RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 20:57 Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. Anton Brink Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík, segir að það sé gott að tryggja fjölbreytni í hópi viðmælenda hjá Ríkisútvarpinu en að það sé of langt seilst að birta viðtal við „manneskju sem hefur tattúerað upphafsstafi Adolfs Hitlers á hálsinn á sér (18 sem stendur fyrir AH)“. Ingibjörg Sólrún lét í ljós skoðun sína á Facebook-síðunni sinni í dag. Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sjónvarpa viðtali við íslenska konu sem skilgreinir sig sjálf sem þjóðernissina og „kippir sér ekki upp við að vera kölluð nasisti“ hefur sætt gagnrýni og hefur málið farið hátt á samfélagsmiðlum að undanförnu. Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir, tveggja barna móðir í Reykjavík, er viðmælandi í þættinum „Paradísarheimt“ sem er í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar sjónvarpsmanns. Í lýsingu þáttarins á vef RÚV segir að þar ræði Jón við „fólk sem syndir á móti straumnum og er svolítið öðruvísi en flest annað fólk“. Þátturinn verður á dagskrá RÚV annað kvöld klukkan 20:25. Sjá nánar: Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun „Skoðanir hennar eru ekki aðeins skoðanir sem falla ekki í kramið hjá „hinum venjulegu“, heldur leiddu slíkar skoðanir til helfararinnar og annarra voðaverka sem alþjóðasamfélagið, þar með talið Ísland, hefur sammælst um að koma í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum að verði endurtekin,“ skrifar Ingibjörg Sólrún. Hún segir jafnframt að ekki verði komið í veg fyrir að sagan endurtaki sig með því að koma á framfæri sjónarmiðum fólks með viðlíka sjónarmið við alla landsmenn. Betri leið til þess sé að „upplýsa fólk um það sem gerðist og tala fyrir umburðarlyndi og jafnrétti og gegn fordómum og mismunun hvort sem er á grundvelli trúarbragða, litarháttar, uppruna eða annarra þátta“.Þurfi að vera hægt að ræða um allt Jón Ársæll var spurður út í viðtalið í Vikunni með Gísla Marteini gærkvöldi. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að best sé að tala um hlutina í stað þess að þegja þá í hel. Landsmenn þurfi að geta talað um allt. „Það er ekki hægt að taka eitthvað sem má alls ekki tala um, eða má ekki vera á dagskrá.“ Nasismi ásetningur um að ganga gegn samfélagi lýðræðis Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók undir með Ingibjörgu Sólrúnu og sagði að með viðtalinu væri verið að veita skoðunum sem þessum lögmæti. „Hér er verið að breiða út hatur og gera nasisma að „hverri annarri skoðun,“ skrifar Guðmundur Andri. Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, segir nasisma ekki vera skoðun. „Hann er ásetningur um að ganga gegn samfélagi lýðræðis og mannréttinda. Samfélag lýðræðis og mannréttinda er ekki sjálfgefið og það þarf að verja“. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík, segir að það sé gott að tryggja fjölbreytni í hópi viðmælenda hjá Ríkisútvarpinu en að það sé of langt seilst að birta viðtal við „manneskju sem hefur tattúerað upphafsstafi Adolfs Hitlers á hálsinn á sér (18 sem stendur fyrir AH)“. Ingibjörg Sólrún lét í ljós skoðun sína á Facebook-síðunni sinni í dag. Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sjónvarpa viðtali við íslenska konu sem skilgreinir sig sjálf sem þjóðernissina og „kippir sér ekki upp við að vera kölluð nasisti“ hefur sætt gagnrýni og hefur málið farið hátt á samfélagsmiðlum að undanförnu. Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir, tveggja barna móðir í Reykjavík, er viðmælandi í þættinum „Paradísarheimt“ sem er í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar sjónvarpsmanns. Í lýsingu þáttarins á vef RÚV segir að þar ræði Jón við „fólk sem syndir á móti straumnum og er svolítið öðruvísi en flest annað fólk“. Þátturinn verður á dagskrá RÚV annað kvöld klukkan 20:25. Sjá nánar: Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun „Skoðanir hennar eru ekki aðeins skoðanir sem falla ekki í kramið hjá „hinum venjulegu“, heldur leiddu slíkar skoðanir til helfararinnar og annarra voðaverka sem alþjóðasamfélagið, þar með talið Ísland, hefur sammælst um að koma í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum að verði endurtekin,“ skrifar Ingibjörg Sólrún. Hún segir jafnframt að ekki verði komið í veg fyrir að sagan endurtaki sig með því að koma á framfæri sjónarmiðum fólks með viðlíka sjónarmið við alla landsmenn. Betri leið til þess sé að „upplýsa fólk um það sem gerðist og tala fyrir umburðarlyndi og jafnrétti og gegn fordómum og mismunun hvort sem er á grundvelli trúarbragða, litarháttar, uppruna eða annarra þátta“.Þurfi að vera hægt að ræða um allt Jón Ársæll var spurður út í viðtalið í Vikunni með Gísla Marteini gærkvöldi. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að best sé að tala um hlutina í stað þess að þegja þá í hel. Landsmenn þurfi að geta talað um allt. „Það er ekki hægt að taka eitthvað sem má alls ekki tala um, eða má ekki vera á dagskrá.“ Nasismi ásetningur um að ganga gegn samfélagi lýðræðis Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók undir með Ingibjörgu Sólrúnu og sagði að með viðtalinu væri verið að veita skoðunum sem þessum lögmæti. „Hér er verið að breiða út hatur og gera nasisma að „hverri annarri skoðun,“ skrifar Guðmundur Andri. Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, segir nasisma ekki vera skoðun. „Hann er ásetningur um að ganga gegn samfélagi lýðræðis og mannréttinda. Samfélag lýðræðis og mannréttinda er ekki sjálfgefið og það þarf að verja“.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent