Borgarstjóri Baltimore sætir rannsókn vegna skattsvika Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 21:52 Alríkislögreglumenn bera kassa af gögnum út af heimili Catherine Pugh. Getty/John Strohsacker Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, framkvæmdu leit á heimilum Catherine Pugh, borgarstjóra Baltimore, vegna samninga fyrir barnabók sem hún gaf út, sem skiluðu henni gríðarlegum hagnaði. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Útsendarar FBI ásamt útsendurum skattyfirvalda leituðu í ráðhúsi borgarinnar og líkamsræktarstöð sem Pugh tengist á þriðjudag. Pugh, sem er flokkskona Demókrataflokksins, græddi hundraði þúsunda Bandaríkjadala með sölu bókarinnar til undirstofnana borgarinnar. Hún hefur verið í veikindaleyfi síðan 1. apríl en Larry Hogan, fylkisstjóri Maryland fyrir Repúblikana, hefur hvatt hana til að segja af sér. Stór hluti borgarstjórnar Baltimore sagði Pugh eiga að segja af sér, fyrr í þessum mánuði. Alríkislögreglan staðfesti við fréttastofu CBS að hún væri að starfa með alríkisskattstofu Bandaríkjanna, IRS, vegna rannsóknar á bókasölu Pugh. Meðal þeirra bóka sem verið er að rannsaka, er barnabókin „Healthy Holly“ eða „Heilbrigða Holly,“ sem hvetja til hollra matarvenja og hreyfingar, en samkvæmt heimildum er verið að rannsaka fleira. Pugh seldi háskólanum University of Maryland Medical System 100.000 eintök af bókinni og fékk fyrir það um 61 milljónir íslenskra króna. Bókunum var svo dreift í skóla, en á þessum tíma var Pugh í stjórn heilbrigðiskerfisins í borginni. Getty/Amy DavisUppræting spillingar í borginni Rannsóknin á borgarstjóranum er aðeins einn hlekkur í röð spillingarmála sem upp hafa komið í Baltimore á síðustu árum. Verið hefur verið að rannsaka stórt spillingarmál innan lögreglunnar í Baltimore síðan 2017 en átta lögreglumenn hafa verið sakfelldir fyrir að ræna almenning og að stela yfirvinnulaunum. Síðan 2016 hefur lögregluembættið í Baltimore verið í ríkistilskipuðu átaki en maðurinn sem Pugh valdi til að hjálpa embættinu að vinna úr sínum málum var ákærður fyrir skattsvik, þegar hann hafði aðeins sinnt starfinu í þrjá mánuði. Hann var dæmdur til 10 mánaða fangelsisvistar í síðasta mánuði. Fyrrum borgarstjóri Baltimore, Sheila Dixon, var sakfelld fyrir fjárdrátt og var neydd til að segja af sér. Dixon bauð sig fram til borgarstjóra árið 2015 en tapaði fyrir Pugh. Önnur heilbrigðisstofnun í Baltimore, Kaiser Permanente, hefur tilkynnt að hún hafi borgað meira en tólf milljónir íslenskra króna fyrir 20.000 eintök af bókinni. Þetta gerðu þau á sama tíma og verið var að vinna að samningi við Baltimore borg um að Kaiser Permanente myndi sjá starfsfólki borgarinnar fyrir sjúkratryggingum. Pugh hefur lýst yfir eftirsjá vegna bókasamningsins við heilbrigðiskerfi háskólans og hefur síðan sagt af sér sem meðlimur stjórnarinnar. „Ég biðst afsökunar á því að hafa gert hluti sem hafa komið íbúum Baltimore í uppnám,“ sagði hún við fréttamenn fyrir utan ráðhús borgarinnar í Mars. Hún hefur nú skilað hluta upphæðarinnar sem hún fékk frá UMMS, eða um 12 milljónum íslenskra króna, fyrir „Healthy Holly“ bækur sem höfðu enn ekki verið sendar til UMMS. Hogan lýsti yfir miklum áhyggjum vegna viðskipta Pugh við UMMS vegna tengsla þess við fylkið, en háskólinn fær mikla upphæð almannafés sér til styrktar. Bandaríkin Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, framkvæmdu leit á heimilum Catherine Pugh, borgarstjóra Baltimore, vegna samninga fyrir barnabók sem hún gaf út, sem skiluðu henni gríðarlegum hagnaði. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Útsendarar FBI ásamt útsendurum skattyfirvalda leituðu í ráðhúsi borgarinnar og líkamsræktarstöð sem Pugh tengist á þriðjudag. Pugh, sem er flokkskona Demókrataflokksins, græddi hundraði þúsunda Bandaríkjadala með sölu bókarinnar til undirstofnana borgarinnar. Hún hefur verið í veikindaleyfi síðan 1. apríl en Larry Hogan, fylkisstjóri Maryland fyrir Repúblikana, hefur hvatt hana til að segja af sér. Stór hluti borgarstjórnar Baltimore sagði Pugh eiga að segja af sér, fyrr í þessum mánuði. Alríkislögreglan staðfesti við fréttastofu CBS að hún væri að starfa með alríkisskattstofu Bandaríkjanna, IRS, vegna rannsóknar á bókasölu Pugh. Meðal þeirra bóka sem verið er að rannsaka, er barnabókin „Healthy Holly“ eða „Heilbrigða Holly,“ sem hvetja til hollra matarvenja og hreyfingar, en samkvæmt heimildum er verið að rannsaka fleira. Pugh seldi háskólanum University of Maryland Medical System 100.000 eintök af bókinni og fékk fyrir það um 61 milljónir íslenskra króna. Bókunum var svo dreift í skóla, en á þessum tíma var Pugh í stjórn heilbrigðiskerfisins í borginni. Getty/Amy DavisUppræting spillingar í borginni Rannsóknin á borgarstjóranum er aðeins einn hlekkur í röð spillingarmála sem upp hafa komið í Baltimore á síðustu árum. Verið hefur verið að rannsaka stórt spillingarmál innan lögreglunnar í Baltimore síðan 2017 en átta lögreglumenn hafa verið sakfelldir fyrir að ræna almenning og að stela yfirvinnulaunum. Síðan 2016 hefur lögregluembættið í Baltimore verið í ríkistilskipuðu átaki en maðurinn sem Pugh valdi til að hjálpa embættinu að vinna úr sínum málum var ákærður fyrir skattsvik, þegar hann hafði aðeins sinnt starfinu í þrjá mánuði. Hann var dæmdur til 10 mánaða fangelsisvistar í síðasta mánuði. Fyrrum borgarstjóri Baltimore, Sheila Dixon, var sakfelld fyrir fjárdrátt og var neydd til að segja af sér. Dixon bauð sig fram til borgarstjóra árið 2015 en tapaði fyrir Pugh. Önnur heilbrigðisstofnun í Baltimore, Kaiser Permanente, hefur tilkynnt að hún hafi borgað meira en tólf milljónir íslenskra króna fyrir 20.000 eintök af bókinni. Þetta gerðu þau á sama tíma og verið var að vinna að samningi við Baltimore borg um að Kaiser Permanente myndi sjá starfsfólki borgarinnar fyrir sjúkratryggingum. Pugh hefur lýst yfir eftirsjá vegna bókasamningsins við heilbrigðiskerfi háskólans og hefur síðan sagt af sér sem meðlimur stjórnarinnar. „Ég biðst afsökunar á því að hafa gert hluti sem hafa komið íbúum Baltimore í uppnám,“ sagði hún við fréttamenn fyrir utan ráðhús borgarinnar í Mars. Hún hefur nú skilað hluta upphæðarinnar sem hún fékk frá UMMS, eða um 12 milljónum íslenskra króna, fyrir „Healthy Holly“ bækur sem höfðu enn ekki verið sendar til UMMS. Hogan lýsti yfir miklum áhyggjum vegna viðskipta Pugh við UMMS vegna tengsla þess við fylkið, en háskólinn fær mikla upphæð almannafés sér til styrktar.
Bandaríkin Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent