Totti hættur hjá Roma: „Þetta er eins og að deyja“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2019 16:30 Totti og Danielle De Rossi. Þeir eru báðir farnir frá Roma. vísir/getty Francesco Totti, leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Roma, er hættur hjá félaginu sem hann hefur verið hjá í þrjá áratugi. Totti tók við stjórnendastöðu hjá Roma eftir að hann lagði skóna á hilluna vorið 2017. Totti hélt blaðamannafund í dag þar sem hann gagnrýndi eigendur Roma harðlega og sagði að hann hafi ekki fengið að koma nálægt neinum ákvörðun sem voru teknar hjá félaginu. „Ég fékk aldrei tækifæri til að tjá mig. Þeir héldu mér á hliðarlínunni. Fyrsta árið mitt í starfi var það kannski skiljanlegt en í ár skildi ég hvað þeir vildu. Þeir héldu mér utan við allt,“ sagði Totti. Hann segir að sé erfitt að yfirgefa Roma, miklu erfiðara en þegar hann hætti að spila. „Þetta er miklu verra en að hætta að spila. Að yfirgefa Roma er eins og að deyja. Og það væri örugglega betri ef ég myndi deyja,“ sagði Totti. Hann segir að bandarískir eigendur Roma, sem keyptu félagið 2011, hafi unnið leynt og ljóst að því að losa sig við heimamennina, Rómverjana. „Síðan þeir keyptu félagið hafa þeir gert allt til að ýta okkur til hliðar,“ sagði Totti og bætti við að Roma væri hálf stjórnlaust, enda kæmi aðaleigandinn, James Pallotta, sjaldan til Rómar. „Þegar hann er ekki hérna gera allir það sem þeim sýnist.“ Brotthvarf Totti kemur mánuði eftir að önnur Roma-goðsögn Danielle De Rossi lék sinn síðasta leik fyrir félagið. Samningur hans var ekki endurnýjaður. Roma endaði í 6. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Að því loknu var Paulo Fonseca ráðinn knattspyrnustjóri Roma. Ítalía Ítalski boltinn Tengdar fréttir De Rossi kvaddi Roma með mikilli viðhöfn Einn af bestu sonum Roma lék kveðjuleik sinn fyrir félagið í gær. 27. maí 2019 10:00 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti Fleiri fréttir Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Sjá meira
Francesco Totti, leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Roma, er hættur hjá félaginu sem hann hefur verið hjá í þrjá áratugi. Totti tók við stjórnendastöðu hjá Roma eftir að hann lagði skóna á hilluna vorið 2017. Totti hélt blaðamannafund í dag þar sem hann gagnrýndi eigendur Roma harðlega og sagði að hann hafi ekki fengið að koma nálægt neinum ákvörðun sem voru teknar hjá félaginu. „Ég fékk aldrei tækifæri til að tjá mig. Þeir héldu mér á hliðarlínunni. Fyrsta árið mitt í starfi var það kannski skiljanlegt en í ár skildi ég hvað þeir vildu. Þeir héldu mér utan við allt,“ sagði Totti. Hann segir að sé erfitt að yfirgefa Roma, miklu erfiðara en þegar hann hætti að spila. „Þetta er miklu verra en að hætta að spila. Að yfirgefa Roma er eins og að deyja. Og það væri örugglega betri ef ég myndi deyja,“ sagði Totti. Hann segir að bandarískir eigendur Roma, sem keyptu félagið 2011, hafi unnið leynt og ljóst að því að losa sig við heimamennina, Rómverjana. „Síðan þeir keyptu félagið hafa þeir gert allt til að ýta okkur til hliðar,“ sagði Totti og bætti við að Roma væri hálf stjórnlaust, enda kæmi aðaleigandinn, James Pallotta, sjaldan til Rómar. „Þegar hann er ekki hérna gera allir það sem þeim sýnist.“ Brotthvarf Totti kemur mánuði eftir að önnur Roma-goðsögn Danielle De Rossi lék sinn síðasta leik fyrir félagið. Samningur hans var ekki endurnýjaður. Roma endaði í 6. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Að því loknu var Paulo Fonseca ráðinn knattspyrnustjóri Roma.
Ítalía Ítalski boltinn Tengdar fréttir De Rossi kvaddi Roma með mikilli viðhöfn Einn af bestu sonum Roma lék kveðjuleik sinn fyrir félagið í gær. 27. maí 2019 10:00 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti Fleiri fréttir Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Sjá meira
De Rossi kvaddi Roma með mikilli viðhöfn Einn af bestu sonum Roma lék kveðjuleik sinn fyrir félagið í gær. 27. maí 2019 10:00