Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2019 14:56 Cecilía Rán Rúnarsdóttir er valin í íslenska landsliðið í fyrsta sinn. Vísir/Bára Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannhóp sinn fyrir fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2021. Jón Þór gerði grein fyrir vali sínu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Sýnar í dag. Þetta er fyrstu keppnisleikir íslensku stelpnanna síðan að Jón Þór tók við liðinu af Frey Alexanderssyni. Leikirnir fara fram á Laugardalsvelli í lok ágúst og byrjun september en þeir eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021. Jón Þór Hauksson hefur stýrt íslenska liðinu í átta æfingaleikjum í ár þar af þremur þeirra á Algarve-mótinu en nú er komið að fyrsta alvöru prófinu. Cloé Lacasse er komin með íslenskt ríkisfang en hún var ekki valinn í hópinn að þessu sinni. Cloé Lacasse skoraði 11 mörk í 12 leikjum með ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í sumar áður en hún yfirgaf Eyjarnar og samdi við portúgalska félagið Benfica. Í hópnum er aftur á móti Cecilía Rán Rúnarsdóttir frá Fylki en hún er nýbúin að halda upp á sextán ára afmælið sitt. Cecilía Rán er eini nýliðinn í landsliðshópnum að þessu sinni. Jón Þór gerir tvær breytingar á hópnum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir kemur inn fyrir Guðbjörgu Gunnarsdóttur sem er ólétt og Svava Rós Guðmundsdóttir kemur inn fyrir Söndru Maríu Jessen. Reynsluboltinn Margrét Lára Viðarsdóttir er í landsliðshópnum og hún var ein af sjö Valskonum sem voru valdar. Breiðablik er líka með sjö leikmenn í hópnum.Hópurinn fyrir leikina á móti Ungverjalandi og Slóvakíu: Sandra Sigurðardóttir | Valur Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir Ásta Eir Árnadóttir | Breiðablik Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden Sif Atladóttir | Kristianstads DFF Guðný Árnadóttir | Valur Anna Björk Kristjánsdóttir | PSV Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir | Breiðablik Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur Dagný Brynjarsdóttir | Portland Thorns Margrét Lára Viðarsdóttir | Valur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Breiðablik Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik Hlín Eiríksdóttir | Valur Agla María Albertsdóttir | Breiðablik Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Breiðablik Elín Metta Jensen | Valur Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstads DFF Fanndís Friðriksdóttir | Valur EM 2021 í Englandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannhóp sinn fyrir fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2021. Jón Þór gerði grein fyrir vali sínu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Sýnar í dag. Þetta er fyrstu keppnisleikir íslensku stelpnanna síðan að Jón Þór tók við liðinu af Frey Alexanderssyni. Leikirnir fara fram á Laugardalsvelli í lok ágúst og byrjun september en þeir eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021. Jón Þór Hauksson hefur stýrt íslenska liðinu í átta æfingaleikjum í ár þar af þremur þeirra á Algarve-mótinu en nú er komið að fyrsta alvöru prófinu. Cloé Lacasse er komin með íslenskt ríkisfang en hún var ekki valinn í hópinn að þessu sinni. Cloé Lacasse skoraði 11 mörk í 12 leikjum með ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í sumar áður en hún yfirgaf Eyjarnar og samdi við portúgalska félagið Benfica. Í hópnum er aftur á móti Cecilía Rán Rúnarsdóttir frá Fylki en hún er nýbúin að halda upp á sextán ára afmælið sitt. Cecilía Rán er eini nýliðinn í landsliðshópnum að þessu sinni. Jón Þór gerir tvær breytingar á hópnum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir kemur inn fyrir Guðbjörgu Gunnarsdóttur sem er ólétt og Svava Rós Guðmundsdóttir kemur inn fyrir Söndru Maríu Jessen. Reynsluboltinn Margrét Lára Viðarsdóttir er í landsliðshópnum og hún var ein af sjö Valskonum sem voru valdar. Breiðablik er líka með sjö leikmenn í hópnum.Hópurinn fyrir leikina á móti Ungverjalandi og Slóvakíu: Sandra Sigurðardóttir | Valur Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir Ásta Eir Árnadóttir | Breiðablik Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden Sif Atladóttir | Kristianstads DFF Guðný Árnadóttir | Valur Anna Björk Kristjánsdóttir | PSV Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir | Breiðablik Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur Dagný Brynjarsdóttir | Portland Thorns Margrét Lára Viðarsdóttir | Valur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Breiðablik Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik Hlín Eiríksdóttir | Valur Agla María Albertsdóttir | Breiðablik Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Breiðablik Elín Metta Jensen | Valur Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstads DFF Fanndís Friðriksdóttir | Valur
EM 2021 í Englandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira