Tveir stuðningsmenn Liverpool rugluðust á Genk og Gent og misstu af leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2019 11:30 Stuðningsmenn Liverpool en ekki þó þeir sem viltust í Belgíu. Getty/ TF-Images Tvö sæti sem seldust á Meistaradeildarleik Genk og Liverpool í gær voru tóm og fyrir því var frekar brosleg ástæða. Tveir stuðningsmenn Liverpool ætluðu að fylgja sínu liði á mikilvægan útileik í Meistaradeildinni en voru hvergi sjáanlegir þegar leikurinn var flautaður á. Liverpool liðið vann leikinn 4-1 og vann sinn fyrsta útileik í riðlakeppni Meistaradeildar síðan haustið 2017. Stuðningsmennirnir voru ekki alveg með nafn mótherjanna á hreinu eða réttara sagt frá hvaða borg andstæðingarnir voru. Þeir ferðuðust nefnilega til Gent en ekki til Genk.Train ticket: €150 Match ticket: €70 The realisation you're in the wrong city: Priceless At least Gent have offered them free tickets to their Europa League match tonight #LFC#GENLIVhttps://t.co/voabfKXMFs — GiveMeSport Football (@GMS__Football) October 24, 2019Báðar borgir eru í Belgíu og með fótboltafélög í fremstu röð. Genk er í Meistaradeildinni en Gent er í Evrópudeildinni. Genk er í austurhluta Belgíu en Gent er mun vestar. Félagarnir voru það utan við sig að þeir áttuðu sig ekki fyrr en of seint að þeir voru í vitlausri borg. Það var enginn tími til að ferðast á milli enda tekur það meira en tvo klukkutíma.Liverpool fans miss victory in Genk after travelling to Gent by mistake @LukeMcLaughlinhttps://t.co/vSrxuoGE7d — Guardian sport (@guardian_sport) October 24, 2019Liverpool stuðningsmennirnir fundu sér því írskan bar og horfðu á leik sinna manna þar. Forráðamenn Gent fundu til með félögunum og hafa boðið þeim á Evrópudeildarleik á móti Wolfsborg í kvöld. Þeir leyfðu sér líka að skjóta aðeins á félagana og sögðust ætla að bjóða þeim upp á smá kennslu í belgískri landafræði eftir leikinn.Morning @LFC, congrats on the win yesterday. Oh and by the way could you give us a little help in finding these two Scousers who got a little confused yesterday? #gnkliv#genliv#gntwolhttps://t.co/zwGAhIF5Zb — KAA Gent (@KAAGent) October 24, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Tvö sæti sem seldust á Meistaradeildarleik Genk og Liverpool í gær voru tóm og fyrir því var frekar brosleg ástæða. Tveir stuðningsmenn Liverpool ætluðu að fylgja sínu liði á mikilvægan útileik í Meistaradeildinni en voru hvergi sjáanlegir þegar leikurinn var flautaður á. Liverpool liðið vann leikinn 4-1 og vann sinn fyrsta útileik í riðlakeppni Meistaradeildar síðan haustið 2017. Stuðningsmennirnir voru ekki alveg með nafn mótherjanna á hreinu eða réttara sagt frá hvaða borg andstæðingarnir voru. Þeir ferðuðust nefnilega til Gent en ekki til Genk.Train ticket: €150 Match ticket: €70 The realisation you're in the wrong city: Priceless At least Gent have offered them free tickets to their Europa League match tonight #LFC#GENLIVhttps://t.co/voabfKXMFs — GiveMeSport Football (@GMS__Football) October 24, 2019Báðar borgir eru í Belgíu og með fótboltafélög í fremstu röð. Genk er í Meistaradeildinni en Gent er í Evrópudeildinni. Genk er í austurhluta Belgíu en Gent er mun vestar. Félagarnir voru það utan við sig að þeir áttuðu sig ekki fyrr en of seint að þeir voru í vitlausri borg. Það var enginn tími til að ferðast á milli enda tekur það meira en tvo klukkutíma.Liverpool fans miss victory in Genk after travelling to Gent by mistake @LukeMcLaughlinhttps://t.co/vSrxuoGE7d — Guardian sport (@guardian_sport) October 24, 2019Liverpool stuðningsmennirnir fundu sér því írskan bar og horfðu á leik sinna manna þar. Forráðamenn Gent fundu til með félögunum og hafa boðið þeim á Evrópudeildarleik á móti Wolfsborg í kvöld. Þeir leyfðu sér líka að skjóta aðeins á félagana og sögðust ætla að bjóða þeim upp á smá kennslu í belgískri landafræði eftir leikinn.Morning @LFC, congrats on the win yesterday. Oh and by the way could you give us a little help in finding these two Scousers who got a little confused yesterday? #gnkliv#genliv#gntwolhttps://t.co/zwGAhIF5Zb — KAA Gent (@KAAGent) October 24, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira