Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags.
Í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar segir að konan hafi verið flutt á sjúkrahús í útlöndum til frekari aðhlynningar. Vinkonur konunnar standa að bænastundinni.
Tilkynning barst um eldsvoðann á öðrum tímanum aðfaranótt miðvikudags. Nær allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var sent á staðinn. Þrír voru fluttir á slysadeild en í dag var greint frá því að tveir þeirra væru alvarlega slasaðir.
Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð

Tengdar fréttir

Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð
Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags.

Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð
Mikil viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að tilkynning barst á öðrum tímanum í nótt um að eldur logaði í íbúð í Mávahlíð. Nær allt tiltækt lið var sent á staðinn enda um fjölbýlishús að ræða.