Leggja til að úrræði fyrir fyrstu kaupendur nái til fleiri Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2019 12:30 Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Varaformaður Viðreisnar mælir í dag fyrir frumvarpi á Alþingi sem stækkar þann hóp sem nýtt geti séreignarlífeyrissparnað til kaupa á húsnæði samkvæmt lögum um stuðning við fyrstu kaupendur. Þannig geti fólk sem ekki hafi átt fasteign í þrjú ár einnig nýtt sér séreignarsparnað eins og fyrstu kaupendur til að safna eigin fé til íbúðarkaupa. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar mælir í dag fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð frá árinu 2017, ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar, þingmönnum úr flokki Pírata og Flokki fólksins. Þorsteinn segir lífeyriskerfið hafa breyst frá því lögin voru sett með hækkun iðgjalds á almenna markaðnum um 3,5 prósent í tilgreinda séreign, lífeyrissparnað sem geti m.a. nýst fólki til kaupa á fyrstu íbúð. „Þetta skiptir gríðarlega miklu máli sérstaklega fyrir tekjulægstu hópana sem eru hvað ólíklegastir til að nýta sér viðbótina. Það er að segja hina aukalegu séreign við 4,2 prósentin. Þá séu lagðar til nokkrar aðrar breytingar á lögunum til að mynda að fólk sem hafi misst húsnæði og ekki átt íbúð undanfarin þrjú ár geti nýtt sér úrræðið eins og fyrstu kaupendur hafði það ekki nýtt úrræðið áður. Þannig að þarna myndi að mínu viti fjölga verulega í hópi þeirra sem ættu möguleika á að nýta sér séreign sem sparnaðarúrræði til húsnæðiskaupa,” segir Þorsteinn. „Það var stór hópur einstaklinga sem missti húsnæði sitt á hrunárunum og eftir hrun sem ekki hefur getað nýtt þetta úrræði til að koma aftur inn á fasteignamarkaðinn. Af því að skilyrðin um það eða heimildin var bundin við fyrstu kaup,” segir Þorsteinn. Séreignarsparnaðarleiðin hafi réttilega verið gagnrýnd fyrir að hún nái ekki til þeirra sem lægstar hafi tekjurnar og þurfi kannski mest á þessu úrræði að halda og breytingarnar geti auðveldað þeim hópi að nýta sér þetta úrræði til söfnunar eiginfjár til kaupa á íbúðarhúsnæði. Þá er lagt til að ekki verði miðað við samfelldan sparnað heldur sparnað á undangengnum 120 mánuðum sem nýta megi til kaupa á fasteign. „Það hefur sýnt sig að tekjulægstu hóparnir nýta viðbótar séreignarsparnaðurinn síst. Þannig að þetta stækkar þann hóp sem ætti kost á að nýta þessa leið,” segir Þorsteinn Víglundsson. Alþingi Húsnæðismál Kjaramál Skipulag Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Varaformaður Viðreisnar mælir í dag fyrir frumvarpi á Alþingi sem stækkar þann hóp sem nýtt geti séreignarlífeyrissparnað til kaupa á húsnæði samkvæmt lögum um stuðning við fyrstu kaupendur. Þannig geti fólk sem ekki hafi átt fasteign í þrjú ár einnig nýtt sér séreignarsparnað eins og fyrstu kaupendur til að safna eigin fé til íbúðarkaupa. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar mælir í dag fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð frá árinu 2017, ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar, þingmönnum úr flokki Pírata og Flokki fólksins. Þorsteinn segir lífeyriskerfið hafa breyst frá því lögin voru sett með hækkun iðgjalds á almenna markaðnum um 3,5 prósent í tilgreinda séreign, lífeyrissparnað sem geti m.a. nýst fólki til kaupa á fyrstu íbúð. „Þetta skiptir gríðarlega miklu máli sérstaklega fyrir tekjulægstu hópana sem eru hvað ólíklegastir til að nýta sér viðbótina. Það er að segja hina aukalegu séreign við 4,2 prósentin. Þá séu lagðar til nokkrar aðrar breytingar á lögunum til að mynda að fólk sem hafi misst húsnæði og ekki átt íbúð undanfarin þrjú ár geti nýtt sér úrræðið eins og fyrstu kaupendur hafði það ekki nýtt úrræðið áður. Þannig að þarna myndi að mínu viti fjölga verulega í hópi þeirra sem ættu möguleika á að nýta sér séreign sem sparnaðarúrræði til húsnæðiskaupa,” segir Þorsteinn. „Það var stór hópur einstaklinga sem missti húsnæði sitt á hrunárunum og eftir hrun sem ekki hefur getað nýtt þetta úrræði til að koma aftur inn á fasteignamarkaðinn. Af því að skilyrðin um það eða heimildin var bundin við fyrstu kaup,” segir Þorsteinn. Séreignarsparnaðarleiðin hafi réttilega verið gagnrýnd fyrir að hún nái ekki til þeirra sem lægstar hafi tekjurnar og þurfi kannski mest á þessu úrræði að halda og breytingarnar geti auðveldað þeim hópi að nýta sér þetta úrræði til söfnunar eiginfjár til kaupa á íbúðarhúsnæði. Þá er lagt til að ekki verði miðað við samfelldan sparnað heldur sparnað á undangengnum 120 mánuðum sem nýta megi til kaupa á fasteign. „Það hefur sýnt sig að tekjulægstu hóparnir nýta viðbótar séreignarsparnaðurinn síst. Þannig að þetta stækkar þann hóp sem ætti kost á að nýta þessa leið,” segir Þorsteinn Víglundsson.
Alþingi Húsnæðismál Kjaramál Skipulag Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira