Terry: Fullkominn tími fyrir Frank Lampard að fara aftur heim til Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2019 10:30 John Terry og Frank Lampard fagna saman með Englandsbikarinn árið 2006 og við hlið þeirra er góðvinur þeirra Eiður Smári Guðjohnsen. Getty/Gareth Cattermole John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea, er himinlifandi með fréttirnar af því að góðvinur hans og fyrrum liðsfélagi, Frank Lampard, sé líklega næsti knattspyrnustjóri Chelsea. Hinn 41 árs gamli Frank Lampard er núverandi knattspyrnustjóri Derby County en forráðamenn Derby hafa gefið honum leyfi til að tala við Chelsea. Chelsea er að leita sér að nýjum knattspyrnustjóra eftir að Maurizio Sarri yfirgaf Stamford Bridge og tók við ítalska félaginu Juventus. „Þetta er fullkominn tími fyrir bæði hann og félagið,“ sagði John Terry í viðtali við Daily Mail. John Terry lék með Chelsea frá 1998 til 2017 en Lampard kom til félagsins árið 2001 og lék með því til 2014. „Lamps er goðsögn og nú er rétti tíminn fyrir hann til að koma heim,“ sagði Terry.“Lamps is a legend and now is the right time for him to come home.”https://t.co/DX5EDmaA2G — talkSPORT (@talkSPORT) June 26, 2019 John Terry er í dag aðstoðarknattspyrnustjóri Dean Smith hjá Aston Villa en nýlokið tímabil var það fyrsta hjá honum eftir að Terry setti knattspyrnuskóna upp á hillu. John Terry er viss um að Lampard sé sérstaklega góður kostur fyrir Chelsea nú þegar félagið er í félagsskiptabanni og getur ekki keypt nýja leikmenn. „Með því að hafa Frank í brúnni þá fá ungir leikmenn félagsins alvöru trú á það að þeir eigi möguleika á að vinna sig inn í aðalliðið hjá Chelsea,“ sagði Terry. Frank Lampard kom Derby County alla leið í umspil um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á sínu fyrsta tímabili en liðið tapaði fyrir Aston Villa í úrslitaleiknum á Wembley.The best option for Chelsea? John Terry has his say:https://t.co/CLwBs29xQE — Goal News (@GoalNews) June 26, 2019„Eftir þetta tímabil hans með Derby og sú staðreynd að Chelsea sé í félagsskiptabanni gerir það að verkum að enginn annar er betri í þetta starf en Frank,“ sagði Terry. John Terry og Frank Lampard léku saman í fjórtán ár hjá Chelsea og unnu saman þrettán titla með félaginu þar á meðal ensku deildina þrisvar, enska bikarinn fjórum sinnum, enska deildabikarinn tvisvar, Meistaradeildina árið 2012 og loks Evrópudeildina 2013 sem var þeirra síðasti titill Terry og Lampard saman með Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Fleiri fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Sjá meira
John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea, er himinlifandi með fréttirnar af því að góðvinur hans og fyrrum liðsfélagi, Frank Lampard, sé líklega næsti knattspyrnustjóri Chelsea. Hinn 41 árs gamli Frank Lampard er núverandi knattspyrnustjóri Derby County en forráðamenn Derby hafa gefið honum leyfi til að tala við Chelsea. Chelsea er að leita sér að nýjum knattspyrnustjóra eftir að Maurizio Sarri yfirgaf Stamford Bridge og tók við ítalska félaginu Juventus. „Þetta er fullkominn tími fyrir bæði hann og félagið,“ sagði John Terry í viðtali við Daily Mail. John Terry lék með Chelsea frá 1998 til 2017 en Lampard kom til félagsins árið 2001 og lék með því til 2014. „Lamps er goðsögn og nú er rétti tíminn fyrir hann til að koma heim,“ sagði Terry.“Lamps is a legend and now is the right time for him to come home.”https://t.co/DX5EDmaA2G — talkSPORT (@talkSPORT) June 26, 2019 John Terry er í dag aðstoðarknattspyrnustjóri Dean Smith hjá Aston Villa en nýlokið tímabil var það fyrsta hjá honum eftir að Terry setti knattspyrnuskóna upp á hillu. John Terry er viss um að Lampard sé sérstaklega góður kostur fyrir Chelsea nú þegar félagið er í félagsskiptabanni og getur ekki keypt nýja leikmenn. „Með því að hafa Frank í brúnni þá fá ungir leikmenn félagsins alvöru trú á það að þeir eigi möguleika á að vinna sig inn í aðalliðið hjá Chelsea,“ sagði Terry. Frank Lampard kom Derby County alla leið í umspil um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á sínu fyrsta tímabili en liðið tapaði fyrir Aston Villa í úrslitaleiknum á Wembley.The best option for Chelsea? John Terry has his say:https://t.co/CLwBs29xQE — Goal News (@GoalNews) June 26, 2019„Eftir þetta tímabil hans með Derby og sú staðreynd að Chelsea sé í félagsskiptabanni gerir það að verkum að enginn annar er betri í þetta starf en Frank,“ sagði Terry. John Terry og Frank Lampard léku saman í fjórtán ár hjá Chelsea og unnu saman þrettán titla með félaginu þar á meðal ensku deildina þrisvar, enska bikarinn fjórum sinnum, enska deildabikarinn tvisvar, Meistaradeildina árið 2012 og loks Evrópudeildina 2013 sem var þeirra síðasti titill Terry og Lampard saman með Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Fleiri fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti