Efling telur engan vafa á að Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2019 15:47 Eldum rétt er sagt vera eitt af nokkrum fyrirtækjum sem keypt hafa vinnuafl af starfsmannaleigunni. Vísir/Ernir Stéttarfélagið Efling telur engan vafa á því að fyrirtækinu Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð á öllum þeim brotum sem framin voru á starfsmönnum sem það leigði frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni hefur Eldum rétt kosið að taka upp sömu málsvörn og Menn í vinnu, nefnilega að samningarnir sem verkamennirnir undirrituðu hafi leyft frádrátt af launum,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við fréttastofu sagði Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar að á sáttafundi aðilanna fyrr í vikunni hafi þau viljað gefa fyrirtækinu færi á að rétta hlut starfsmannanna sem um ræðir: „Þar setjum við fram að okkar mati hóflegt tilboð sem er hugsað til að gefa fyrirtækinu færi á því að sýna raunverulegan vilja til að rétta hlut þeirra sem þarna var brotið á. Því var einfaldlega hafnað.“ Í ljósi þess telji hann fátt annað í stöðunni en að fylgja málinu eftir af fullum krafti fyrir dómi. Forsvarsmenn Eldum rétt hafa sagt í fjölmiðlum að starfsmennirnir sem um ræðir hafi einungis starfað hjá þeim í fjóra daga. Efling segir að fyrirtækið hafi aldrei afhent gögn þess efnis í viðræðum fyrirtækisins við félagið, eða kosið að gera vinnutíma starfsmannanna að umræðuefni fyrr en dómsmálið kom upp í fjölmiðlum. Jafnframt kemur fram í máli Eflingar að í stefnunni á hendur fyrirtækinu sé krafist endurgreiðslu á ólögmætum launafrádrætti, en einnig miskabóta fyrir „þá svívirðu sem mennirnir voru látnir sæta“. Á sáttafundi í liðinni viku hafi Efling lagt fram sáttatilboð sem tók mið af því að Eldum rétt hafi þegar greitt fyrrverandi starfsmönnunum hluta þeirrar upphæðar. Fram kom í tilkynningu Eldum rétt frá því fyrr í dag Efling hafi á fundinum tekið skýrt fram að engin önnur lausn væri til að ljúka málinu en að Eldum rétt myndi greiða 4.404.295 krónur vegna málsins en af þeirri fjárhæð væru þrjár milljónir í miskabætur. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Eldum rétt hafnaði sáttatilboði Eflingar í máli Rúmena Efling segir þetta vera í annað sinn sem Eldum rétt hafni sáttatilboði Eflingar. 6. júlí 2019 11:05 Segir það einlægan vilja að standa undir keðjuábyrgð Fyrirtækið Eldum rétt ehf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem tilkynningu Eflingar frá því í gær er svarað. 7. júlí 2019 10:18 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Stéttarfélagið Efling telur engan vafa á því að fyrirtækinu Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð á öllum þeim brotum sem framin voru á starfsmönnum sem það leigði frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni hefur Eldum rétt kosið að taka upp sömu málsvörn og Menn í vinnu, nefnilega að samningarnir sem verkamennirnir undirrituðu hafi leyft frádrátt af launum,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við fréttastofu sagði Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar að á sáttafundi aðilanna fyrr í vikunni hafi þau viljað gefa fyrirtækinu færi á að rétta hlut starfsmannanna sem um ræðir: „Þar setjum við fram að okkar mati hóflegt tilboð sem er hugsað til að gefa fyrirtækinu færi á því að sýna raunverulegan vilja til að rétta hlut þeirra sem þarna var brotið á. Því var einfaldlega hafnað.“ Í ljósi þess telji hann fátt annað í stöðunni en að fylgja málinu eftir af fullum krafti fyrir dómi. Forsvarsmenn Eldum rétt hafa sagt í fjölmiðlum að starfsmennirnir sem um ræðir hafi einungis starfað hjá þeim í fjóra daga. Efling segir að fyrirtækið hafi aldrei afhent gögn þess efnis í viðræðum fyrirtækisins við félagið, eða kosið að gera vinnutíma starfsmannanna að umræðuefni fyrr en dómsmálið kom upp í fjölmiðlum. Jafnframt kemur fram í máli Eflingar að í stefnunni á hendur fyrirtækinu sé krafist endurgreiðslu á ólögmætum launafrádrætti, en einnig miskabóta fyrir „þá svívirðu sem mennirnir voru látnir sæta“. Á sáttafundi í liðinni viku hafi Efling lagt fram sáttatilboð sem tók mið af því að Eldum rétt hafi þegar greitt fyrrverandi starfsmönnunum hluta þeirrar upphæðar. Fram kom í tilkynningu Eldum rétt frá því fyrr í dag Efling hafi á fundinum tekið skýrt fram að engin önnur lausn væri til að ljúka málinu en að Eldum rétt myndi greiða 4.404.295 krónur vegna málsins en af þeirri fjárhæð væru þrjár milljónir í miskabætur.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Eldum rétt hafnaði sáttatilboði Eflingar í máli Rúmena Efling segir þetta vera í annað sinn sem Eldum rétt hafni sáttatilboði Eflingar. 6. júlí 2019 11:05 Segir það einlægan vilja að standa undir keðjuábyrgð Fyrirtækið Eldum rétt ehf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem tilkynningu Eflingar frá því í gær er svarað. 7. júlí 2019 10:18 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15
Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26
Eldum rétt hafnaði sáttatilboði Eflingar í máli Rúmena Efling segir þetta vera í annað sinn sem Eldum rétt hafni sáttatilboði Eflingar. 6. júlí 2019 11:05
Segir það einlægan vilja að standa undir keðjuábyrgð Fyrirtækið Eldum rétt ehf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem tilkynningu Eflingar frá því í gær er svarað. 7. júlí 2019 10:18