Erlent

Kúbverskur herforingi úr Svínaflóainnrásinni látinn

Kjartan Kjartansson skrifar
Fernández (t.v.) með Fidel Castro árið 2001.
Fernández (t.v.) með Fidel Castro árið 2001. Vísir/Getty
José Ramón Fernández Álvarez, herforingi í kúbverska hernum sem stöðvaði innrás útlaga árið 1961, lést í dag, 65 ára að aldri. Fernández er sagður hafa glímt við heilsubrest undanfarin ár og var lagður inn á sjúkrahús fyrir nokkrum mánuðum.

Tveimur árum eftir að Fidel Castro steypti einræðisherranum Fulgencio Batista og hóf kúbverskur byltinguna studdi Bandaríkjastjórn í tíð John F. Kennedy forseta innrás kúbverska útlaga í Svínaflóa. Útlagaherinn lét til skarar skríða 17. apríl árið 1960 en beið niðurlægjandi ósigur gegn her Castro.

Fernández gekk í kúbverska herinn á 5. áratugnum og var þjálfaður í Bandaríkjunum. Hann tók þátt í andspyrnuhreyfingunni gegn Batista og var handtekinn og fangelsaður árið 1956. Þar mátti hann dúsa þar til Castro kom Batista frá þremur árum síðar.

Reuters-fréttastofan segir að Fernández hafi notið fulls trausta Fidels og bróður hans Raúl Castro. Þeir fólu Fernández meðal annars að þjálfa heimavarnarlið en síðar var hann skipaður liðsforingi og á endanum hershöfðingi.

Utan hersins gegndi Fernández ýmsum embættum í ríkisstjórninni og kommúnistaflokki landsins, þar á meðal ráðgjafa forsetans, menntamálaráðherra og forseta ólympíunefnda Kúbu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.