Svört skýrsla og sakar borgarstjórn um spillingu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. apríl 2019 13:36 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallar eftir að kafað verði ofan í öll verkefni sem framkvæmd hafi verið á vegum borgarinnar. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Miðflokksins telur skýrslu innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar svarta. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. Borgarstjóri segir verkferla hafna til að bregðast við ábendingum skýrslunnar og allt eigi þetta sér eðlilegar skýringar. Skýrslan var kynnt í Borgarráði í gær og þar kemur fram að þrjár af fjórum verkframkvæmdun sem kannaðar voru voru innan viðmiða. Mathöllin við Hlemm fór 79 prósent framúr áætlun. „Ástandið á húsinu var þannig að það þurfit að fara í mikla endurgerð á þaki, raflögnum og fleiru. Það má segja að það séu eðlilegar skýringar á því.“ Alvarlegustu athugasemdina gerði endurskoðandinn við kostnaðaráætlun vegna eftirlits með framkvæmdum. Hún hafi í öllum tilfellum verið vanáætluð. Ein ábending var metin á rauðu áhættustigi, en hún varðar mikilvægi þess að bæta gæði kostnaðaráætlana fyrir alla verkþætti.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á 40 ára afmæli Hlemms í ágúst 2018.Fréttablaðið/Ernir„Innri endurskoðun kallaði eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum við ábendingum sínum og metur þær ásættanlegar. Lykilatriði í þessu er að fylgja þessu eftir. Við erum í heilmiklu umbótaferli sem fór af stað fyrr í vetur og ætlum okkur að klára það með sóma,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir skýrsluna svarta. „Það þýðir ekkert að segja það núna, með eftiráskýringum, að það eigi að breyta verkreglum. Reglurnar eru klárar. Reykjavík starfar eftir reglum um opinber innkaup og hefur sett sínar innkaupareglur. Það þýðir ekkert að koma fram núna þegar allir þessir skandalar eru komnir upp á borð og segja við þurfum að breyta einhverju.“ Hún segir að nú sé komið að tímamótum í rekstri borgarinnar varðandi framkvæmdir. „Það verður bara að fara algjörlega ofan í öll verkefni sem hafa verið framkvæmd. Því þetta ber allt af sama brunni. Framúrkeyrsla, óráðsía og lögbrot. Við skulum þá bara bæta því fjórða við, spilling.“ Borgarstjórn Miðflokkurinn Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. 7. nóvember 2018 21:00 Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Óásættanleg framúrkeyrsla í borginni Innri endurskoðun skilaði borgarráði skýrslu um fjórar framkvæmdir á vegum borgarinnar. Mathöllin á Hlemmi fór tugi milljóna fram úr fjárheimildum. Forseti borgarstjórnar segir ábendingarnar góðar. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Borgarfulltrúi Miðflokksins telur skýrslu innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar svarta. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. Borgarstjóri segir verkferla hafna til að bregðast við ábendingum skýrslunnar og allt eigi þetta sér eðlilegar skýringar. Skýrslan var kynnt í Borgarráði í gær og þar kemur fram að þrjár af fjórum verkframkvæmdun sem kannaðar voru voru innan viðmiða. Mathöllin við Hlemm fór 79 prósent framúr áætlun. „Ástandið á húsinu var þannig að það þurfit að fara í mikla endurgerð á þaki, raflögnum og fleiru. Það má segja að það séu eðlilegar skýringar á því.“ Alvarlegustu athugasemdina gerði endurskoðandinn við kostnaðaráætlun vegna eftirlits með framkvæmdum. Hún hafi í öllum tilfellum verið vanáætluð. Ein ábending var metin á rauðu áhættustigi, en hún varðar mikilvægi þess að bæta gæði kostnaðaráætlana fyrir alla verkþætti.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á 40 ára afmæli Hlemms í ágúst 2018.Fréttablaðið/Ernir„Innri endurskoðun kallaði eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum við ábendingum sínum og metur þær ásættanlegar. Lykilatriði í þessu er að fylgja þessu eftir. Við erum í heilmiklu umbótaferli sem fór af stað fyrr í vetur og ætlum okkur að klára það með sóma,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir skýrsluna svarta. „Það þýðir ekkert að segja það núna, með eftiráskýringum, að það eigi að breyta verkreglum. Reglurnar eru klárar. Reykjavík starfar eftir reglum um opinber innkaup og hefur sett sínar innkaupareglur. Það þýðir ekkert að koma fram núna þegar allir þessir skandalar eru komnir upp á borð og segja við þurfum að breyta einhverju.“ Hún segir að nú sé komið að tímamótum í rekstri borgarinnar varðandi framkvæmdir. „Það verður bara að fara algjörlega ofan í öll verkefni sem hafa verið framkvæmd. Því þetta ber allt af sama brunni. Framúrkeyrsla, óráðsía og lögbrot. Við skulum þá bara bæta því fjórða við, spilling.“
Borgarstjórn Miðflokkurinn Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. 7. nóvember 2018 21:00 Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Óásættanleg framúrkeyrsla í borginni Innri endurskoðun skilaði borgarráði skýrslu um fjórar framkvæmdir á vegum borgarinnar. Mathöllin á Hlemmi fór tugi milljóna fram úr fjárheimildum. Forseti borgarstjórnar segir ábendingarnar góðar. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. 7. nóvember 2018 21:00
Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00
Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00
Óásættanleg framúrkeyrsla í borginni Innri endurskoðun skilaði borgarráði skýrslu um fjórar framkvæmdir á vegum borgarinnar. Mathöllin á Hlemmi fór tugi milljóna fram úr fjárheimildum. Forseti borgarstjórnar segir ábendingarnar góðar. 5. apríl 2019 08:00