Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2019 21:00 Sýningu þáttarins hefur tvisvar verið frestað, nú síðast vegna þess að hann hefði skarast við minningardag um helförina. Vísir/Ernir Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sjónvarpa viðtali við íslenska konu sem skilgreinir sig sem þjóðernissinna og „kippir sér ekki upp við að vera kölluð nasisti“ sætir gagnrýni samfélagsmiðlanotenda sem setja spurningamerki við að ríkismiðillinn veiti öfgahyggju sess í dagskrá sinni. Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir, tveggja barna móðir í Reykjavík, er viðmælandi í þættinum „Paradísarheimt“. Hún skilgreinir sig sem þjóðernissinna og segist ekki kippa sér upp við að vera kölluð nasisti. „Paradísarheimt“ er þáttur í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar. Í lýsingu á þættinum á vef RÚV segir að þar ræði Jón Ársæll við „fólk sem syndir á móti straumnum og er svolítið öðruvísi en flest annað fólk“. Upphaflega stóð til að sýna þáttinn með Sigríði Bryndísi um síðustu helgi en því var frestað vegna landsleiks Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta. Aftur var hætt við að sýna hann núna á sunnudag þar sem sá dagur er alþjóðlegur minningardagur um helförina, að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV. Í grein á vef RÚV þar sem sagt er frá efni þáttarins kemur fram að Sigríður Bryndís sé með húðflúrið „C18“ sem vísar í Adolf Hitler á hálsinum og að hún dragi í efa að helför nasista „hafi verið jafn víðfeðm og af er látið“. Hún segist jafnframt „alls ekki“ vera á móti nasisma. „Ef maður þarf að vera nasisti af því maður er þjóðernissinni, þá bara erum við það. Það snertir okkur ekki að vera kölluð nasistar eða rasistar. Við erum þjóðernissinnar og vitum það. Hvað aðrir segja er þeirra vandamál,“ er haft eftir henni á RÚV. Neðst í greininni á RÚV er fyrirvari um að sjónarmið sem koma fram í þættinum séu alfarið á ábyrgð viðmælanda og endurspegli ekki sjónarmið eða viðhorf þáttastjórnanda eða RÚV.„Þvílík mistök og rugl“ Efnistökin í þættinum falla ekki öllum í kram og hafa nokkrar umræður spunnist um þau á samfélagsmiðlum eins og Twitter. Ásta Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er ein þeirra sem gagnrýna RÚV og spyr hvers vegna það ákveði að veita „þessu umfjöllun og athygli“. „Okei áhugavert fyrir doktors ritgerð í mannfræði en þetta er bara annaðhvort að búa til dýragarð fyrir fólk sem er ósammála eða tengingu til að ýta undir samræmingu öfga,“ tístir hún.Afhverju er @RUVohf að veita þessu umfjöllun og athygli? Okei áhugavert fyrir doktors ritgerð í mannfræði en þetta er bara annaðhvort að búa til dýragarð fyrir fólk sem er ósammála eða tengingu til að ýta undir samræmingu öfga.— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) January 25, 2019 „Rosa gaman, svona þegar maður er innflytjandi af gyðingaættum, að sjá að [RÚV] er til í að gefa nýnasista með Hitler-húðflúr kósí einhliða spjallþáttapláss til þess að normalísera og breiða út hatrið sitt,“ tístir Íris Edda Nowenstein.Rosa gaman, svona þegar maður er innflytjandi af gyðingaættum, að sjá að @RUVohf er til í að gefa nýnasista með Hitler-húðflúr kósí einhliða spjallþáttapláss til þess að normalísera og breiða út hatrið sitt. — Iris Edda Nowenstein (@IrisNowenstein) January 25, 2019 Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson fullyrðir einnig að viðtal við „ofbeldisfullan nasista“ eigi ekki heima í þáttaröðinni. „Þvílík mistök og rugl. C18/blood and honor eru öfgafull ofbeldissamtök, þetta á ekki heima í þessari seríu, í þessu samhengi, á þessum tíma, með þetta platform,“ skrifar hann á Twitter.Að fjalla um ofbeldisfullan nasista undir formerkjum þess að vera 'quirky' er svo absúrd hjá rúv. Þvílík mistök og rugl. C18/blood and honor eru öfgafull ofbeldssamtök, þetta á ekki heima í þessari seríu, í þessu samhengi, á þessum tíma, með þetta platform.