Hefur heimsótt 70 sveitarfélög gangandi með hjólbörur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. september 2019 19:30 Hugi Garðarsson, tuttugu og eins árs Reykvíkingur hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði því hann hefur gengið um landið með hjólbörur og heimsótt sjötíu sveitarfélög. Hugi hefur alltaf verið duglegur að ganga og hann ákvað fyrir löngu að hann vildi ganga til styrktar Krabbameinsfélaginu til minningar um ömmu sína, Guðrúnu Hall, sem lést úr krabbameini fyrir 5 árum. Hugi elskar að vera úti í náttúrunni og það hefur hann svo sannarlega verið í sumar því hann er búin að vera á gangi með hjólbörurnar sínar í þrjá mánuði. „Mér finnst mjög gaman að labba í Reykjavík, í vinnuna, í skóla eða hvað sem er. Mig langað að ýta þessu lengra, fara í næsta bæ, kringum Þingvallavatn og síðan ákvað ég bara að labba einn stóran hring í kringum þjóðveg númer eitt og svo núna þetta sumar ákvað ég að styrkja Krabbameinsfélagið með því að labba á sjötíu bæi, á hvern landshluta . Á Snæfellsnes, alla Vestfirði, Norðausturland, Norðurland, Austfirði, Suðurland og Reykjanes“, segir Hugi. Það er einnig hægt að styrkja Krabbameinsfélagið með því að leggja inn á þennan reikning.Magnús HlynurÞegar Hugi er spurður hvaða sveitarfélög hafi verið skemmtilegast að heimsækja stendur ekki á svarinu. „Ég myndi segja Austfirðirnir, bæirnir þar, Reyðarfjörður og Neskaupstaður. Annars voru Vestfirðirnir líka mjög skemmtilegir, ég hafði aldrei komið þangað, eins og Tálknafjörður, Bíldudalur, Patreksfjörður, þetta er allt svona mjög litlir, sætir og skemmtilegir bæir“. En af hverju er hann með hjólbörur með sér? „Nú til þess að hafa miklu meiri farangur en maður ætti að hafa. Annars er ég með gítar, kodda, helling af mat og kistu fulla af fötum, tölvu og öðru, sem ég þarf á að halda í hjólbörunum“.Hugi sem er landvörður í Skaftafelli stundar klassískan gítarleik og hefur notað tækifærið í göngu sumarsins að fara inn í kirkjur og spila á gítarinn. Hugi hefur nú þegar safnað um hálfri milljón fyrir Krabbameinsfélagið en hann vonast til að hann verði búin að ná mun hærri upphæð þegar göngunni lýkur við Þingvallavatn um miðjan mánuðinn. Hægt er að hringja í símanúmerið 908 – 1001 og styrkja gönguna hans Huga og þar með Krabbameinsfélagið með þúsund króna framlagi. Hugi er líka með Facebook síðuna „70 bæja hjólböruganga“ fyrir þá sem vilja fylgjast með honum. Hér má sjá Íslandskort og þær leiðir sem Hugi hefur gengið í sumar.Hugi Garðarsson Árborg Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Hugi Garðarsson, tuttugu og eins árs Reykvíkingur hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði því hann hefur gengið um landið með hjólbörur og heimsótt sjötíu sveitarfélög. Hugi hefur alltaf verið duglegur að ganga og hann ákvað fyrir löngu að hann vildi ganga til styrktar Krabbameinsfélaginu til minningar um ömmu sína, Guðrúnu Hall, sem lést úr krabbameini fyrir 5 árum. Hugi elskar að vera úti í náttúrunni og það hefur hann svo sannarlega verið í sumar því hann er búin að vera á gangi með hjólbörurnar sínar í þrjá mánuði. „Mér finnst mjög gaman að labba í Reykjavík, í vinnuna, í skóla eða hvað sem er. Mig langað að ýta þessu lengra, fara í næsta bæ, kringum Þingvallavatn og síðan ákvað ég bara að labba einn stóran hring í kringum þjóðveg númer eitt og svo núna þetta sumar ákvað ég að styrkja Krabbameinsfélagið með því að labba á sjötíu bæi, á hvern landshluta . Á Snæfellsnes, alla Vestfirði, Norðausturland, Norðurland, Austfirði, Suðurland og Reykjanes“, segir Hugi. Það er einnig hægt að styrkja Krabbameinsfélagið með því að leggja inn á þennan reikning.Magnús HlynurÞegar Hugi er spurður hvaða sveitarfélög hafi verið skemmtilegast að heimsækja stendur ekki á svarinu. „Ég myndi segja Austfirðirnir, bæirnir þar, Reyðarfjörður og Neskaupstaður. Annars voru Vestfirðirnir líka mjög skemmtilegir, ég hafði aldrei komið þangað, eins og Tálknafjörður, Bíldudalur, Patreksfjörður, þetta er allt svona mjög litlir, sætir og skemmtilegir bæir“. En af hverju er hann með hjólbörur með sér? „Nú til þess að hafa miklu meiri farangur en maður ætti að hafa. Annars er ég með gítar, kodda, helling af mat og kistu fulla af fötum, tölvu og öðru, sem ég þarf á að halda í hjólbörunum“.Hugi sem er landvörður í Skaftafelli stundar klassískan gítarleik og hefur notað tækifærið í göngu sumarsins að fara inn í kirkjur og spila á gítarinn. Hugi hefur nú þegar safnað um hálfri milljón fyrir Krabbameinsfélagið en hann vonast til að hann verði búin að ná mun hærri upphæð þegar göngunni lýkur við Þingvallavatn um miðjan mánuðinn. Hægt er að hringja í símanúmerið 908 – 1001 og styrkja gönguna hans Huga og þar með Krabbameinsfélagið með þúsund króna framlagi. Hugi er líka með Facebook síðuna „70 bæja hjólböruganga“ fyrir þá sem vilja fylgjast með honum. Hér má sjá Íslandskort og þær leiðir sem Hugi hefur gengið í sumar.Hugi Garðarsson
Árborg Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira