Tvær krappar og djúpar lægðir á sveimi suðvestur af landinu Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2019 07:23 Tvær krappar og nokkuð djúpar lægðir eru á sveimi djúpt suðvestur í hafi, en þeim fylgir sameiginlegt úrkomusvæði sem nálgast suðurströndina. Gul viðvörun tekur gildi á Suðurlandi á hádegi og suðaustanlands síðdegis. Er þar spáð vindi, 20 til 25 metrum á sekúndu. Þetta kemur fram hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Samfara lægðunum fer austanvindur vaxandi í dag og verður að stormi eða roki undir Eyjafjöllum, við Reynisfjall og Öræfajökul síðdegis. „Jafnframt þykknar upp víða á landinu og snjóar sums staðar sunnanlands seinni partinn. Í kvöld hvessir einnig úr norðaustri á Vestfjörðum með éljagangi og hríðarveðri á þeim slóðum fram eftir nóttu. Svalt loft umlykur landið og því víða talsvert frost. Á morgun eru lægðirnar komnar langt austur í haf og vindur orðinn norðanstæðari. Gengur á með éljum víða um land, en léttir til fyrir sunnan og vestan og hlýnar heldur. Lægir síðan um kvöldið og dregur úr éljum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag: Norðaustan 13-20 m/s í fyrstu með snjókomu eða éljum N- og A-lands og hita kringum frostmark. Lægir síðan smám saman og léttir til, en áfram dálítil él á N- og A-landi og kólnar í veðri.Á mánudag: Gengur í suðaustan 13-18 m/s með snjókomu, en slyddu eða rigningu við S-ströndina síðdegis. Hægari NA-lands framan af degi, en hvessir seinni partinn og fer að snjóa. Hiti að 5 stigum syðst á landinu, annars 0 til 10 stiga frost, kaldast á NA-landi.Á þriðjudag: Útlit fyrir að gangi í norðan- og norðaustanstórhríð á N-verðu landinu, en hægari vindar og él syðra. Hiti kringum frostmark.Á miðvikudag og fimmtudag: Lítur út fyrir ákveðna norðanátt með snjókomu eða éljagangi, en bjartviðri sunnan heiða og kólnandi veður.Á föstudag: Líklega austan- og norðaustanáttir með snjókomu eða éljum í flestum landshlutum og kalt veður. Veður Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Tvær krappar og nokkuð djúpar lægðir eru á sveimi djúpt suðvestur í hafi, en þeim fylgir sameiginlegt úrkomusvæði sem nálgast suðurströndina. Gul viðvörun tekur gildi á Suðurlandi á hádegi og suðaustanlands síðdegis. Er þar spáð vindi, 20 til 25 metrum á sekúndu. Þetta kemur fram hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Samfara lægðunum fer austanvindur vaxandi í dag og verður að stormi eða roki undir Eyjafjöllum, við Reynisfjall og Öræfajökul síðdegis. „Jafnframt þykknar upp víða á landinu og snjóar sums staðar sunnanlands seinni partinn. Í kvöld hvessir einnig úr norðaustri á Vestfjörðum með éljagangi og hríðarveðri á þeim slóðum fram eftir nóttu. Svalt loft umlykur landið og því víða talsvert frost. Á morgun eru lægðirnar komnar langt austur í haf og vindur orðinn norðanstæðari. Gengur á með éljum víða um land, en léttir til fyrir sunnan og vestan og hlýnar heldur. Lægir síðan um kvöldið og dregur úr éljum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag: Norðaustan 13-20 m/s í fyrstu með snjókomu eða éljum N- og A-lands og hita kringum frostmark. Lægir síðan smám saman og léttir til, en áfram dálítil él á N- og A-landi og kólnar í veðri.Á mánudag: Gengur í suðaustan 13-18 m/s með snjókomu, en slyddu eða rigningu við S-ströndina síðdegis. Hægari NA-lands framan af degi, en hvessir seinni partinn og fer að snjóa. Hiti að 5 stigum syðst á landinu, annars 0 til 10 stiga frost, kaldast á NA-landi.Á þriðjudag: Útlit fyrir að gangi í norðan- og norðaustanstórhríð á N-verðu landinu, en hægari vindar og él syðra. Hiti kringum frostmark.Á miðvikudag og fimmtudag: Lítur út fyrir ákveðna norðanátt með snjókomu eða éljagangi, en bjartviðri sunnan heiða og kólnandi veður.Á föstudag: Líklega austan- og norðaustanáttir með snjókomu eða éljum í flestum landshlutum og kalt veður.
Veður Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira