Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2019 14:49 Stríð eiturlyfjahringja hefur staðið í Mexíkó um langt skeið. Getty Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. Fórnarlömb árásarinnar voru í LeBaron fjölskyldunni svokölluðu, klofningshóps úr samfélagi mormóna, sem fluttist til Mexíkó fyrir nokkrum áratugum. Í frétt BBC segir að auk barnanna sex hafi þrjár konur látið lífið í árásinni, mæður barnanna, en fólkið ferðaðist í bílalest. Að sögn fjölskyldu fólksins eiga tvö börnin að hafa verið innan við árs gömul. Öryggismálaráðherra Mexíkó segir að svo virðist sem að ráðist hafi verið á hópinn fyrir mistök, en eiturlyfjahringir hafa lengi átt í átökum á svæðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann segir LeBaron-hópinn vera yndislega fjölskyldu og vini sem hafi lent í miðjum átökum tveggja eiturlyfjahringja. Sagði hann Bandaríkin reiðubúin að aðstoða við að ná tökum á ástandinu í Mexíkó þar sem vandamál og ítök eiturlyfjahringja eru mjög mikil.....monsters, the United States stands ready, willing & able to get involved and do the job quickly and effectively. The great new President of Mexico has made this a big issue, but the cartels have become so large and powerful that you sometimes need an army to defeat an army! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2019Bílalestin var á leið frá Bavispe í Sonora og leiðinni til La Mora í Chihuahua-ríki þegar árásin var gerð. Hafi árásarmennirnir setið fyrir þeim í Bavispe. Búið var að kveikja í bíl fólksins og fannst hann í vegarkanti ásamt líkamsleifum fólksins. Hafa borist fréttir af því að einhverjir hafi verið skotnir þar sem þeir reyndu að flýja af vettvangi. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá stjórnvöldum í Chihuahua og Sonora segir að rannsókn verði gerð á árásinni og öryggissveitir sendar á vettvang. Claudia Pavlovich Arellano, ríkisstjóri Sonora, lýsti árásarmönnunum sem „skrímslum“ á Twitter-síðu sinni. Börnin sem létust voru nokkurra mánaða gamlir tvíburar, ellefu, níu, sex og fjögurra ára. Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. Fórnarlömb árásarinnar voru í LeBaron fjölskyldunni svokölluðu, klofningshóps úr samfélagi mormóna, sem fluttist til Mexíkó fyrir nokkrum áratugum. Í frétt BBC segir að auk barnanna sex hafi þrjár konur látið lífið í árásinni, mæður barnanna, en fólkið ferðaðist í bílalest. Að sögn fjölskyldu fólksins eiga tvö börnin að hafa verið innan við árs gömul. Öryggismálaráðherra Mexíkó segir að svo virðist sem að ráðist hafi verið á hópinn fyrir mistök, en eiturlyfjahringir hafa lengi átt í átökum á svæðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann segir LeBaron-hópinn vera yndislega fjölskyldu og vini sem hafi lent í miðjum átökum tveggja eiturlyfjahringja. Sagði hann Bandaríkin reiðubúin að aðstoða við að ná tökum á ástandinu í Mexíkó þar sem vandamál og ítök eiturlyfjahringja eru mjög mikil.....monsters, the United States stands ready, willing & able to get involved and do the job quickly and effectively. The great new President of Mexico has made this a big issue, but the cartels have become so large and powerful that you sometimes need an army to defeat an army! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2019Bílalestin var á leið frá Bavispe í Sonora og leiðinni til La Mora í Chihuahua-ríki þegar árásin var gerð. Hafi árásarmennirnir setið fyrir þeim í Bavispe. Búið var að kveikja í bíl fólksins og fannst hann í vegarkanti ásamt líkamsleifum fólksins. Hafa borist fréttir af því að einhverjir hafi verið skotnir þar sem þeir reyndu að flýja af vettvangi. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá stjórnvöldum í Chihuahua og Sonora segir að rannsókn verði gerð á árásinni og öryggissveitir sendar á vettvang. Claudia Pavlovich Arellano, ríkisstjóri Sonora, lýsti árásarmönnunum sem „skrímslum“ á Twitter-síðu sinni. Börnin sem létust voru nokkurra mánaða gamlir tvíburar, ellefu, níu, sex og fjögurra ára.
Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“