Sagði af sér sem dómsmálaráðherra eftir íkveikju og hótanir sambýliskonu gagnvart öðrum ráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2019 16:29 Tor Mikkel Wara og Erna Solberg, forsætisráðherra. EPA/Gorm Kallestad Tor Mikkel Wara hefur sagt af sér sem dómsmálaráðherra Noregs. Það gerði hann í kjölfar þess að sambýliskona hans kveikti í bíl hans í fyrr í mánuðinum og laug að lögreglu um hvað gerðist. Þar að auki mun hún hafa sent hótunarbréf til Ingvil Smines Tybring-Gjedde, öryggismálaráðherra Noregs. Laila Anita Bertheussen, sambýliskona Wara, er gert að hafa kveikt í bíl ráðherrans þann 10. mars, samkvæmt NRK. Hún var ákærð þann 14. mars og þá tók Wara sér frí frá störfum. Á blaðamannafundi í dag lýsti hann því yfir að hann hefði sagt af sér og það væri hans eigin ákvörðun. Hann sagði aðra þurfa meira á sér að halda en ríkisstjórnin. Norska öryggislögreglan sendi í dag frá sér tilkynningu um að Laila Anita Bertheussen, sambýliskona Wara, væri nú með stöðu grunaðs manns í öðrum málum. Auk þess að hafa kveikt í bílnum og fyrir að hafa sent öryggismálaráðherranum hótun, er hún grunuð um skemmdarverk á eigin heimili.Á blaðamannafundinum þakkaði Wara Ernu Solberg, forsætisráðherra, og Siv Jensen, fjármálaráðherra og leiðtoga Framfaraflokksins, fyrir traustið í hans garð. Þá sagðist hann gera sér grein fyrir því að blaðamenn hefðu margar spurningar en Wara sagðist ekki geta svarað þeim að svo stöddu. Ekki er víst hver tekur við ráðuneytinu en Wara er fjórði dómsmálaráðherrann til að láta af störfum frá því núverandi ríkisstjórn Noregs tók við völdum árið 2013. Oppdatering i etterforskningen av truslene mot Wara: PST endrer Bertheussens status fra fornærmet til mistenkt i samtlige hendelser, bortsett fra den hun allerede er siktet for. Les pressemelding her: https://t.co/ePY9HbEAOW— PST (@PSTnorge) March 28, 2019 Noregur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Tor Mikkel Wara hefur sagt af sér sem dómsmálaráðherra Noregs. Það gerði hann í kjölfar þess að sambýliskona hans kveikti í bíl hans í fyrr í mánuðinum og laug að lögreglu um hvað gerðist. Þar að auki mun hún hafa sent hótunarbréf til Ingvil Smines Tybring-Gjedde, öryggismálaráðherra Noregs. Laila Anita Bertheussen, sambýliskona Wara, er gert að hafa kveikt í bíl ráðherrans þann 10. mars, samkvæmt NRK. Hún var ákærð þann 14. mars og þá tók Wara sér frí frá störfum. Á blaðamannafundi í dag lýsti hann því yfir að hann hefði sagt af sér og það væri hans eigin ákvörðun. Hann sagði aðra þurfa meira á sér að halda en ríkisstjórnin. Norska öryggislögreglan sendi í dag frá sér tilkynningu um að Laila Anita Bertheussen, sambýliskona Wara, væri nú með stöðu grunaðs manns í öðrum málum. Auk þess að hafa kveikt í bílnum og fyrir að hafa sent öryggismálaráðherranum hótun, er hún grunuð um skemmdarverk á eigin heimili.Á blaðamannafundinum þakkaði Wara Ernu Solberg, forsætisráðherra, og Siv Jensen, fjármálaráðherra og leiðtoga Framfaraflokksins, fyrir traustið í hans garð. Þá sagðist hann gera sér grein fyrir því að blaðamenn hefðu margar spurningar en Wara sagðist ekki geta svarað þeim að svo stöddu. Ekki er víst hver tekur við ráðuneytinu en Wara er fjórði dómsmálaráðherrann til að láta af störfum frá því núverandi ríkisstjórn Noregs tók við völdum árið 2013. Oppdatering i etterforskningen av truslene mot Wara: PST endrer Bertheussens status fra fornærmet til mistenkt i samtlige hendelser, bortsett fra den hun allerede er siktet for. Les pressemelding her: https://t.co/ePY9HbEAOW— PST (@PSTnorge) March 28, 2019
Noregur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira