í fyrra. Vísir/EPA Landsréttur hefur staðfest úrskurð um kyrrsetningu á eignum meðlima hljómsveitarinnar Sigur Rósar vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum þeirra. Hafa eignir þeirra sætt kyrrsetningu frá því í desember í fyrra. Í mars síðastliðnum greindi Fréttablaðið frá því að embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Holm og Orra Páls Dýrasonar að kröfu tollstjóra. Um var að ræða kyrrsetningu upp á tæpar 800 milljónir króna alls en hæsta krafar var á hendur söngvaranum Jóni Þóri upp á 638 milljónir króna. Í máli Jóns Þórs átta fasteignir kyrrsettar, fjögur ökutæki, bankareikningur og hlutafé í þremur félögum. Tvær fasteignir í eigu trommarans Orra Páls voru kyrrsettar en verðmæti þeirra nemur um 82 milljónum króna. Þá voru tvær fasteignir í eigu bassaleikarans Georgs Holm kyrrsettar en verðmæti þeirra nemur um 78,5 milljónum króna. Meðlimir Sigur Rósar hafa lýst því yfir að ekki hafi verið ásetningur að baki þessu heldur handvömm endurskoðanda. Landsréttur taldi fullnægt því skilyrði að hætta væri á að eignum yrði skotið undan eða þær glatast eða rýrnað. Þá taldi Landsréttur hvorki að verðmæti hinna kyrrsettu eigna hefðu verið umfram það sem þurfti til að tryggja kröfu tollstjóra né að slíkir annmarkar hefðu verið á undirbúningi eða framkvæmd kyrrsetningargerðarinnar að valdið gæti því að hún yrði felld úr gildi. Tengdar fréttir Eignir meðlima Sigur Rósar áfram í frosti Héraðsdómur staðfesti í síðustu viku kyrrsetningu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á eignum þriggja meðlima Sigur Rósar. Eignir upp í 800 milljóna króna kröfu frystar síðan í desember. Ætla að áfrýja til Landsréttar. 16. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð um kyrrsetningu á eignum meðlima hljómsveitarinnar Sigur Rósar vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum þeirra. Hafa eignir þeirra sætt kyrrsetningu frá því í desember í fyrra. Í mars síðastliðnum greindi Fréttablaðið frá því að embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Holm og Orra Páls Dýrasonar að kröfu tollstjóra. Um var að ræða kyrrsetningu upp á tæpar 800 milljónir króna alls en hæsta krafar var á hendur söngvaranum Jóni Þóri upp á 638 milljónir króna. Í máli Jóns Þórs átta fasteignir kyrrsettar, fjögur ökutæki, bankareikningur og hlutafé í þremur félögum. Tvær fasteignir í eigu trommarans Orra Páls voru kyrrsettar en verðmæti þeirra nemur um 82 milljónum króna. Þá voru tvær fasteignir í eigu bassaleikarans Georgs Holm kyrrsettar en verðmæti þeirra nemur um 78,5 milljónum króna. Meðlimir Sigur Rósar hafa lýst því yfir að ekki hafi verið ásetningur að baki þessu heldur handvömm endurskoðanda. Landsréttur taldi fullnægt því skilyrði að hætta væri á að eignum yrði skotið undan eða þær glatast eða rýrnað. Þá taldi Landsréttur hvorki að verðmæti hinna kyrrsettu eigna hefðu verið umfram það sem þurfti til að tryggja kröfu tollstjóra né að slíkir annmarkar hefðu verið á undirbúningi eða framkvæmd kyrrsetningargerðarinnar að valdið gæti því að hún yrði felld úr gildi.
Tengdar fréttir Eignir meðlima Sigur Rósar áfram í frosti Héraðsdómur staðfesti í síðustu viku kyrrsetningu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á eignum þriggja meðlima Sigur Rósar. Eignir upp í 800 milljóna króna kröfu frystar síðan í desember. Ætla að áfrýja til Landsréttar. 16. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Eignir meðlima Sigur Rósar áfram í frosti Héraðsdómur staðfesti í síðustu viku kyrrsetningu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á eignum þriggja meðlima Sigur Rósar. Eignir upp í 800 milljóna króna kröfu frystar síðan í desember. Ætla að áfrýja til Landsréttar. 16. ágúst 2018 05:00