Fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll Sighvatur Jónsson og Sylvía Hall skrifa 26. júní 2019 21:49 Fyrirtæki hafa fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll sem verður skipulagt frekar á næstunni. Hugmyndin er að nálægð við flugvöllinn skapi verðmæti og laði að alþjóðleg fyrirtæki. Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. Sighvatur Jónsson var á Ásbrú þar sem merkum áfanga var fagnað í dag. Viljayfirlýsing var undirrituð í dag af fjármálaráðherra, fulltrúum Isavia og sveitarfélaganna tveggja á svæðinu, Reykjanesbæjar og hins nýja Suðurnesjabæjar, sem er sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis. Skrifað var undir á skrifstofu Kadeco á Ásbrú, sem er þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Félagið hefur leitt þróun á gamla varnarliðssvæðinu þau þrettán ár sem liðin eru frá því að bandaríski herinn fór. Á Ásbrú búa á fjórða þúsund manns og fyrirtæki hér eru á þriðja hundrað. Til þess að átta okkur á stærðinni þá er Ásbrúarsvæðið þar sem við erum nú um einn sextugasti af þessum 60 ferkílómetrum. „Þetta er yfirlýsing um það að aðilarnir séu sammála um að það þjóni hagsmunum allra best að vinna saman að því að þróa þetta dýrmæta land og þetta svæði, hanna skipulag fyrir svæðið sem tengist hér flugvellinum. Staðreyndin er sú að það geta komið upp allskonar hagsmunaárekstrar ef að menn eru að vinna þetta hver í sínu horni en hér hafa menn komist að niðurstöðu að það sé langbest að hanna og þróa svæðið sameiginlega,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæ, fagnar þessum áfanga. „Sveitarfélögin hafa verið að vinna sameiginlega að þessu máli í nokkur ár ásamt Kadeco, Isavia og fjármálaráðuneytinu þannig að það er virkilega ánægjulegt að þessum áfanga sé náð hérna í dag.“ Ísak Ernir Kristinsson, stjórnarformaður Kadeco, segir vinnu undanfarinna ára vera eftir hugmyndafræði John D. Kasarda sem ber heitið Aerotropolis. Þar eru borgir hannaðar í kringum flugvöll líkt og verður á svæðinu. „Það er flugborg, viðskiptagarður og innan þessarar flugborgar er til að mynda íbúðahverfi og það er til staðar hér á Ásbrú. Við höfum verið að þróa það með þessa hugmyndafræði að leiðarljósi en nú er komið að því að þróa viðskiptagarðinn allt í kringum Keflavíkurflugvöll,“ segir Ísak Ernir. Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Slökkilið kallað út vegna ammóníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira
Fyrirtæki hafa fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll sem verður skipulagt frekar á næstunni. Hugmyndin er að nálægð við flugvöllinn skapi verðmæti og laði að alþjóðleg fyrirtæki. Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. Sighvatur Jónsson var á Ásbrú þar sem merkum áfanga var fagnað í dag. Viljayfirlýsing var undirrituð í dag af fjármálaráðherra, fulltrúum Isavia og sveitarfélaganna tveggja á svæðinu, Reykjanesbæjar og hins nýja Suðurnesjabæjar, sem er sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis. Skrifað var undir á skrifstofu Kadeco á Ásbrú, sem er þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Félagið hefur leitt þróun á gamla varnarliðssvæðinu þau þrettán ár sem liðin eru frá því að bandaríski herinn fór. Á Ásbrú búa á fjórða þúsund manns og fyrirtæki hér eru á þriðja hundrað. Til þess að átta okkur á stærðinni þá er Ásbrúarsvæðið þar sem við erum nú um einn sextugasti af þessum 60 ferkílómetrum. „Þetta er yfirlýsing um það að aðilarnir séu sammála um að það þjóni hagsmunum allra best að vinna saman að því að þróa þetta dýrmæta land og þetta svæði, hanna skipulag fyrir svæðið sem tengist hér flugvellinum. Staðreyndin er sú að það geta komið upp allskonar hagsmunaárekstrar ef að menn eru að vinna þetta hver í sínu horni en hér hafa menn komist að niðurstöðu að það sé langbest að hanna og þróa svæðið sameiginlega,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæ, fagnar þessum áfanga. „Sveitarfélögin hafa verið að vinna sameiginlega að þessu máli í nokkur ár ásamt Kadeco, Isavia og fjármálaráðuneytinu þannig að það er virkilega ánægjulegt að þessum áfanga sé náð hérna í dag.“ Ísak Ernir Kristinsson, stjórnarformaður Kadeco, segir vinnu undanfarinna ára vera eftir hugmyndafræði John D. Kasarda sem ber heitið Aerotropolis. Þar eru borgir hannaðar í kringum flugvöll líkt og verður á svæðinu. „Það er flugborg, viðskiptagarður og innan þessarar flugborgar er til að mynda íbúðahverfi og það er til staðar hér á Ásbrú. Við höfum verið að þróa það með þessa hugmyndafræði að leiðarljósi en nú er komið að því að þróa viðskiptagarðinn allt í kringum Keflavíkurflugvöll,“ segir Ísak Ernir.
Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Slökkilið kallað út vegna ammóníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira