Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2019 14:56 Cecilía Rán Rúnarsdóttir er valin í íslenska landsliðið í fyrsta sinn. Vísir/Bára Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannhóp sinn fyrir fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2021. Jón Þór gerði grein fyrir vali sínu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Sýnar í dag. Þetta er fyrstu keppnisleikir íslensku stelpnanna síðan að Jón Þór tók við liðinu af Frey Alexanderssyni. Leikirnir fara fram á Laugardalsvelli í lok ágúst og byrjun september en þeir eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021. Jón Þór Hauksson hefur stýrt íslenska liðinu í átta æfingaleikjum í ár þar af þremur þeirra á Algarve-mótinu en nú er komið að fyrsta alvöru prófinu. Cloé Lacasse er komin með íslenskt ríkisfang en hún var ekki valinn í hópinn að þessu sinni. Cloé Lacasse skoraði 11 mörk í 12 leikjum með ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í sumar áður en hún yfirgaf Eyjarnar og samdi við portúgalska félagið Benfica. Í hópnum er aftur á móti Cecilía Rán Rúnarsdóttir frá Fylki en hún er nýbúin að halda upp á sextán ára afmælið sitt. Cecilía Rán er eini nýliðinn í landsliðshópnum að þessu sinni. Jón Þór gerir tvær breytingar á hópnum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir kemur inn fyrir Guðbjörgu Gunnarsdóttur sem er ólétt og Svava Rós Guðmundsdóttir kemur inn fyrir Söndru Maríu Jessen. Reynsluboltinn Margrét Lára Viðarsdóttir er í landsliðshópnum og hún var ein af sjö Valskonum sem voru valdar. Breiðablik er líka með sjö leikmenn í hópnum.Hópurinn fyrir leikina á móti Ungverjalandi og Slóvakíu: Sandra Sigurðardóttir | Valur Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir Ásta Eir Árnadóttir | Breiðablik Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden Sif Atladóttir | Kristianstads DFF Guðný Árnadóttir | Valur Anna Björk Kristjánsdóttir | PSV Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir | Breiðablik Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur Dagný Brynjarsdóttir | Portland Thorns Margrét Lára Viðarsdóttir | Valur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Breiðablik Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik Hlín Eiríksdóttir | Valur Agla María Albertsdóttir | Breiðablik Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Breiðablik Elín Metta Jensen | Valur Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstads DFF Fanndís Friðriksdóttir | Valur EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannhóp sinn fyrir fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2021. Jón Þór gerði grein fyrir vali sínu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Sýnar í dag. Þetta er fyrstu keppnisleikir íslensku stelpnanna síðan að Jón Þór tók við liðinu af Frey Alexanderssyni. Leikirnir fara fram á Laugardalsvelli í lok ágúst og byrjun september en þeir eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021. Jón Þór Hauksson hefur stýrt íslenska liðinu í átta æfingaleikjum í ár þar af þremur þeirra á Algarve-mótinu en nú er komið að fyrsta alvöru prófinu. Cloé Lacasse er komin með íslenskt ríkisfang en hún var ekki valinn í hópinn að þessu sinni. Cloé Lacasse skoraði 11 mörk í 12 leikjum með ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í sumar áður en hún yfirgaf Eyjarnar og samdi við portúgalska félagið Benfica. Í hópnum er aftur á móti Cecilía Rán Rúnarsdóttir frá Fylki en hún er nýbúin að halda upp á sextán ára afmælið sitt. Cecilía Rán er eini nýliðinn í landsliðshópnum að þessu sinni. Jón Þór gerir tvær breytingar á hópnum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir kemur inn fyrir Guðbjörgu Gunnarsdóttur sem er ólétt og Svava Rós Guðmundsdóttir kemur inn fyrir Söndru Maríu Jessen. Reynsluboltinn Margrét Lára Viðarsdóttir er í landsliðshópnum og hún var ein af sjö Valskonum sem voru valdar. Breiðablik er líka með sjö leikmenn í hópnum.Hópurinn fyrir leikina á móti Ungverjalandi og Slóvakíu: Sandra Sigurðardóttir | Valur Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir Ásta Eir Árnadóttir | Breiðablik Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden Sif Atladóttir | Kristianstads DFF Guðný Árnadóttir | Valur Anna Björk Kristjánsdóttir | PSV Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir | Breiðablik Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur Dagný Brynjarsdóttir | Portland Thorns Margrét Lára Viðarsdóttir | Valur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Breiðablik Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik Hlín Eiríksdóttir | Valur Agla María Albertsdóttir | Breiðablik Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Breiðablik Elín Metta Jensen | Valur Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstads DFF Fanndís Friðriksdóttir | Valur
EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sjá meira