Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2019 14:56 Cecilía Rán Rúnarsdóttir er valin í íslenska landsliðið í fyrsta sinn. Vísir/Bára Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannhóp sinn fyrir fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2021. Jón Þór gerði grein fyrir vali sínu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Sýnar í dag. Þetta er fyrstu keppnisleikir íslensku stelpnanna síðan að Jón Þór tók við liðinu af Frey Alexanderssyni. Leikirnir fara fram á Laugardalsvelli í lok ágúst og byrjun september en þeir eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021. Jón Þór Hauksson hefur stýrt íslenska liðinu í átta æfingaleikjum í ár þar af þremur þeirra á Algarve-mótinu en nú er komið að fyrsta alvöru prófinu. Cloé Lacasse er komin með íslenskt ríkisfang en hún var ekki valinn í hópinn að þessu sinni. Cloé Lacasse skoraði 11 mörk í 12 leikjum með ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í sumar áður en hún yfirgaf Eyjarnar og samdi við portúgalska félagið Benfica. Í hópnum er aftur á móti Cecilía Rán Rúnarsdóttir frá Fylki en hún er nýbúin að halda upp á sextán ára afmælið sitt. Cecilía Rán er eini nýliðinn í landsliðshópnum að þessu sinni. Jón Þór gerir tvær breytingar á hópnum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir kemur inn fyrir Guðbjörgu Gunnarsdóttur sem er ólétt og Svava Rós Guðmundsdóttir kemur inn fyrir Söndru Maríu Jessen. Reynsluboltinn Margrét Lára Viðarsdóttir er í landsliðshópnum og hún var ein af sjö Valskonum sem voru valdar. Breiðablik er líka með sjö leikmenn í hópnum.Hópurinn fyrir leikina á móti Ungverjalandi og Slóvakíu: Sandra Sigurðardóttir | Valur Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir Ásta Eir Árnadóttir | Breiðablik Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden Sif Atladóttir | Kristianstads DFF Guðný Árnadóttir | Valur Anna Björk Kristjánsdóttir | PSV Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir | Breiðablik Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur Dagný Brynjarsdóttir | Portland Thorns Margrét Lára Viðarsdóttir | Valur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Breiðablik Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik Hlín Eiríksdóttir | Valur Agla María Albertsdóttir | Breiðablik Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Breiðablik Elín Metta Jensen | Valur Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstads DFF Fanndís Friðriksdóttir | Valur EM 2021 í Englandi Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannhóp sinn fyrir fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2021. Jón Þór gerði grein fyrir vali sínu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Sýnar í dag. Þetta er fyrstu keppnisleikir íslensku stelpnanna síðan að Jón Þór tók við liðinu af Frey Alexanderssyni. Leikirnir fara fram á Laugardalsvelli í lok ágúst og byrjun september en þeir eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021. Jón Þór Hauksson hefur stýrt íslenska liðinu í átta æfingaleikjum í ár þar af þremur þeirra á Algarve-mótinu en nú er komið að fyrsta alvöru prófinu. Cloé Lacasse er komin með íslenskt ríkisfang en hún var ekki valinn í hópinn að þessu sinni. Cloé Lacasse skoraði 11 mörk í 12 leikjum með ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í sumar áður en hún yfirgaf Eyjarnar og samdi við portúgalska félagið Benfica. Í hópnum er aftur á móti Cecilía Rán Rúnarsdóttir frá Fylki en hún er nýbúin að halda upp á sextán ára afmælið sitt. Cecilía Rán er eini nýliðinn í landsliðshópnum að þessu sinni. Jón Þór gerir tvær breytingar á hópnum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir kemur inn fyrir Guðbjörgu Gunnarsdóttur sem er ólétt og Svava Rós Guðmundsdóttir kemur inn fyrir Söndru Maríu Jessen. Reynsluboltinn Margrét Lára Viðarsdóttir er í landsliðshópnum og hún var ein af sjö Valskonum sem voru valdar. Breiðablik er líka með sjö leikmenn í hópnum.Hópurinn fyrir leikina á móti Ungverjalandi og Slóvakíu: Sandra Sigurðardóttir | Valur Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir Ásta Eir Árnadóttir | Breiðablik Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden Sif Atladóttir | Kristianstads DFF Guðný Árnadóttir | Valur Anna Björk Kristjánsdóttir | PSV Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir | Breiðablik Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur Dagný Brynjarsdóttir | Portland Thorns Margrét Lára Viðarsdóttir | Valur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Breiðablik Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik Hlín Eiríksdóttir | Valur Agla María Albertsdóttir | Breiðablik Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Breiðablik Elín Metta Jensen | Valur Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstads DFF Fanndís Friðriksdóttir | Valur
EM 2021 í Englandi Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira