Guðmundur Andri: Kem til baka með mikið sjálfstraust Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. október 2019 22:15 Guðmundur Andri í bikarúrslitum gegn FH fyrr í sumar. Vísir/Vilhelm Guðmundur Andri Tryggvason, leikmaður IK Start í norsku B-deildinni, er kominn aftur til liðsins eftir að hafa verið á láni hjá Víkingum í Pepsi Max deildinni í sumar og orðið bikarmeistari með liðinu. Guðmundur Andri var í viðtali við heimasíðu Start fyrr í dag. Hinn 19 ára gamli Guðmundur Andri kom til Start í janúar 2018 frá núverandi Íslandsmeisturum KR. Hann fékk hins vegar ekki nægilega mikið að spila hjá Start og ákvað að stökkva á tilboð Víkings fyrir sumarið og leika undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. „Það var mjög góð ákvörðun að fara til Íslands á láni á þessum tímapunkti,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. „Ég kem heim með mun meira sjálfstraust en þegar ég fór frá Noregi í vor. Þá hjálpaði það mér andlega að spila reglulega í efstu deild og nú er ég tilbúinn að berjast fyrir sæti mínu í liðinu.“ Jóhannes Harðarson er þjálfari Start og skrifaði hann undir tveggja ára framlengingu á samningu sínum í gær. Guðmundur ber honum vel söguna. „Það er þægilegt að vera með íslenskan þjálfara. Við þekkjumst vel og Jóhann hefur hjálpað mér töluvert í gegnum tíðina. Það er gott að vera með þjálfara sem þekkir mann vel.“ Sem stendur er Start í 3. sæti norsku B-deildarinnar með 56 stig þegar þrír leikir eru eftir. Liðið er þremur stigum á eftir Sandefjörd í 2. sætinu en Íslendingalið Álasund er nú þegar búið að tryggja sæti sitt í efstu deild. Efstu tvö lið B-deildarinnar fara beint upp í norsku úrvalsdeildina á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um að komast upp.Andri kommer tilbake med cupgull, og bedre selvtillit etter et vellykket opphold hjemme på Island.https://t.co/up8DMD9Zqh — IK Start (@ikstart) October 24, 2019 Norski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur Andri: Veit ekki hvað ég á að segja, ég er orðlaus Guðmundur Andri Tryggvason fór mikinn í liði Víkings í dag og var eðlilega mjög sáttur að leikslokum. 14. september 2019 22:00 Guðmundur Andri fer aftur til Start í haust Guðmundur Andri Tryggvason, sem vakið hefur athygli fyrir frábæra frammistöðu með Víkingi í Pepsi Max-deildinni, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni í Sportpakkanum í kvöld. 23. ágúst 2019 19:14 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira
Guðmundur Andri Tryggvason, leikmaður IK Start í norsku B-deildinni, er kominn aftur til liðsins eftir að hafa verið á láni hjá Víkingum í Pepsi Max deildinni í sumar og orðið bikarmeistari með liðinu. Guðmundur Andri var í viðtali við heimasíðu Start fyrr í dag. Hinn 19 ára gamli Guðmundur Andri kom til Start í janúar 2018 frá núverandi Íslandsmeisturum KR. Hann fékk hins vegar ekki nægilega mikið að spila hjá Start og ákvað að stökkva á tilboð Víkings fyrir sumarið og leika undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. „Það var mjög góð ákvörðun að fara til Íslands á láni á þessum tímapunkti,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. „Ég kem heim með mun meira sjálfstraust en þegar ég fór frá Noregi í vor. Þá hjálpaði það mér andlega að spila reglulega í efstu deild og nú er ég tilbúinn að berjast fyrir sæti mínu í liðinu.“ Jóhannes Harðarson er þjálfari Start og skrifaði hann undir tveggja ára framlengingu á samningu sínum í gær. Guðmundur ber honum vel söguna. „Það er þægilegt að vera með íslenskan þjálfara. Við þekkjumst vel og Jóhann hefur hjálpað mér töluvert í gegnum tíðina. Það er gott að vera með þjálfara sem þekkir mann vel.“ Sem stendur er Start í 3. sæti norsku B-deildarinnar með 56 stig þegar þrír leikir eru eftir. Liðið er þremur stigum á eftir Sandefjörd í 2. sætinu en Íslendingalið Álasund er nú þegar búið að tryggja sæti sitt í efstu deild. Efstu tvö lið B-deildarinnar fara beint upp í norsku úrvalsdeildina á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um að komast upp.Andri kommer tilbake med cupgull, og bedre selvtillit etter et vellykket opphold hjemme på Island.https://t.co/up8DMD9Zqh — IK Start (@ikstart) October 24, 2019
Norski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur Andri: Veit ekki hvað ég á að segja, ég er orðlaus Guðmundur Andri Tryggvason fór mikinn í liði Víkings í dag og var eðlilega mjög sáttur að leikslokum. 14. september 2019 22:00 Guðmundur Andri fer aftur til Start í haust Guðmundur Andri Tryggvason, sem vakið hefur athygli fyrir frábæra frammistöðu með Víkingi í Pepsi Max-deildinni, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni í Sportpakkanum í kvöld. 23. ágúst 2019 19:14 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira
Guðmundur Andri: Veit ekki hvað ég á að segja, ég er orðlaus Guðmundur Andri Tryggvason fór mikinn í liði Víkings í dag og var eðlilega mjög sáttur að leikslokum. 14. september 2019 22:00
Guðmundur Andri fer aftur til Start í haust Guðmundur Andri Tryggvason, sem vakið hefur athygli fyrir frábæra frammistöðu með Víkingi í Pepsi Max-deildinni, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni í Sportpakkanum í kvöld. 23. ágúst 2019 19:14