Tim Howard valdi Roy Keane fram yfir Cristiano Ronaldo í valinu á besta samherjanum Anton Ingi Leifsson skrifar 14. október 2019 08:30 Tim Howard og Roy Keane á liðsmynd Man. Utd. vísir/getty RoyKeane er besti samherji sem Tim Howard hafði á ferlinum en þeir léku saman hjá Manchester United. Howard lagði hanskana á hilluna á dögunum og var því í tilefni þess í viðtali við ESPN um ferilinn. Bandaríkjamaðurinn lék með Man. Utd frá 2003 til 2006 en hann kom þangað 22 ára gamall. Hann endaði á að leika 77 leiki fyrir félagið. Þegar hann var spurður út í besta samherjann var líklegast að hann kæmi úr herbúðum Man. Utd þar sem það var stærsta liðið sem markvörðurinn lék með. „Ég spilaði með svo mörgum frábærum leikmönnum og leiðtogum á ferli mínum en það var enginn betri en Roy Keane þegar ég var hjá Manchester United,“ sagði Howard við ESPN.'Roy Keane was the best player I ever played with': Tim Howard picks former Manchester United captain ahead of Cristiano Ronaldo after labelling Irishman the 'toughest son of a b****' he met during his playing career https://t.co/qjLQKFzUeQpic.twitter.com/k1UiyVj2S7— MailOnline Sport (@MailSport) October 13, 2019 Howard gat valið úr mörgum leikmönnum. Ryan Giggs, Ruud van Nistelrooy, Rio Ferdinand, Wayne Rooney, Gerard Pique, Paul Scholes og Cristiano Ronaldo voru á meðal þeirra sem komu til greina en Keane var hlutskarpastur. „Hann var erfiðasti gaur sem ég hef hitt. Hann var stórkostlegur. Hann kenndi mér seiglu og að gefast aldrei upp. Ég lærði svo mikið af honum og notaði það restina af ferlinum til þess að koma því sem hann hafði að segja til næstu kynslóðar.“ „Ef ég gæti farið aftur til ársins 2003 myndi ég segja stressaða 24 ára stráknum sem var að fljúga til Englands til að spila fyrir Man. United, eitt stærsta félag heims, að slaka aðeins á.“ Frá United fór hann til Everton og svo til Bandaríkjanna þar sem hann lék með Colorado Rapids en nú eru skórnir farnir á hilluna. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
RoyKeane er besti samherji sem Tim Howard hafði á ferlinum en þeir léku saman hjá Manchester United. Howard lagði hanskana á hilluna á dögunum og var því í tilefni þess í viðtali við ESPN um ferilinn. Bandaríkjamaðurinn lék með Man. Utd frá 2003 til 2006 en hann kom þangað 22 ára gamall. Hann endaði á að leika 77 leiki fyrir félagið. Þegar hann var spurður út í besta samherjann var líklegast að hann kæmi úr herbúðum Man. Utd þar sem það var stærsta liðið sem markvörðurinn lék með. „Ég spilaði með svo mörgum frábærum leikmönnum og leiðtogum á ferli mínum en það var enginn betri en Roy Keane þegar ég var hjá Manchester United,“ sagði Howard við ESPN.'Roy Keane was the best player I ever played with': Tim Howard picks former Manchester United captain ahead of Cristiano Ronaldo after labelling Irishman the 'toughest son of a b****' he met during his playing career https://t.co/qjLQKFzUeQpic.twitter.com/k1UiyVj2S7— MailOnline Sport (@MailSport) October 13, 2019 Howard gat valið úr mörgum leikmönnum. Ryan Giggs, Ruud van Nistelrooy, Rio Ferdinand, Wayne Rooney, Gerard Pique, Paul Scholes og Cristiano Ronaldo voru á meðal þeirra sem komu til greina en Keane var hlutskarpastur. „Hann var erfiðasti gaur sem ég hef hitt. Hann var stórkostlegur. Hann kenndi mér seiglu og að gefast aldrei upp. Ég lærði svo mikið af honum og notaði það restina af ferlinum til þess að koma því sem hann hafði að segja til næstu kynslóðar.“ „Ef ég gæti farið aftur til ársins 2003 myndi ég segja stressaða 24 ára stráknum sem var að fljúga til Englands til að spila fyrir Man. United, eitt stærsta félag heims, að slaka aðeins á.“ Frá United fór hann til Everton og svo til Bandaríkjanna þar sem hann lék með Colorado Rapids en nú eru skórnir farnir á hilluna.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira