Nicolas Pépé kom inn af bekknum og bjargaði Arsenal | Arnór Ingvi lék allan leikinn í sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. október 2019 21:00 Leikmenn Arsenal fagna jöfnunarmarki Pépé í kvöld. Vísir/Getty Nicolas Pépé gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu á þeim fimmtán mínútum sem hann spilaði í kvöld. Bæði mörkin úr aukaspyrnum. Með því tryggði hann Arsenal 3-2 sigur á Vitória í F-riðli Evrópudeildarinnar. Þá lék Arnór Ingvi Traustason allan leikinn er Malmö vann FC Lugano á heimavelli. Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan. Eflaust hefur Unai Emery andað léttar eftir seinna mark Pepe en staða Emery hefur versnað til muna með slöku gengi það sem af er leiktíð. Arsenal lenti tvisvar undir á heimavelli en Marcus Edwards, fyrrum unglingaliðsleikmaður Tottenham Hotspur, kom gestunum frá Portúgal yfir strax á 8. mínútu leiksins. Ungstirnið Gabriel Martinelli jafnaði metin eftir sendingu Hector Bellerín á 32. mínútu en heimamenn voru aftur lentir undir fjórum mínútum síðar. Bruno Duarte Da Silva skoraði þá fyrir Vitória og var portúgalska liðið yfir í hálfleik. Nicolas Pépé kom svo inn af varamannabekknum á 75. mínútu og fimm mínútum síðar hafði hann jafnaði metin fyrir Arsenal. Það var svo þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem Pepe skoraði sigurmark Arsenal. Lokatölur 3-2 og Arsenal því enn með fullt hús stiga. Í hinum leik riðilsins mættust Eintracht Frankfurt og Standard Liége. Fór það svo að Frankfurt landaði 2-1 sigri þökk sé mörkum David Abraham og Martin Hinteregger á meðan Selim Amallah skoraði fyrir gestina frá Belgíu. Staðan í riðlinum er þannig að Arsenal er með níu stig á toppi riðilsins. Frankfurt koma þar á eftir með sex stig, Standard Liége eru með þrjú og Vitória eru enn án stiga. Arnór fékk gult í fyrsta sigri Malmö Í B-riðli náði Malmö í sinn fyrsta sigur með því að leggja FC Lugano af velli 2-1 á heimavelli. Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn í liði Malmö og nældi sér í gult spjald á 89. mínútu leiksins. Malmö er sem stendur í 3. sæti B-riðils með fjögur stig en FC Köbenhavn eru á toppi riðilsins með fimm stig, líkt og Dinamo Kiev. Lugano reka svo lestina með núll stig.Önnur úrslit Qarabağ Agdam FK 2-2 APOEL Nicosia Sevilla 3-0 F91 Dudelange Getafe 0-1 Basel PSV Eindhoven 0-0 LASK Linz Sporting CP 1-0 Rosenborg Celtic 2-1 Lazio Stade Rennais 0-1 CFR ClujFree-kick Pépé 80 Pépé 90+3#UEL | @Arsenalpic.twitter.com/EXobNZDxQR — UEFA Europa League (@EuropaLeague) October 24, 2019 Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Solskjær ánægður með frammistöðu Williams Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hrósaði vinstri bakverðinum Brandon Williams í hástert eftir 1-0 sigur Man United á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í kvöld. 24. október 2019 20:30 Man United marði sigur í Serbíu | AZ slátraði Astana Manchester United vann nauman 1-0 sigur á Partizan Belgrade í L-riðli Evrópudeildarinnar. Í hinum leik riðilsins vann AZ Alkmaar öruggan 6-0 sigur á Astana. 24. október 2019 18:45 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Nicolas Pépé gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu á þeim fimmtán mínútum sem hann spilaði í kvöld. Bæði mörkin úr aukaspyrnum. Með því tryggði hann Arsenal 3-2 sigur á Vitória í F-riðli Evrópudeildarinnar. Þá lék Arnór Ingvi Traustason allan leikinn er Malmö vann FC Lugano á heimavelli. Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan. Eflaust hefur Unai Emery andað léttar eftir seinna mark Pepe en staða Emery hefur versnað til muna með slöku gengi það sem af er leiktíð. Arsenal lenti tvisvar undir á heimavelli en Marcus Edwards, fyrrum unglingaliðsleikmaður Tottenham Hotspur, kom gestunum frá Portúgal yfir strax á 8. mínútu leiksins. Ungstirnið Gabriel Martinelli jafnaði metin eftir sendingu Hector Bellerín á 32. mínútu en heimamenn voru aftur lentir undir fjórum mínútum síðar. Bruno Duarte Da Silva skoraði þá fyrir Vitória og var portúgalska liðið yfir í hálfleik. Nicolas Pépé kom svo inn af varamannabekknum á 75. mínútu og fimm mínútum síðar hafði hann jafnaði metin fyrir Arsenal. Það var svo þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem Pepe skoraði sigurmark Arsenal. Lokatölur 3-2 og Arsenal því enn með fullt hús stiga. Í hinum leik riðilsins mættust Eintracht Frankfurt og Standard Liége. Fór það svo að Frankfurt landaði 2-1 sigri þökk sé mörkum David Abraham og Martin Hinteregger á meðan Selim Amallah skoraði fyrir gestina frá Belgíu. Staðan í riðlinum er þannig að Arsenal er með níu stig á toppi riðilsins. Frankfurt koma þar á eftir með sex stig, Standard Liége eru með þrjú og Vitória eru enn án stiga. Arnór fékk gult í fyrsta sigri Malmö Í B-riðli náði Malmö í sinn fyrsta sigur með því að leggja FC Lugano af velli 2-1 á heimavelli. Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn í liði Malmö og nældi sér í gult spjald á 89. mínútu leiksins. Malmö er sem stendur í 3. sæti B-riðils með fjögur stig en FC Köbenhavn eru á toppi riðilsins með fimm stig, líkt og Dinamo Kiev. Lugano reka svo lestina með núll stig.Önnur úrslit Qarabağ Agdam FK 2-2 APOEL Nicosia Sevilla 3-0 F91 Dudelange Getafe 0-1 Basel PSV Eindhoven 0-0 LASK Linz Sporting CP 1-0 Rosenborg Celtic 2-1 Lazio Stade Rennais 0-1 CFR ClujFree-kick Pépé 80 Pépé 90+3#UEL | @Arsenalpic.twitter.com/EXobNZDxQR — UEFA Europa League (@EuropaLeague) October 24, 2019
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Solskjær ánægður með frammistöðu Williams Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hrósaði vinstri bakverðinum Brandon Williams í hástert eftir 1-0 sigur Man United á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í kvöld. 24. október 2019 20:30 Man United marði sigur í Serbíu | AZ slátraði Astana Manchester United vann nauman 1-0 sigur á Partizan Belgrade í L-riðli Evrópudeildarinnar. Í hinum leik riðilsins vann AZ Alkmaar öruggan 6-0 sigur á Astana. 24. október 2019 18:45 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Solskjær ánægður með frammistöðu Williams Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hrósaði vinstri bakverðinum Brandon Williams í hástert eftir 1-0 sigur Man United á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í kvöld. 24. október 2019 20:30
Man United marði sigur í Serbíu | AZ slátraði Astana Manchester United vann nauman 1-0 sigur á Partizan Belgrade í L-riðli Evrópudeildarinnar. Í hinum leik riðilsins vann AZ Alkmaar öruggan 6-0 sigur á Astana. 24. október 2019 18:45