Þetta kemur fram hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Samfara lægðunum fer austanvindur vaxandi í dag og verður að stormi eða roki undir Eyjafjöllum, við Reynisfjall og Öræfajökul síðdegis.
„Jafnframt þykknar upp víða á landinu og snjóar sums staðar sunnanlands seinni partinn. Í kvöld hvessir einnig úr norðaustri á Vestfjörðum með éljagangi og hríðarveðri á þeim slóðum fram eftir nóttu. Svalt loft umlykur landið og því víða talsvert frost.
Á morgun eru lægðirnar komnar langt austur í haf og vindur orðinn norðanstæðari. Gengur á með éljum víða um land, en léttir til fyrir sunnan og vestan og hlýnar heldur. Lægir síðan um kvöldið og dregur úr éljum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag: Norðaustan 13-20 m/s í fyrstu með snjókomu eða éljum N- og A-lands og hita kringum frostmark. Lægir síðan smám saman og léttir til, en áfram dálítil él á N- og A-landi og kólnar í veðri.Á mánudag: Gengur í suðaustan 13-18 m/s með snjókomu, en slyddu eða rigningu við S-ströndina síðdegis. Hægari NA-lands framan af degi, en hvessir seinni partinn og fer að snjóa. Hiti að 5 stigum syðst á landinu, annars 0 til 10 stiga frost, kaldast á NA-landi.
Á þriðjudag: Útlit fyrir að gangi í norðan- og norðaustanstórhríð á N-verðu landinu, en hægari vindar og él syðra. Hiti kringum frostmark.
Á miðvikudag og fimmtudag: Lítur út fyrir ákveðna norðanátt með snjókomu eða éljagangi, en bjartviðri sunnan heiða og kólnandi veður.
Á föstudag: Líklega austan- og norðaustanáttir með snjókomu eða éljum í flestum landshlutum og kalt veður.