Nicolas Pépé kom inn af bekknum og bjargaði Arsenal | Arnór Ingvi lék allan leikinn í sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. október 2019 21:00 Leikmenn Arsenal fagna jöfnunarmarki Pépé í kvöld. Vísir/Getty Nicolas Pépé gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu á þeim fimmtán mínútum sem hann spilaði í kvöld. Bæði mörkin úr aukaspyrnum. Með því tryggði hann Arsenal 3-2 sigur á Vitória í F-riðli Evrópudeildarinnar. Þá lék Arnór Ingvi Traustason allan leikinn er Malmö vann FC Lugano á heimavelli. Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan. Eflaust hefur Unai Emery andað léttar eftir seinna mark Pepe en staða Emery hefur versnað til muna með slöku gengi það sem af er leiktíð. Arsenal lenti tvisvar undir á heimavelli en Marcus Edwards, fyrrum unglingaliðsleikmaður Tottenham Hotspur, kom gestunum frá Portúgal yfir strax á 8. mínútu leiksins. Ungstirnið Gabriel Martinelli jafnaði metin eftir sendingu Hector Bellerín á 32. mínútu en heimamenn voru aftur lentir undir fjórum mínútum síðar. Bruno Duarte Da Silva skoraði þá fyrir Vitória og var portúgalska liðið yfir í hálfleik. Nicolas Pépé kom svo inn af varamannabekknum á 75. mínútu og fimm mínútum síðar hafði hann jafnaði metin fyrir Arsenal. Það var svo þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem Pepe skoraði sigurmark Arsenal. Lokatölur 3-2 og Arsenal því enn með fullt hús stiga. Í hinum leik riðilsins mættust Eintracht Frankfurt og Standard Liége. Fór það svo að Frankfurt landaði 2-1 sigri þökk sé mörkum David Abraham og Martin Hinteregger á meðan Selim Amallah skoraði fyrir gestina frá Belgíu. Staðan í riðlinum er þannig að Arsenal er með níu stig á toppi riðilsins. Frankfurt koma þar á eftir með sex stig, Standard Liége eru með þrjú og Vitória eru enn án stiga. Arnór fékk gult í fyrsta sigri Malmö Í B-riðli náði Malmö í sinn fyrsta sigur með því að leggja FC Lugano af velli 2-1 á heimavelli. Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn í liði Malmö og nældi sér í gult spjald á 89. mínútu leiksins. Malmö er sem stendur í 3. sæti B-riðils með fjögur stig en FC Köbenhavn eru á toppi riðilsins með fimm stig, líkt og Dinamo Kiev. Lugano reka svo lestina með núll stig.Önnur úrslit Qarabağ Agdam FK 2-2 APOEL Nicosia Sevilla 3-0 F91 Dudelange Getafe 0-1 Basel PSV Eindhoven 0-0 LASK Linz Sporting CP 1-0 Rosenborg Celtic 2-1 Lazio Stade Rennais 0-1 CFR ClujFree-kick Pépé 80 Pépé 90+3#UEL | @Arsenalpic.twitter.com/EXobNZDxQR — UEFA Europa League (@EuropaLeague) October 24, 2019 Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Solskjær ánægður með frammistöðu Williams Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hrósaði vinstri bakverðinum Brandon Williams í hástert eftir 1-0 sigur Man United á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í kvöld. 24. október 2019 20:30 Man United marði sigur í Serbíu | AZ slátraði Astana Manchester United vann nauman 1-0 sigur á Partizan Belgrade í L-riðli Evrópudeildarinnar. Í hinum leik riðilsins vann AZ Alkmaar öruggan 6-0 sigur á Astana. 24. október 2019 18:45 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjá meira
Nicolas Pépé gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu á þeim fimmtán mínútum sem hann spilaði í kvöld. Bæði mörkin úr aukaspyrnum. Með því tryggði hann Arsenal 3-2 sigur á Vitória í F-riðli Evrópudeildarinnar. Þá lék Arnór Ingvi Traustason allan leikinn er Malmö vann FC Lugano á heimavelli. Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan. Eflaust hefur Unai Emery andað léttar eftir seinna mark Pepe en staða Emery hefur versnað til muna með slöku gengi það sem af er leiktíð. Arsenal lenti tvisvar undir á heimavelli en Marcus Edwards, fyrrum unglingaliðsleikmaður Tottenham Hotspur, kom gestunum frá Portúgal yfir strax á 8. mínútu leiksins. Ungstirnið Gabriel Martinelli jafnaði metin eftir sendingu Hector Bellerín á 32. mínútu en heimamenn voru aftur lentir undir fjórum mínútum síðar. Bruno Duarte Da Silva skoraði þá fyrir Vitória og var portúgalska liðið yfir í hálfleik. Nicolas Pépé kom svo inn af varamannabekknum á 75. mínútu og fimm mínútum síðar hafði hann jafnaði metin fyrir Arsenal. Það var svo þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem Pepe skoraði sigurmark Arsenal. Lokatölur 3-2 og Arsenal því enn með fullt hús stiga. Í hinum leik riðilsins mættust Eintracht Frankfurt og Standard Liége. Fór það svo að Frankfurt landaði 2-1 sigri þökk sé mörkum David Abraham og Martin Hinteregger á meðan Selim Amallah skoraði fyrir gestina frá Belgíu. Staðan í riðlinum er þannig að Arsenal er með níu stig á toppi riðilsins. Frankfurt koma þar á eftir með sex stig, Standard Liége eru með þrjú og Vitória eru enn án stiga. Arnór fékk gult í fyrsta sigri Malmö Í B-riðli náði Malmö í sinn fyrsta sigur með því að leggja FC Lugano af velli 2-1 á heimavelli. Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn í liði Malmö og nældi sér í gult spjald á 89. mínútu leiksins. Malmö er sem stendur í 3. sæti B-riðils með fjögur stig en FC Köbenhavn eru á toppi riðilsins með fimm stig, líkt og Dinamo Kiev. Lugano reka svo lestina með núll stig.Önnur úrslit Qarabağ Agdam FK 2-2 APOEL Nicosia Sevilla 3-0 F91 Dudelange Getafe 0-1 Basel PSV Eindhoven 0-0 LASK Linz Sporting CP 1-0 Rosenborg Celtic 2-1 Lazio Stade Rennais 0-1 CFR ClujFree-kick Pépé 80 Pépé 90+3#UEL | @Arsenalpic.twitter.com/EXobNZDxQR — UEFA Europa League (@EuropaLeague) October 24, 2019
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Solskjær ánægður með frammistöðu Williams Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hrósaði vinstri bakverðinum Brandon Williams í hástert eftir 1-0 sigur Man United á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í kvöld. 24. október 2019 20:30 Man United marði sigur í Serbíu | AZ slátraði Astana Manchester United vann nauman 1-0 sigur á Partizan Belgrade í L-riðli Evrópudeildarinnar. Í hinum leik riðilsins vann AZ Alkmaar öruggan 6-0 sigur á Astana. 24. október 2019 18:45 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjá meira
Solskjær ánægður með frammistöðu Williams Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hrósaði vinstri bakverðinum Brandon Williams í hástert eftir 1-0 sigur Man United á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í kvöld. 24. október 2019 20:30
Man United marði sigur í Serbíu | AZ slátraði Astana Manchester United vann nauman 1-0 sigur á Partizan Belgrade í L-riðli Evrópudeildarinnar. Í hinum leik riðilsins vann AZ Alkmaar öruggan 6-0 sigur á Astana. 24. október 2019 18:45