— Logi Pedro (@logipedro101) January 25, 2019 Frestað vegna minningardags um helförina Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, segist hafa verið því viðbúinn að þátturinn yrði gagnrýndur og talinn orka tvímælis. Ákvörðun hafi verið tekin að sýna hann ekki núna á sunnudaginn vegna skörunarinnar við minningardaginn um helförina. „Af þeim sökum ákváðum við að færa þáttinn út af þessu tiltekna viðtali af tillitsemi við þennan dag. Við töldum ekki viðeigandi að sýna þennan þátt,“ segir Skarphéðinn við Vísi. Annar þáttur úr röðinni verður því sýndur nú á sunnudag en Skarphéðinn býst fastlega við að þátturinn með Sigríði Bryndísi verði sýndur annan sunnudag, 3. febrúar.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri RÚV.vísir/stefánÍ skriflegu svari sem Skarphéðinn sendi Vísi um gagnrýnina sem efnistök þáttarins hafa hlotið er meðal annars endurtekinn fyrirvarinn um að sjónarmiðin séu alfarið viðmælandans. Markmið þáttarins sé að ljá fólki rödd sem hafi verið utangáttar í samfélaginu eða talið á jaðrinum af einhverjum sökum, hvort sem varðar þjóðfélagsstöðu, lífssýn eða sjónarmið. „Markmið þáttarstjórnanda er og hefur í öllum tilvikum verið að taka ekki með nokkru móti afstöðu til þessara skoðana eða lífssýnar viðmælenda sinna heldur veita þeim góða áheyrn og fara frekar fram á þeir færi haldbær rök fyrir máli sínu svo áhorfendur sjálfir geti lagt á ummælin mat og dregið sinn lærdóm,“ segir í svarinu. Fjölmiðlar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sjónvarpa viðtali við íslenska konu sem skilgreinir sig sem þjóðernissinna og „kippir sér ekki upp við að vera kölluð nasisti“ sætir gagnrýni samfélagsmiðlanotenda sem setja spurningamerki við að ríkismiðillinn veiti öfgahyggju sess í dagskrá sinni. Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir, tveggja barna móðir í Reykjavík, er viðmælandi í þættinum „Paradísarheimt“. Hún skilgreinir sig sem þjóðernissinna og segist ekki kippa sér upp við að vera kölluð nasisti. „Paradísarheimt“ er þáttur í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar. Í lýsingu á þættinum á vef RÚV segir að þar ræði Jón Ársæll við „fólk sem syndir á móti straumnum og er svolítið öðruvísi en flest annað fólk“. Upphaflega stóð til að sýna þáttinn með Sigríði Bryndísi um síðustu helgi en því var frestað vegna landsleiks Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta. Aftur var hætt við að sýna hann núna á sunnudag þar sem sá dagur er alþjóðlegur minningardagur um helförina, að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV. Í grein á vef RÚV þar sem sagt er frá efni þáttarins kemur fram að Sigríður Bryndís sé með húðflúrið „C18“ sem vísar í Adolf Hitler á hálsinum og að hún dragi í efa að helför nasista „hafi verið jafn víðfeðm og af er látið“. Hún segist jafnframt „alls ekki“ vera á móti nasisma. „Ef maður þarf að vera nasisti af því maður er þjóðernissinni, þá bara erum við það. Það snertir okkur ekki að vera kölluð nasistar eða rasistar. Við erum þjóðernissinnar og vitum það. Hvað aðrir segja er þeirra vandamál,“ er haft eftir henni á RÚV. Neðst í greininni á RÚV er fyrirvari um að sjónarmið sem koma fram í þættinum séu alfarið á ábyrgð viðmælanda og endurspegli ekki sjónarmið eða viðhorf þáttastjórnanda eða RÚV.