„Svona gerir maður ekki“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. júní 2019 19:30 Fjármálaáætlun verður líklega afgreidd úr nefnd í fyrramálið. Þingmaður Samfylkingar segir málshraðann ámælisverðan þar sem hagsmunaaðilar fái ekki tækifæri til þess að tjá sig um breytingarnar. Formaður Þroskahjálpar veit ekki hvað verði skorið niður og segist ósátt með vinnubrögðin. Breytingar á bæði fjármálastefnu- og áætlun fóru til umræðu í fjárlaganefnd í síðustu viku. Nefndin fjallaði um málið í morgun og annar fundur verður í kvöld. „Ég held að ætlunin sé að taka fjármálastefnuna út í kvöld og fjármálaáætlun fer út úr nefnd líklega á morgun þannig þetta er að gerast allt mjög hratt og án mikillar umræðu um hvort þetta séu þeir þættir sem við eigum að láta mæta því höggi sem hagkerfið er að verða fyrir," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar. Meðal stærstu breytinga eru að fjárframlög til öryrkja og fatlaðs fólks lækka verulega frá fyrri tillögu, þrátt fyrir aukningu frá fyrri árum. Mismunurinn nemur átta milljörðum króna. Formaður Þroskahjálpar segir að innspýtingin hafi verið nauðsynleg.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.„Við áttum okkur ekki á í hverju þetta felst og þegar fjármálaráðherra segir að enginn eigi að finna fyrir þessu. Að það eigi bara að hagræða og breyta verkferlum að þá viljum við bara sjá hvað það þýðir," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. „Við erum hérna með fólk sem býr við það að hafa ekki val um hvernig það ver frítíma sínum eða hvernig það hagar sínu lífi vegna þess að þjónustan er svo takmörkuð að það er rétt svo séð til þess að þau fái að borða og aðstoð við að klæða sig. Ætla menn að hagræða þarna? Ég er mjög ósátt við þessi vinnubrögð," segir Bryndís. Ágúst Ólafur tekur undir þetta. „Þessar breytingatillögur breyta fjármálaáætlun í grundvallaratriðum og þetta er keyrt hér í gegn á tveimur fundum. Þetta er mjög ámælisvert," segir hann. Bryndís segist hafa rætt við félaga í Þroskahjálp í dag. „Þau voru mjög ósátt, þegar ég bar þetta undir þau í dag. En það sem helst stendur upp úr var bara að þau sögðu: „Svona gerir maður ekki"," segir Bryndís. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Fjármálaáætlun verður líklega afgreidd úr nefnd í fyrramálið. Þingmaður Samfylkingar segir málshraðann ámælisverðan þar sem hagsmunaaðilar fái ekki tækifæri til þess að tjá sig um breytingarnar. Formaður Þroskahjálpar veit ekki hvað verði skorið niður og segist ósátt með vinnubrögðin. Breytingar á bæði fjármálastefnu- og áætlun fóru til umræðu í fjárlaganefnd í síðustu viku. Nefndin fjallaði um málið í morgun og annar fundur verður í kvöld. „Ég held að ætlunin sé að taka fjármálastefnuna út í kvöld og fjármálaáætlun fer út úr nefnd líklega á morgun þannig þetta er að gerast allt mjög hratt og án mikillar umræðu um hvort þetta séu þeir þættir sem við eigum að láta mæta því höggi sem hagkerfið er að verða fyrir," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar. Meðal stærstu breytinga eru að fjárframlög til öryrkja og fatlaðs fólks lækka verulega frá fyrri tillögu, þrátt fyrir aukningu frá fyrri árum. Mismunurinn nemur átta milljörðum króna. Formaður Þroskahjálpar segir að innspýtingin hafi verið nauðsynleg.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.„Við áttum okkur ekki á í hverju þetta felst og þegar fjármálaráðherra segir að enginn eigi að finna fyrir þessu. Að það eigi bara að hagræða og breyta verkferlum að þá viljum við bara sjá hvað það þýðir," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. „Við erum hérna með fólk sem býr við það að hafa ekki val um hvernig það ver frítíma sínum eða hvernig það hagar sínu lífi vegna þess að þjónustan er svo takmörkuð að það er rétt svo séð til þess að þau fái að borða og aðstoð við að klæða sig. Ætla menn að hagræða þarna? Ég er mjög ósátt við þessi vinnubrögð," segir Bryndís. Ágúst Ólafur tekur undir þetta. „Þessar breytingatillögur breyta fjármálaáætlun í grundvallaratriðum og þetta er keyrt hér í gegn á tveimur fundum. Þetta er mjög ámælisvert," segir hann. Bryndís segist hafa rætt við félaga í Þroskahjálp í dag. „Þau voru mjög ósátt, þegar ég bar þetta undir þau í dag. En það sem helst stendur upp úr var bara að þau sögðu: „Svona gerir maður ekki"," segir Bryndís.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir