Bótaskylda Jóns Ársæls vegna Paradísarheimtar staðfest Sylvía Hall skrifar 26. júní 2019 18:17 Í þættinum sem um ræðir var talað við konu sem afplánaði dóm á Sogni. FBL/Ernir Bótaskylda Jóns Ársæls Þórðarsonar og Ríkissjónvarpsins gagnvart konu sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta Paradísarheimtar, þáttaraðar sem sýnd var á RÚV í vetur, hefur verið viðurkennd. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Samkvæmt frétt á vef RÚV er málið í sáttaferli en bæði lögmenn RÚV og konunnar verjast allra fregna af málinu og segja það vera á viðkvæmu stigi. Ekki er vitað hvaða kröfu konan gerir í málinu en forsvarsmenn Ríkisútvarpsins vildu ekki tjá sig um málið. Í þættinum sem um ræðir var talað við konu sem afplánaði dóm á Sogni. Hún var þrítug þegar þátturinn var tekinn upp og ræddi hún þar baráttu sína við fíkn og erfið uppvaxtarár. Þátturinn fékk mikla umfjöllun eftir að hann var sýndur og þótti umdeildur.Þættirnir oft sagðir dansa á línunni Þáttaröðin Paradísarheimt vakti mikla athygli fyrir viðkvæm og umdeild umfjöllunarefni á sínum tíma. Meðal annars var tekið viðtal við íslenska konu sem skilgreinir sig sem þjóðernissinna og sagðist hún ekki kippa sér upp við það að vera kölluð nasisti. Var RÚV harðlega gagnrýnt fyrir að gefa slíkum skoðunum hljómgrunn í sjónvarpi. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, sagði það koma skýrt fram í þeim þætti að sjónarmiðin væru alfarið viðmælandans. Markmið þáttarins væri að ljá fólki rödd sem hefði verið utangáttar í samfélaginu eða talið á jaðrinum. Þættinum var í tvígang frestað þar sem upphaflega átti að sýna hann á alþjóðlegum minningardegi um helförina. Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57 Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Bótaskylda Jóns Ársæls Þórðarsonar og Ríkissjónvarpsins gagnvart konu sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta Paradísarheimtar, þáttaraðar sem sýnd var á RÚV í vetur, hefur verið viðurkennd. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Samkvæmt frétt á vef RÚV er málið í sáttaferli en bæði lögmenn RÚV og konunnar verjast allra fregna af málinu og segja það vera á viðkvæmu stigi. Ekki er vitað hvaða kröfu konan gerir í málinu en forsvarsmenn Ríkisútvarpsins vildu ekki tjá sig um málið. Í þættinum sem um ræðir var talað við konu sem afplánaði dóm á Sogni. Hún var þrítug þegar þátturinn var tekinn upp og ræddi hún þar baráttu sína við fíkn og erfið uppvaxtarár. Þátturinn fékk mikla umfjöllun eftir að hann var sýndur og þótti umdeildur.Þættirnir oft sagðir dansa á línunni Þáttaröðin Paradísarheimt vakti mikla athygli fyrir viðkvæm og umdeild umfjöllunarefni á sínum tíma. Meðal annars var tekið viðtal við íslenska konu sem skilgreinir sig sem þjóðernissinna og sagðist hún ekki kippa sér upp við það að vera kölluð nasisti. Var RÚV harðlega gagnrýnt fyrir að gefa slíkum skoðunum hljómgrunn í sjónvarpi. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, sagði það koma skýrt fram í þeim þætti að sjónarmiðin væru alfarið viðmælandans. Markmið þáttarins væri að ljá fólki rödd sem hefði verið utangáttar í samfélaginu eða talið á jaðrinum. Þættinum var í tvígang frestað þar sem upphaflega átti að sýna hann á alþjóðlegum minningardegi um helförina.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57 Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57
Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00
RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30