„Þvílík mistök og rugl“ Efnistökin í þættinum falla ekki öllum í kram og hafa nokkrar umræður spunnist um þau á samfélagsmiðlum eins og Twitter. Ásta Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er ein þeirra sem gagnrýna RÚV og spyr hvers vegna það ákveði að veita „þessu umfjöllun og athygli“. „Okei áhugavert fyrir doktors ritgerð í mannfræði en þetta er bara annaðhvort að búa til dýragarð fyrir fólk sem er ósammála eða tengingu til að ýta undir samræmingu öfga,“ tístir hún.Afhverju er @RUVohf að veita þessu umfjöllun og athygli? Okei áhugavert fyrir doktors ritgerð í mannfræði en þetta er bara annaðhvort að búa til dýragarð fyrir fólk sem er ósammála eða tengingu til að ýta undir samræmingu öfga.— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) January 25, 2019 „Rosa gaman, svona þegar maður er innflytjandi af gyðingaættum, að sjá að [RÚV] er til í að gefa nýnasista með Hitler-húðflúr kósí einhliða spjallþáttapláss til þess að normalísera og breiða út hatrið sitt,“ tístir Íris Edda Nowenstein.Rosa gaman, svona þegar maður er innflytjandi af gyðingaættum, að sjá að @RUVohf er til í að gefa nýnasista með Hitler-húðflúr kósí einhliða spjallþáttapláss til þess að normalísera og breiða út hatrið sitt. — Iris Edda Nowenstein (@IrisNowenstein) January 25, 2019 Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson fullyrðir einnig að viðtal við „ofbeldisfullan nasista“ eigi ekki heima í þáttaröðinni. „Þvílík mistök og rugl. C18/blood and honor eru öfgafull ofbeldissamtök, þetta á ekki heima í þessari seríu, í þessu samhengi, á þessum tíma, með þetta platform,“ skrifar hann á Twitter.Að fjalla um ofbeldisfullan nasista undir formerkjum þess að vera 'quirky' er svo absúrd hjá rúv. Þvílík mistök og rugl. C18/blood and honor eru öfgafull ofbeldssamtök, þetta á ekki heima í þessari seríu, í þessu samhengi, á þessum tíma, með þetta platform.— Logi Pedro (@logipedro101) January 25, 2019 Frestað vegna minningardags um helförina Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, segist hafa verið því viðbúinn að þátturinn yrði gagnrýndur og talinn orka tvímælis. Ákvörðun hafi verið tekin að sýna hann ekki núna á sunnudaginn vegna skörunarinnar við minningardaginn um helförina. „Af þeim sökum ákváðum við að færa þáttinn út af þessu tiltekna viðtali af tillitsemi við þennan dag. Við töldum ekki viðeigandi að sýna þennan þátt,“ segir Skarphéðinn við Vísi. Annar þáttur úr röðinni verður því sýndur nú á sunnudag en Skarphéðinn býst fastlega við að þátturinn með Sigríði Bryndísi verði sýndur annan sunnudag, 3. febrúar.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri RÚV.vísir/stefánÍ skriflegu svari sem Skarphéðinn sendi Vísi um gagnrýnina sem efnistök þáttarins hafa hlotið er meðal annars endurtekinn fyrirvarinn um að sjónarmiðin séu alfarið viðmælandans. Markmið þáttarins sé að ljá fólki rödd sem hafi verið utangáttar í samfélaginu eða talið á jaðrinum af einhverjum sökum, hvort sem varðar þjóðfélagsstöðu, lífssýn eða sjónarmið. „Markmið þáttarstjórnanda er og hefur í öllum tilvikum verið að taka ekki með nokkru móti afstöðu til þessara skoðana eða lífssýnar viðmælenda sinna heldur veita þeim góða áheyrn og fara frekar fram á þeir færi haldbær rök fyrir máli sínu svo áhorfendur sjálfir geti lagt á ummælin mat og dregið sinn lærdóm,“ segir í svarinu.
Fjölmiðlar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira