Brasilíski framherjinn Roberto Firmino kom Liverpool yfir á 16. mínútu en landi hans, Lucas Moura, jafnaði fyrir Tottenham þegar 20 mínútur voru eftir.
Liverpool er með tveggja stiga forskot á Manchester City á toppnum. City-menn eiga leik til góða á Rauða herinn.
Í hinum leik gærdagsins vann Chelsea 1-2 sigur á Cardiff City. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff sem komst yfir með marki Victors Camarasa í upphafi seinni hálfleiks.
Þegar sex mínútur voru til leiksloka jafnaði César Azpilicueta með marki sem hefði átt að dæma af vegna rangstöðu. Ruben Loftus-Cheek skoraði svo sigurmark Lundúnaliðsins í uppbótartíma.
Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, var æfur út í dómara leiksins og skammast yfir þeim í viðtölum eftir leik.
Mörkin sex úr leikjunum tveimur frá því í gær má sjá hér fyrir neðan.
Liverpool 2-1 Tottenham
Cardiff 1-2 Chelsea