Starfsmenn verslana lítið til í að skamma byssueigendur Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2019 21:48 22 voru myrtir í skotárás í Walmart í El Paso í Texas. AP/Andres Leighton Starfsmenn verslana eins og Walmart og Kroger í Bandaríkjunum eru lítið spenntir fyrir því að þurfa að framfylgja nýjum stefnum fyrirtækjanna um að biðja eigendur skotvopna um að bera byssur sínar ekki í verslununum. Forsvarsmenn Walmart, Kroger og annarra verslanakeðja tilkynntu í vikunni að þeir myndu biðja viðskiptavini um að bera ekki vopn í verslunum keðjanna, jafnvel í ríkjum þar sem vopnaburður er leyfilegur. Reglur þessar eru enn í þróun en Bloomberg segir um tvær milljónir starfsmanna fyrirtækjanna ekki vera ánægða með að þurfa mögulega að biðja vopnað fólk um að geyma byssurnar út í bíl eða yfirgefa verslanirnar. Þeir eru sérstaklega ekki spenntir fyrir því að þurfa að takast á við afleiðingar þess ef tilteknir viðskiptavinir neita að verða við beiðnum þeirra.Einn viðmælandi Bloomberg, sem stýrir stóru verkalýðsfélagi starfsmanna verslana segir ljóst að enginn hafi hugmynd um það hvernig fylgja eigi reglunum eftir. Talsmaður Kroger sagði starfsmenn fyrirtækisins vera að skoða málið með starfsmönnum annarra fyrirtækja. Einn viðmælandi sem starfar hjá Walmart sagði ráð gert fyrir því að verslunarstjórar eða öryggisverðir ræði við fólk sem komi í verslanirnar með skotvopn.Fleiri fyrirtæki bætast í hópinn Tvær mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað í verslunum Walmart í sumar en slíkar árásir eru reglulegar í Bandaríkjunum. Undanfarið hafa forsvarsmenn sífellt fleiri fyrirtækja tekið upp á því að hætta að selja skotvopn eða að selja eingöngu veiðiriffla, eins og Walmart hefur gert. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, hafa fordæmt fyrirtækin og í yfirlýsingu sem beindist sérstaklega að Walmart segir að það sé skammarlegtlegt að forsvarsmenn Walmart hafi látið undan þrýstingi „elítunnar“ sem beiti sér gegn byssum og að frelsiselskandi Bandaríkjamenn muni snúa sér að öðrum verslunum. Margar af verslunum Walmart eru staðsettar í dreifbýlli byggðum þar sem stuðningur við byssueign er meiri en víða annars staðar í Bandaríkjunum. Í skilaboðum til starfsmanna í kjölfar ákvörðunar Walmart sagði Doug McMillon, framkvæmdastjóri fyrirtækisins að núverandi ástand væri ólíðandi. Hann sagði einnig að í kjölfar skotárása í verslunum Walmart hafi aðilar gert sér sérstakar ferðir í verslanir Walmart með byssur og þá eingöngu til þess að hræða starfsmenn og viðskiptavini verslananna. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Starfsmenn verslana eins og Walmart og Kroger í Bandaríkjunum eru lítið spenntir fyrir því að þurfa að framfylgja nýjum stefnum fyrirtækjanna um að biðja eigendur skotvopna um að bera byssur sínar ekki í verslununum. Forsvarsmenn Walmart, Kroger og annarra verslanakeðja tilkynntu í vikunni að þeir myndu biðja viðskiptavini um að bera ekki vopn í verslunum keðjanna, jafnvel í ríkjum þar sem vopnaburður er leyfilegur. Reglur þessar eru enn í þróun en Bloomberg segir um tvær milljónir starfsmanna fyrirtækjanna ekki vera ánægða með að þurfa mögulega að biðja vopnað fólk um að geyma byssurnar út í bíl eða yfirgefa verslanirnar. Þeir eru sérstaklega ekki spenntir fyrir því að þurfa að takast á við afleiðingar þess ef tilteknir viðskiptavinir neita að verða við beiðnum þeirra.Einn viðmælandi Bloomberg, sem stýrir stóru verkalýðsfélagi starfsmanna verslana segir ljóst að enginn hafi hugmynd um það hvernig fylgja eigi reglunum eftir. Talsmaður Kroger sagði starfsmenn fyrirtækisins vera að skoða málið með starfsmönnum annarra fyrirtækja. Einn viðmælandi sem starfar hjá Walmart sagði ráð gert fyrir því að verslunarstjórar eða öryggisverðir ræði við fólk sem komi í verslanirnar með skotvopn.Fleiri fyrirtæki bætast í hópinn Tvær mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað í verslunum Walmart í sumar en slíkar árásir eru reglulegar í Bandaríkjunum. Undanfarið hafa forsvarsmenn sífellt fleiri fyrirtækja tekið upp á því að hætta að selja skotvopn eða að selja eingöngu veiðiriffla, eins og Walmart hefur gert. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, hafa fordæmt fyrirtækin og í yfirlýsingu sem beindist sérstaklega að Walmart segir að það sé skammarlegtlegt að forsvarsmenn Walmart hafi látið undan þrýstingi „elítunnar“ sem beiti sér gegn byssum og að frelsiselskandi Bandaríkjamenn muni snúa sér að öðrum verslunum. Margar af verslunum Walmart eru staðsettar í dreifbýlli byggðum þar sem stuðningur við byssueign er meiri en víða annars staðar í Bandaríkjunum. Í skilaboðum til starfsmanna í kjölfar ákvörðunar Walmart sagði Doug McMillon, framkvæmdastjóri fyrirtækisins að núverandi ástand væri ólíðandi. Hann sagði einnig að í kjölfar skotárása í verslunum Walmart hafi aðilar gert sér sérstakar ferðir í verslanir Walmart með byssur og þá eingöngu til þess að hræða starfsmenn og viðskiptavini verslananna.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira